Feykir


Feykir - 07.02.1990, Side 5

Feykir - 07.02.1990, Side 5
5/1990 FEYKIR 5 „Ætla að eyða síðustu kröftunum í þetta” Guðmundur í Sölvatungu plantardrjúgttrjám ásamt bömum sínum „Ég er ákveðinn að eyða kröftunum sem ég á eftir í þetta. Þeim er vel varið ef maður nær að gera gróðursnauða melana græna. Það er ákaflega gaman að fylgjast með því hvernig þessar plöntur dafna”, segir Guðmundur Tryggvason í Sölvatungu í Blöndudal. Fyrir 6-7 árum byrjaði Guðmundur ásamt börnum sínum Heimi og Svanhildi að planta niður trjám i hlíðunum fyrir ofan hús í Sölvatungu. Trjáplönt- urnar skipta nú nokkrum þúsundum og vekja eftirtekt þeirra eraka fram Blöndudal. „Hann sagði að þetta minnti sig á hermannagrafir, Hafsteinn Hafliðason garð- yrkjufræðingur þegar hann var hér á ferð í fyrra. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en þessar plöntur eigi eftir að dafna vel, það er svo veðursælt hérna í dalnum. Ég hef m.a.s. hug á því næsta sumar að planta nokkuð hátt upp í fjallið. Það væri gaman að sjá hvernig það kæmi út, því menn eru nú að tala um að þetta þrífist ekki nema í lágdölunum”. Guðmundur hugsar vel um plönturnar sínar. A hverju hausti byggir hann kringum þær og strengir striga og áburðarpokaplast þar á. Það er gífurlega mikið verk, því plönturnar eru margar. „Maður fer varla að hafa undan með þetta, þegar bætist við á hverju sumri. Ég býst við að maður verði að fara að treysta þeim elstu til að bjarga sér upp á eigin spýtur, enda eru þær að vaxa upp fyrir hlífarnar. Menn eru nú að tala um að trén séu gerð að aumingjum með því að vernda þærsvona, en ég held að það sé algjör vitleysa. Stærstu plönturnar, lerki- plönturnar, ná manni orðið undir handarkrika og það verður gaman að vita hvað þær verða orðnar stórar eftir næstu sex ár”. Er hér heppilegt land til skógræktar? „Húnavatnssýslurnar hafa nú aldrei þótt heppilegar til skógræktar. Við reyndum að fá mann til að taka landið út til skógræktar á sínum tíma en það tókst ekki. Þetta er mjög mismunandi land, allt frá mýrlendi til blárra mela”. Hvaða plöntur eru það sem þið notið aðallega? „Mest eru þetta lerki- plöntur, barrtré, en líka töluvert af greni, sitkagreni og blágreni. Annars lögðum við mikið upp úr því að vera með margar tegundir til að sjá hvað yxi hér best. Við höfum líklega gróðursett um 40 tegundir”. Er mikill skógræktaráhugi hér í sveitinni? „Nei, ekki get ég sagt það. Þó svo að langt sé síðan að menn byrjuðu hér að rækta skóg, fyrir um 40 árum við Húnaver og eitthvað fyrr var byrjað að gróðursetja í Blöndudalshólum. Hrepps- nefndin byrjaði á því fyrir einum fjórum árum síðan, líklega að undirlagi Sigur- geirs í Stekkjardal og þeirra, að senda um 100 trjáplöntur heim á hvern bæ, en þær hafa lítið verið notaðar. En þó svo að almennur áhugi á trjárækt hér vestan Blöndu sé lítill, lítur þetta vel út hérna í Svínavatnshreppnum. Þeir hafa verið svo dúglegir hjá Landsvirkjun að gróðursetja fram á virkjunarsvæðinu, í landi Eiðsstaða”, sagði Guð- mundur. *Útsala - Útsala byrjar mánudaginn 12. febmar kl. 13 íþróttagallar - Trimmgallar Bolir - Úlpur - Skór Vindgallar - Sundfatnaður Leikföng og margt margt annað á tombóluveröi u ★ ★★★ Sportvöruverslun ★★★

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.