Feykir


Feykir - 20.06.1990, Page 3

Feykir - 20.06.1990, Page 3
23/1990 FEYKIR 3 Steinflögur frá Kína á gólf Skagastrandarkirkju Þessa dagana er verið að lL'SRÍa gólfefnið í nýju kirkjuna á Skagaströnd. Um er að ræða steinflögur sem límdar eru með múr ofan á gólfplötuna. Flögurnar sem líkjast mjög flísum eru komnar alla leið frá Kína, og eru mikið notaðar á kirkjugólf um allau heim. Búið er að einangra kirkjuna og múrhúða að innan. Verður hún upphituð með rafmagni og var raflögnum komið fyrir í múrlögninni undir flögunum. Það er Baldur Haraldsson múrara- meistari sem leggur gólfefnið. en byggingarmeistari kirkju- byggingarinnar er Helgi Gunnarsson. Að sögn séra Ægis Sigur- geirssonar standa vonir til að hægt verði að vígja nýju kirkjuna um mitt næsta ár. Vel hefur gengið að fjármagna framkvæmdir, auk framlaga úr sjóðum hafa heimaaðilar stutt kirkjubygginguna með rausnarlegum framlögum. Og á lokasprettinum sem framundan er. sé vitað um aðila heimafyrir sem ætli sér að taka myndarlega á málum. . : Fjölmenni var mætt á Hofsósi til að taka á móti Haraldi og burðarmönnunum. Þá féllu margir svitadropar Þeir voru margir svitadroparnir sem féllu í áheitagöngu Neista sent frant fór að ntorgni þjóðhátíðardagsins 17. júní. Þá var llaraldur Þór Jóhannsson bóndi í Enni í Viðvíkursveit. borinn í upphúnu rúmi 22ja kilómetra leið heimanað frá sér og út i Hofsós. Ilöfðu margir uppi efasemdarraddir unt að þetta mundi heppnast, en það tókst og fyrir vikið verða sjóðir Neista talsvert digrari. Reyndar heyrðust raddir um að tiltæki sem þetta hentaði vel körfuknattleiksdeildum, þar sem handleggir manna hefðu lengst allnokkuð. Lagt var af stað frá Enni upp úr kl. átta um morguninn. Strax í lausamölinni niður afleggjar- ann gerðu menn sér Ijóst hvílíka þrekraun þeir höfðu lagt út i. Gert hafði verið ráð fyrir að sex menn mundu leika sér með að halda á rúminu hálfan kílómeter í senn.en sú áætlun stóðst engan veginn. Sem betur fer var hægt að koma fleiri höndum að og á leiðinni var náð í framlengingar á handföngin, þannig á seinni hluta leiðarinnar voru burðar- mennirnir orðnir um 15 talsins. En tímaáætlunin stóðst og komið var á hátíðarsvæðið á Hofsósi rétt fyrir eitt. Þar var samankominn mikill mannfjöldi til að fagna Haraldi og burðar- mönnunum. Gísli Einarsson formaður Neista kvaddi sér hljóðs og þakkaði Haraldi og öllum þeim sem lagt höfðu þessu uppátæki lið. Kvað hann enga hátíð fara fram öðru vísi en hún hefði eitthvert tákn. Á Olympíu- leikunum síðustu hefði það verið einhver kattarræfill, á landsmót- inu yrði það fugl líkur spóa, en táknið fyrir þessa þjóðhátíð hefðu þeirNeistamennvaliðöllu myndarlegra, sjálfan Harald bónda í Enni. Þá kvaddi Björn Níelsson sveitarstjóri sér hljóðs og þakkaði það starf sem félagið legði að mörkum í þágu ungmenna í hreppnum. Lét hann þess getiðað hreppsnefnd- in hefði orðið svo hrifin al þessari snjöllu fjáröflun félags- manna. að hún hefði ákveðið að styrkja félagið með 100 þúsund króna framlagi. og bað Harald að veita ávísuninni viðtöku fyrir liönd Neistamanna. „Ekki vitund stressaðar” segja þær Erla Huld og Áróra „júróvísjónstjörnur” ,,Nei við vorunt ekki vitund stressaðar, enda voruni við húnar að vera svo duglegar að æfa okkur", sögðu þær Erla Huld Bjarnadóttir og Aróra Rós Ingadóttir, en þær stöllur sigruðu með glæsihrag í Ijölskyldukeppninni unt „parið Grétar og Sigga í Júróvisjon”, sem hljómsveitin Stjórninstóð fyrir í Miðgarði nýlega. ,.Já, þetta gekk bara vel, en ég fékk ansi mikið í höfuðið þegar við vorum búnar að koma fram og fólkið fór að klappa”, sagði Erla Huld. ,,Það var algjör tilviljun að við fréttum af keppninni. Erla Huld var að koma að sunnan þegar hún frétti þetta og við byrjuðum strax að æfa okkur. En svo ætluðu þau að skrifa vitlaust nafn á verðlaunin. voru búin aðskrifa Alfheiður eitthvað”, sagði Áróra. TEIVGSL reykinga á heimilum og reykinga barna Miklu meiri líkur eru til að börn á reykingaheimilum byrji að reykja en börn á heimilum þar sem enginn reykir. Samkvæmt íslenskum rannsóknum er þessi hætta að minnsta kosti tvöfóld ef foreldrar reykja og þrefóld ef systkini reykja. Ein af ástæðunum getur verið sú að börnin eru send eftir tóbaki og venjast við að kauþa það og handfjatla. Minnst er áhættan ef enginn reykir á heimilinu. Áhættan er tvöfóld ef foreldrar reykja. Áhættan er þrefóld ef systkini reykja. Láttu ekki barnið bera tóbakið fyrir þig. T óbaksvarnaneínd

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.