Feykir


Feykir - 31.08.1988, Blaðsíða 8

Feykir - 31.08.1988, Blaðsíða 8
31. ágúst 1988 30. tölublað, 8. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum TAXI Nýja bílasalan Sauðárkróki Borgarflöt 5 Sími 5821 Þú færð bílinn hjá okkur 985-20076 985-21790 Símar 5821 og 6677 Elsta timburkirkja landsins: Gagngerum endurbótum lokið Nk. sunnudae verður hátíðar- guðsþjónusta í Knappsstaða- kirkju í Fljótum. Tilefni guðsþjónustunnar er að gagn- gerum endurbótum sem átt hafa sér stað á kirkjunni á síðustu misserum er lokið og jafnframt að nú eru 150 ár liðin frá því bygging Knapps- staðakirkju elstu timburkirkju landsins hófst. Það var árið 1838 sem kirkjan á Knapp- stöðum hrundi í miklum landskjálfta og það sama ár var hafist handa við byggingu nýrrar kirkju úr timbri. Fyrir fjórum árum var stofnað áhugamannafélag sem beitti sér fyrir varðveislu kirkjunnar. Kirkjan er á skrá þjóðminjasafnsins um hús- friðun og hefur Þorsteinn Gunnarsson arkitekt haft umsjón með endurbótunum. Byggingafélagið Hlynur hefur annast verkið undir stjórn Bjöms Guðnasonar bygginga- feykjur húsmóðurina í bænum sím- leiðis. Hún vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Gvendur hringdi og hafði ekki glóru um hver væri á línunni. ,,Hvað er þetta manneskja, þekkirðu ekki gamla dýnð?,” sagði Guðmund- ur þá. Pompidú og Dúddi Gárungarnir sögðu um árið þegar Pompidú heitinn Frakklandsforseti kom hingað til viðræðna við Nixon þáverandi Bandaríkjaforseta, að Frakkinn hafi farið fram á að sóninum í símanum yrði breytt þannig að í honum heyrðist: Pompi dú dú dú, Pompidú dú dú o.s.frv. Slökkviliðsstjórinn á Blöndu- ósi fór hins vegar ekki fram á að aðvörunarsón slökkvi- liðsbílsins yrði breytt á neinn hátt. Enda fráleitt því þaðfer ekki á milli mála hver er á ferðinni þegar kviknar í á Blönduósi. Slökkviliðsstiór- inn kallaður Dúddi og slökkvi- bíllinn segir: Dúúddii, Dúúddii, Dúúddii o.s.frv. Eða það segja gárungarnir á Blöndu- ósi að minnsta kosti. Skothríð Nýlega var ljallað hér í blaðinu um baráttu varp- bænda við svartbakinn. I máli Árna Snæbjörnssonar ráðunauts Búnaðarfélags íslands kom fram að það sem helst hefði dugað gegn vargfuglinum væri að reka hann á flótta með skothríð. Árni sagðist hafa heyrt þá sögu úr ofanverðum Skaga- firði að mörg vor þegar lítil áta sé í firðinum bíði svartbakurinn alveg í hundraða- tali eftir að ungarnir komi úr hreiðrunum og drepi bróður- partinn af þeim. Vegna aðstæðna hafi komið upp sú hugmynd að verja æðarvörp- in á þessu svæði með því að fá skotmenn, einn eða fleiri, til að aka um veginn þar sem hann Iiggur niður að strönd- inni við Austurós Héraðs- vatna og síðan meðfram strandlengjunni alveg út að Ingveldarstöðum á Reykja- strönd. Með stöðugri stothríð í ca 2 ferðum á dag yfir varptímann væri góður mögu- leiki að halda fuglinum fjarri. Þessi hugmynd fellur sjálfsagt í kramið hjá ýmsum, en öðrum líklega ekki. Og eflaust yrði starf skotmann- anna mjög eftirsótt. Þarna gætu einhverjir fengið skot- gleði sinni svalað. 7 + 1 Það vakti athygli skrásetjara Feykja á dögunum þegar hann átti leið í Bókabúð Brynjars að þar er nafn Gvendar dýra notað í auglýsingaskyni fyrir sölu á skólavörum. Þ.e.a.s. það fangamark sem Gvendur tók sér á sínum tíma, 7+l. Á rúðunni hjá Binna stendur reyndar 7+1 78, og vel má vera að Brynjar geti af þeim sökum svarið það af sér að hér sé um notkun á nal'ni Gvendar að ræða, segjum svo ef gamla dýrið færi nú í hart. Annars er örugglega ekki mikil hætta á þvi. Guðmundur Andrésson er ekki þannig maður. Fyrir þá sem ekki þekkja til er viðurnefnið dýri tilkomið vegna þess að Guðmundur gegndi um tíma starfi dýralæknis. Hann fer hins vegar frjálslega með viðurnefnið. Eitt sinn átti hann eitthvað erindi við eina Gömul mynd af Knappsstaðakirkju. Nú hafa verið settar tré- tröppur við kirkjuna í sinni upprunalegu mynd. meistara. Til endurbótanna hafa komið framlög frá hús- friðunarsjóði ríkisins og auk þess hafa Fljótamenn, bæði heimamenn og burtfluttir, látið fé af hendi rakna. Vill stjórn áhugamannafélagsins koma á framfæri þakklæti til þeirra mörgu sem lagt hafa þessu málefni lið. Hátíðarguðsþjónustan á sunnudaginn hefst kl. 15.00. Sóknarpresturinn séra Gísli Gunnarsson og séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup þjóna fyrir altari og Séra Hjálmar Jónsson prófastur prédikar. Kirkjukór Barðs- kirkju syngur, organisti er Rögnvaldur Valbergsson. Norðurland vestra: Svipað ástand í kennaramálum „Mér sýnist á öllu að ástandið sé svipað núna og það hefur verið undanfarin ár. Það vanti í svona 8-10 stöður og þá hurtséð hvort fólk með kennararéttindi eða leiðbein- endur hafi verið ráðnir, en undanfarin ár hefur hlutfall réttindakennara við skólana á svæðinu verið um 70%,” sagði Guðmundur Ingi Leifsson fræðslustjóri á Blönduósi. Guðmundur sagði að svo virtist sem ástandið væri einna verst á Hofsósi, Skagaströnd og Siglufirði. Þar vatnaði svona tvær og hálfa til þrjár stöður á hverjum stað, en minna annars staðar. Það geti hins vegar verið mjög slæmt þó vantaði ekki nema í eina stöðu á litlu stöðunum. Á næstu dögum verður þónokkuð um fræðslufundi og námskeiðsem haldin eru á vegum kennslugagnamið- stöðvar fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra í sam- vinnu við Kennaraháskólann, s.s. námskeið fyrirhannyrða- kennara ogfræðslufundirum kennslu íblönduðum bekkjum, um kennslutækni o.fl. Esso vill fjölga geymum Olíufélagið hf. hefur sótt um stækkun á lóð birgðarstöðvar sinnar við Eyrarveginn, ca 20 metra til suðurs. Félagið þarf á næstunni að koma fyrirtanki undir 98 oktana bensín. Rými fyrir það er ekki til staðar á Króknum og hefur því verið ekið frá Blönduósi síðan sala á því hófst. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarstjórnarfundi fyrr í mánuðinum þar sem ekki lá fyrir umsögn meng- unardeildar Hollustuvemdar ríkisins, siglingamálastofnunar né heilbrigðisnefndar. Samkvæmt nýlegu deili- skipulagi af hafnarsvæðinu eiga olíutankarnir að færst niður að hafnargarðinum á uppfyllingu sem gert var ráð fvrir að sandfangarinn mynd- aði, en lítið hefur safnast þar fyrir enn sem komið er. Á bæjarstjórnarfundinum urðu nokkrar umræður um staðsetningu tankanna. Komu þar fram hugmyndir, sem virðast eiga fylgi að fagna, að olíutankarnir verði ekki staðsettir á hafnarsvæðinu heldur þar skammt frá, framarlega á Gránumóum þar sem þeir yrðu þá að einhverju eða jafnvel mestu leyti grafnir í jörð. Með þessum hugmyndum er verið að hugsa um fyrirsjánalegan skort á athafnarými á hafnarsvæðinu í framtíðinni. Staðsetning olíutankanna við Eyrarveginn hefur vakið nokkurn ugg og hafa menn tekið misdjúpt í árina. Þeir sem fastast hafa að orði kveðið, hafa sagt að ef sprenging eða eitthvað slíkt yrði í tönkunum, væri öll Eyrin þar með nokkur af stærstu atvinnufyrirtækjum bæjarins sem þar eru staðsett í mikilli hættu. Brunamála- stofnun sá samt ekkert athugavert við staðsetningu tankanna á sínum tíma og hefur einnig nú veitt leyfi sitt fyrir fjölgun tanka.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.