Jökull


Jökull - 01.12.1983, Side 165

Jökull - 01.12.1983, Side 165
Hátíð í Dyngjufjöllum Öskjugosið 1961 varð tilefni fimm ferða. Þá fyrstu fór ég með Tómasi Tryggvasyni áður en gosið hófst, að skoða jarðhitasvæði, sem hafði myndast þar sem eldgosið kom síðan upp. Næsta ferð var í fylgd Sigurðar Þórarinssonar og Árna Stefánssonar, og gott ef Elín Pálmadóttir var ekki einhvers staðar í farangrinum. Tvennt lifir í minningu um þá ferð og mér er erfitt að gera upp á milli hvað þyngra er á metunum þegar frá líður. Vissulega var eldgosið tilkomumikið og margt hægt að læra um þess aðskiljanlegu náttúrur. Síð- an hafa orið meiri og áhrifaríkari eldgos. Því verð ég að viðurkenna, að mér verður oft hugsað til heimferðarinnar í 16 manna smárútu Guðmundar Jónassonar og ekið sleitulaust frá Öskju til Reykja- víkur, komið heim að morgni. Alla þá nótt sagði Árni Stefánsson sögur af snilld og með tilþrifum, sem honum einum var lagið. Þriðju ferð fórum við Sigurður Þórarinsson og Þorleifur Einarsson í bíl, sem okkur Þorleifi haíði tekist að útvega frá Atvinnudeild Háskólans eftir eitthvert þref. Þetta var í byrjun desember og fram til þess tíma hafði tíð verið fremur góð, vegir voru auðir og góðar líkur á að hægt væri að komast til Öskju. Eldstöðvarnar höfðu ekki verið kannaðar um nokkurt skeið, og enginn vissi hvort gos væri enn í gangi. Gárungar höfðu látið að því liggja að jarðfræðingar væru of lingerðir til átaka við íslensk- an vetur, og því þyrfti að gera samning við for- sjónina að láta jarðelda aðeins kvikna í sumar- blíðu. Einhverra hluta vegna komumst við ekki af stað fyrr en eftir kvöldmat, og það féll í minn hlut að aka þessum ókunnuga Atvinnudeildar bíl norð- ur heiðar í vægu frosti á auðum og góðum vegi. Þorleifur og Sigurður möluðu um jarðfræði við hlið mér í bílnum en athygli mín beindist að akstrinum og vélinni, sem malaði með traustvekjandi tilþrif- um norður fyrir Holtavörðuheiði. Eftir það fór hún að hiksta, lítið í byijun, en óreglan ágerðist og öll verkstæði lokuð um miðja nótt. Við ókum áfram. Um það leyti sem við héldum innreið í Akureyr- arbæ var allur kraftur úr keyrslunni og vélin lét vægast sagt illa. Við fórum með bílinn á Þórsham- ar, verkstæði KEA, og lýstum því yfir við Magnús verkstæðisformann að nú lægi mikið við, jarðfræð- ingar á leið til rannsókna og bíllinn yrði að vera tilbúinn fyrir hádegi. Jaeja, sagði Magnús. Við spurðum hvort hann héldi þetta væri eitthvað alvarlegri bilun en svo, að þeir gætu ekki kippt þessu í lag í hvelli. Ja-a, þetta er eins og kvef í mannskepnunni, sagði Magnús. Við köllum þetta nú úrbræðslu hér á Akureyri. Eftir hádegi fór að snjóa. Næsta dag voru allir vegir á Norður- og Austurlandi ófærir. Þorleifur og Sigurður flugu suður, en ég beið í viku eftir viðgerð á bílnum. Fjórða ferð var farin næsta sumar. Sigurður Þórarinsson útvegaði bíl Náttúrugripasafnsins til ferðarinnar, en auk okkar voru þeir Þorleifur Ein- arsson og Gunnlaugur Elísson með í ferð. Oft hef ég ekið milli Reykjavíkur og Akureyrar, en engin ferð var viðburðaríkari en þessi, þó með þeim hætti að ástæðulaust er að greina frá gangi ferðarinnar af nokkurri tiltakanlegri nákvæmni. Með fullkomlega löglegum, eðlilegum og útskýranlegum hætti velt- um við bílnum tvisvar á leiðinni. Velturnar voru framkvæmdar af slíkri einstakri verklagni að eng- inn meiddist. Lítið skemmdist nema nokkrar bíl- rúður, og Sigurður lét í Ijós einhverjar áhyggjur vegna hugsanlegra viðbragða Finns Guðmunds- sonar, en Finnur haíði taugar til bílsins. Þegar til Öskju kom var dálítill vindstrekkingur og það rifnuðu af okkur tjöldin. Raunar tókst okkur víst aldrei að koma þeim upp áður en þau rifnuðu. Þetta var íslensk framleiðsla, og ættjarðarástin framkallaði gremju hjá Sigurði með þeim afleiðing- um, að eftir heimkomuna sendi hann framleiðend- um tóninn í blaðagrein. Það merkilega gerðist, að framleiðslan stórbatnaði. Það tók að vísu tuttugu ár, en sá tími er eðlilegur viðbragðstími í íslenskum iðnaði. Gremjan í Sigurði magnaðist líklega við það, að þegar við bjástruðum við tjöldin í nepjunni hljóp í hann þursabit, sem hann átti vanda til að fá á þeim árum, og mátti sig vart hræra. Við brugð- um á það ráð að leita afdreps í hellisskúta í nýja hrauninu. Hraunið var enn vel heitt og við gátum búið um okkur við hellismunnann í notalegri hlýju. JÖKULL 33. ÁR 163
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.