Feykir - 07.02.1990, Side 1
Lögsögumálið:
rafsjá
Sérverslun
með raftæki
Sæmundargötu 1
Sauðárkróki
Ráðuneytið fengið
til að ieita sátta
Á næstu dögum mun fulltrúi
frá félagsmálaráðuneytinu funda
með bæjarráði og hreppsnefnd
Skarðshrepps og freista þess
að ná samkomulagi í lögsögu-
málinu. Á bæjarráðsfundi á
dögunum var þessi áfangi í
málinu samþykktur, en hug-
myndin skaut upp kollinum á
fundi þingmanna með Skarðs-
hreppingum skömmu áður. Á
bæjarráðsfundinum vareinnig
samþykkt að verði ekki
árangur af þessum viðræðum
fyrir 15. febrúar nk. sé það ósk
ráðsins að frumvarp um
breytta lögsögu verði flutt.
,,Við höfum fengið þetta
erindi og ákveðið að verða
við því. Tímasetning við-
ræðnanna hefur ekki verið
ákveðin, og við bíðum
eiginlega eftir Páli Péturssyni
til að fá frekari upplýsingar
um málið, en hann hefur
verið erlendis síðustu daga.
Er þetta komið í einhverja
bölvaða stífni?”, sagði Hún-
bogi Þorsteinsson í félags-
málaráðuneytinu í samtali
við Feyki fyrir helgina.
Ekki hefur enn orðið af
framhaldi viðræðna bæjar-
ráðs við Gunnlaug Vilhjálms-
son bónda í Ashildarholti,
vegna tilboðs hans um kaup
á 10 hektara lands næst
kaupstaðnum og lögsögu yfir
30 hekturum til viðbótar.
Þessir 40 hektarar eru ofan
Sauðárkróksbrautar vestur
að spennustöð suður að
Bæjarlæk. Að sögn Snorra
Björns bæjarstjóra hefur
ekki unnist tími þil þess að
ræða við Gunnlaug, og sá
aðili frá Sjávarborg sem
sagður var vera tilbúinn að
selja land, hafi staðfastlega
neitað því er hann var
spurður. Bæjarráð telur að
kaup á landi Ashildarholts,
komi eitt sér ekki til að leysa
lögsögumálið.
Gunnlaugur í Ashildar-
holti bauð 30 hektarana
norðan Bæjarlækjar gegnt
því að lögsögufrumvarpið
yrði ekki lagt fram:
,,Það er alveg ljóst að ef
bæjarstjórn rígbindur sig við
það að fá þingmannafrum-
varp um málið, þá verður
ekkert auðvelt að semja við
mig né Sigurð bróður minn”,
segir Gunnlaugur.
Hverfandi atvinnuleysi
á Hvammstanga
Atvinnuástand á Hvamms-
tanga er ólíkt betra það sem af
er vetri en síðastliðinn vetur.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu Hvammstangahrepps
voru skráðir atvinnuleysis-
dagar í janúar 563. Jafngildir
það 26 mannsallan mánuðinn.
Síðasta dag mánaðarins voru
29 á skrá, 20 konur og 9
karlar.
Til samanburðar má geta
þess að atvinnuleysisdagar í
sama mánuði i fyrra voru
1064, er jafngildir 49 störfum
og síðasta dag mánaðarins
voru 42 á skrá, 20 konur og
22 karlar.
Töluverðan hluta atvinnu-
leysisins má rekja til verk-
efnaskorts hjá Saumastof-
unni Drífu h/f, einnig mun
gæftaleysi skelveiðibáts hafa
haft einhver áhrif síðustu
daga mánaðarins. Allt útlit
er fyrir að verkefni séu að
glæðast hjá Drífu h/f og þá
fækkar atvinnulausum veru-
lega því 10 konur voru á skrá
hjá fyrirtækinu.
Þess má að lokum geta að
skelbátur Meleyrar, Siggi
Sveins kom til Hvammstanga
um helgina og fór beint á
veiðar.
H.
með bæinn Kleifar í baksýn.
..
Hrútey —
náttúruperla þeirra Blönduósinga í vetrarskrúða,
Melrakki fær greiðslu-
stöðvun til 3ja mánaða
,,Við vonumst til að á þessum
tíma takist að endurskipu-
leggja rekstur fyrirtækisins á
þann veg að viðunandi
rekstrargrundvöllur náist. Það
er ákaflega mikilvægt fyrir
framtíð loðdýraræktar hér á
svæðinu að verksmiðjunni
verði haldið gangandi. Að
öðrum kosti ersambærilegt að
lítið sjávarþorp færi í eyði,
þetta eru það margir hér seni
byggja afkomu sína á greininnf’,
segir Árni Guðmundsson
stjórnarformaður Melrakka
hf, stærstu loðdýrafóðurstöðvar
landsins, sem sl. miðvikudag
fékk greiðslustöðvun i þrjá
mánuði.
Beiðni um greiðslustöðvun
var ákveðin á stjórnarfundi
kvöldið áður. ,,Það sem rak
okkur til þessa núna, var
fjárnámskrafa frá Búvöru-
deild Sambandsins upp á
fjórar milljónir króna. Við
sáum fram á rekstrarstöðvun
innan skamms tíma, þannig
að það væri ekki um annað að
ræða en stokka spilin.
Lausaskuldir fyrirtækisins, í
vanskilum, eru hátt í 20
milljónir og að auki nokkuð
að stofnlánum. Ekki er hægt
að gera sér grein fyrir
heildarskuldum, þar sem
bókhaldsuppgjör fyrir síðasta
ár mun ekki liggja fyrir fyrr
en seinna í mánuðinum”,
sagði Árni.
Rekstur Melrakka hefur
alla tíð gengið heldur
erfiðlega. Ný fóðurstöð var
tekin í notkun fyrir rúmu
ári. Kostnaður við bygg-
ingu hennar ásamt frysti-
geymslum var um 100
milljónir. Hluti vanda fyrir-
tækisins eru uppsafnaðar
skuldir loðdýrabænda sem
ekki hafa getað greitt fóðrið,
nema þær á annan tug
milljóna í dag. „Samt hefur
meginþorri bændanna staðið
ágætlega í skilum og við
höfum vitanlega skyldum að
gegna gagnvart þeim. Það
hefur verið fundað með
Byggðastofnun og stofnlána-
deild undanfarið, og eins er
beðið eftir aðgerðum frá
stjórnvöldum varðandi skuld-
breytingar bænda”, sagði
Árni.
Á síðasta ári framleiddi
Melrakki hf tæplega 4000
tonn af loðdýrafóðri, að
verðmæti 38 milljóna. Nær
það magn varla þriðjungi
afkastagetu verksmiðjunnar.
Vegna samdráttar í loðdýra-
búskap er gert ráð fyrir 40%
minni fóðursölu í ár en í
fyrra. Til að vega upp á móti
því er fyrirhuguð framleiðsla
á laxeldisfóðri til Miklalax í
Fljótum og Fornóss á
Sauðárkróki. Gert er ráð
fyrir sölu á laxeldisfóðri f'yrir
50 milljónir á ári. Nýlega var
bætt í vélasamstæðuna, tæki
það sem á vantaði til þessarar
framleiðslu, svokölluðum bland-
ara og er hann í eigu
Byggðasjóðs.
Um áramót tóku gildi
uppsagnir þær sem gripið var
til í Melrakka á síðasta
hausti. Starfa nú einungis
tveir menn í verksmiðjunni í
stað fimm áður. Meðal þeirra
þriggja er hættu var fram-
kvæmdastjórinn, Þorsteinn
Birgisson, og hefur stjórnin
nú umsjón með daglegum
rekstri fyrirtækisins.