Feykir - 31.05.1989, Blaðsíða 5
20/1989 FEYKIR 5
SÓLSTÓLAR
GARÐHÚSGÖGN
GARÐVERKFÆRI
GRILL
SLÁTTUVÉLAR
SUMARFATNAÐUR
STRIGASKÓR
HJÓL
FLUGDREKAR
FÓTBOLTAR
í SUMARSKAPI
Undir Borginni
Þau
yngstu
fá
bolta
Það var fjör í kringum fóninn í
gamla íþróttasalnum við
barnaskólann si. miðvikudag
að lokum slitum barnaskólans.
Þá fengu allir nemendur
forskóladeildar skólans gefins
fótbolta frá Ungmennafélag-
inu Tindastóli og versluninni
Tindastóli. Þetta er annað
árið sem þessir aðilar standa
fyrir slíku.
Við þetta tækifæri ávarpaði
Bjarni Jóhannsson þjálfari
meistaraflokks Tindastóls
börnin og foreldrana. Sagði
Bjarni tilganginn með bolta-
gjöfunum, margþættan. I
fyrsta lagi að vekja áhuga
barnsins á boltanum sem
leikfangi og ef það tækist
mætti búast við að breiddin
ykist hjá Tindastóli á næstu
árum. Þá væri ekki síður
mikilvægt það heilbrigði sem
fælist í útiveru, boltaleikjum
og íþróttaiðkun hvers konar.
Ekki veitti af hvatningu
nú þegar að stjórnvöld í
landinu hefðu gefið út
reglugerð þess efnis að
íþróttakennsla hverrar bekkjar-
deildar grunnskóla verði
skert um eina kennslustund á
viku næsta vetur. Sagði
Bjarni að með þessu ætlaði
ríkið að spara 18 milljónir, en
hætt væri við að þær skiluðu
sér ekki þar sem annað eins ef
ekki meira færi í heilbrigðis-
kerfið í staðinn. „Raunveru-
lega má líta á þetta sem við
erum að gera í dag sem svar
við aðgerðum stjórnvalda”,
sagði Bjarni og hvatti
krakkana til að vera dugleg
að leika sér úti með boltana í
sumar. Því næst ræsti Björn
Björnsson skólastjóri barna-
skarann til hvatningarhrópa:
„Áfram Tindastóll”.
Og þá var loksins komið
að stóru stundinni þegar
boltabingurinn, sem komið
var fyrir í neti upp undir lofti,
var látin falla. Krakkarnir
létu ekki á sér standa að taka
hvert sinn bolta og gleðin
skein úr hverju andliti.
Foreldrarnir sumir hverjir
höfðu orð á því að nú væri
öldin önnur. Krakkar fengju
nú það gefins sem á árum
áður þurfti að „grenja” út.
Nú er loksins komið sumar
á Skagaströnd og fólkið farið
að geta rekið kollana upp úr
snjódyngjunum sem hlóðust
upp í þorpinu eftiráramótin.
Sólin hefur nú með
geislakrafti sínum lagt til
atlögu við snjóskaflana og
vinnur stóra sigra á hverjum
degi. Má því segja að hin
náttúrulegu öfl hafi orðið til
bjargar þegar hin ónáttúru-
legu brugðust.
Miklar tilfæringar eru í
gangi hjá kaupfélaginu, bæði
á starfsfólki og varningi.
Hólaness-útibúið er nú nán-
ast að yfirtaka öll umsvif, þar
sem gamla verslunarhúsið út
við Einbúa er nú að leggjast
af sem slíkt. Er þar langri og
merkri sögu að ljúka. Þó
mun eiga að hafa einhvem
vísi að afgreiðslu þar áfram
úti í skemmu, eftir því sem
gerst er vitað, en gestamót-
takan í kaffistofunni verður
aflögð, en eins og allir
Skagstrendingar vita hefur
hún verið einn þýðingarmesti
rekstrarliður kaupfélagsins
um langt skeið.
Er nú talið næsta víst að sú
þjónusta sem þar var í té
látin, verði framvegis fyrir
hendi hjá SR eða í áhaldahúsi
hreppsins og þykir seinni
tilgátan öllu líklegri. Hefur
kaupfélagið að margra mati
sett verulega ofan við það að
fella niður þá borgaralegu og
velkynntu þjónustu sem í
gestamóttökunni fólst, en
það verður sjálfsagt að taka
því eins og hverju öðru
hundsbiti. Við allar þær
Rúnar Kristjánsson.
breytingar sem orðið hafa hjá
kaupfélaginu hefur eðlilega
skapast mikil röskun frá
venjulegum aðstæðum. Öllu
hefur til dæmis verið um-
staflað í útibúinu á Hólanesi
og fæstir þekkja sig þar
lengur.
Er það því orðið hreinasta
þolraun fyrir venjulega „kúnna”
að rata um völundarhúsið og
sækja þangað sínar nauð-
þurftir. Matvara hefur öll
verið staðsett innst í horni, til
þess að viðskiptavinurinn
þurfi að ganga sem lengsta
leið og glepjast því hugsan-
lega af öllu því fánýti sem
verður á leið hans að
lífsbjörginni. Er næsta greini-
legt af þessu sem öðru að allt
verður samvinnuhreyfingunni
að vopni í stríði því sem hún
stendur í til bjargar lífi sínu
og eignum.
Hreppsnefndin glímir að
venju við margt vandamálið
og eitt það stærsta er það
hvað menn þareru leiðinlegir
hverjir við aðra, eins og fram
hefur komið. Lausn vanda-
málanna er nefnilega grund-
völluð á þeirri einingu sem
ekki finnst í hreppsnefndinni.
Nefndarmenn eru líka þreyttir
og úr sér gengnir eftir allan
snjómoksturinn í vetur, sem
vonlegt er. Það er því bót í
máli að hægt er að gefa þeim
frí næsta vor og létta af þeim
hinni þungu ábyrgð sem
virðist hafa gengið nokkuð
nærri andlegu heilsufari
þeirra sumra.