Feykir - 18.07.1990, Blaðsíða 1
18. júlí 1990, 27. tölublað 10. árgangur
JM Óháð fréttablað á Norðuriandi vestra
rafsjá
Sérverslun
með raftæki
Sæmundargötu 1
Sauðárkróki
Norðurland vestra:
Uggvænlegt útlit í sér-
kennslumálum grunnskóla
Til ófrcmdarástands horfir í
sérkennslumálum grunnskóla
kjördæmisins i vetur og flest
bendir til að sérkennsluþörf
verði sinnt að mun minna leyti
en áður, sem þó var nokkuð
frá því að vera fullnægjandi.
Sérkennarar hafa hætt störfum
og vandséð að takist að ráða
aðra í þeirra stað. Að auki
hefur sérkennslukvóti kjör-
dæmisins verið skertur stór-
lega. Þá hefur stofnun
sérstakrar námsbrautar fyrir
fatlaða við Fjölbrautaskólanna á
Sauðárkróki, sem til stóð í
haust, verið slegið á frest.
Að sögn Guðmundar Inga
Leifssonar fræðslustjóra gengur
mjög illa að fé sérkennara til
starfa út á land eins og
reyndar annað sérmenntað
fólk. Reynt hafi verið að
leysa skort á sérkennurum á
þann hátt að efna til
nokkurra mánaða námskeiða
fyrir kennara, þar sem þeir
geta öðlast réttindi sérkennara,
með ársnámi í stað tveggja og
hálfs vetrar í skóla. Þetta hafi
byrjað mjög vel, og átta
kennarar héðan úr kjördæm-
inu byrjað í þessum nám-
skeiðum, en síðan hafi fólk
helst úr lestinni. líklega
vegna erfiðleika að taka sig
upp með fjölskylduna, og
síðan er launahvatinn ekki
mikill. Sérkennar hafa ein-
ungis einn launaflokk um-
fram aðra kennara.
Kostar brottflutning
Inga Andreassen talkennari,
eini réttinda sérkennarinn í
kjördæminu lét af störfum í
vor. Ástæðuna segir hún
einkum vera faglega einangrun
og þreytu henni samfara.
Hinsvegar sé aðstaða til
kennslu í gamla barnaskól-
anum nú komin í mjög
viðunandi horf. Þá er Anna
Dóra Antonsdóttir er sinnt
hefur sérkennslu í Akraskóla
að fara í ársfrí. Sálfræðingur
fræðsluumdæmisins flutti burtu
í sumar og hefur ekki tekist
að ráða annan í hans stað.
Svæðisstjórn fatlaðra hefur
heldur ekki tekist að fá
sálfræðing til starfa.
Ástand í sérkennslumálum í
kjördæminu kemur vitaskuld
illa við mörg börn og
foreldra þeirra, og ef að
líkum lætur gæti það orðið til
þess að fjölskyldur þyrftu að
flytja burtu, þangað sem
þjónusta er fyrir hendi.
„Vissulega gerir þetta okkur
erfiðara fyrir að sinna
þörfum okkar skjólstæðinga”,
segir Sveinn Alan Mortens
framkvæmdastjóri Svaðisstjóm-
ar fatlaðra, en útibú svæðis-
stjórna út um landið voru
einmitt sett á fót í því
augnamiði að fatlaðar ein-
staklingar gætu búið með
fötlun sinni hvar sem er á
landinu.
Kvótaskerðingunni
mótmælt
Fundur skólastjóra í kjör-
dæminu nýlega mótmælti
þeirri skerðingu sem orðið
hefði á sérkennslukvótanum.
Færst hefði í vöxt að
nemendur sem ættu við
námsörðugleika að etja væru
sendir í skóla út á land.
Þannig hefðu um 20 nemendur
verið í grunnskólum kjör-
dæmisins á síðasta ári og
tekið 13% sérkennslukvótans,
án þess að hann fengist
bættur. Þá stendur til að
rekstur skólaheimilisins á
Egilsá tilheyri rekstri sveitar-
félaganna í stað ríkis áður,
með því væri farinn 27%
sérkennslukvótans. Þess má
geta að skóladeildir á
Reykjavíkursvæðinu sambæri-
legar Egilsá, fá beinar
fjárveitingar frá því opinbera.
Reyndar var lengi vel óvíst
hvort áframhaldandi starf-
semi yrði á Egilsá, en í
síðustu viku varð ljóst að
skólaheimilið verður starf-
rækt áfram næsta vetur.
'j. , «
- X. V.
X *
\ ■ *
„Sæskrímsli” í Laxárdal
Eins og margir hafa veitt eftirtekt, getur náttúra
landsins tekið á sig hinar ýmsu kynjamyndir, og er
tilvalið fyrir fólk á ferð um landið í sumarleyfinu að
gefa þessu gaum. Sumar þessara mynda úr
náttúrunni hafa tengst þjóðsögunum. Ekki höfum
við samt frétt að þjóðsagan segi frá skrímsli eða
kynjaveru er komið haft á land á Skaganum og haldið
fram Laxárdal. Hinsvegar gæti steinn einn mikill
handan ár skammt frá Illugastöðum, þarsem Lúðvík
Kemp bjó eins og frægt er orðið, stutt þessa kenningu.
Steinninn er skemmtilega líkur því að þarna hafi
eitthvert „kattarskrímsli” steinrunnið. Þá væntan-
lega fyrir tíð Kemps, en annars hefði þetta mikla
kraftaskáld þá væntanlega magnað skáldaseið
mikinn og ekki vandað þessum óvenjulega gesti
kveðjurnar, á þann hátt sem honum einum var lagið.
Blönduós:
íþróttahúsið í notkun í haust
í haust verður íþróttahúsið á
Hlönduósi tekið í notkun, þó
ekki til íþróttakennslu, heldur
verður kennslurými í húsinu
tilhúið til nýtingar. Kemur
það sér mjög vel þar sem
þrengsli í húsi grunnskólans
hafa verið mjög til baga í
nokkur ár. Hægt verður að
kenna þrem hckkjum i opnu
kennslurými í íþróttahúsinu.
Kennsluhúsnæðið ásamt
anddyri og snyrtingum á að
verða tilbúið 10. ágúst nk.
Ekki verður frekar unnið í
íþróttahúsinu í ár, en nýr
meirihluti bæjarstjómar hefur
talað um að ljúka byggingu
íþróttahússins á næstu tveim
arum.
Þrátt fyrir að engin
kynding sé í íþróttasalnum
og hann óeinangraður, æfðu
knattspyrnumenn Hvatar þar
síðasta vetur á vélpússuðu
gólfinu, enda máluðu þeir
það í sjálfboðavinnu.
Sjá má í fundargerð
byggingarnefndar íþróttahúss
að fulltrúar nefnarinnar hafa
brugðið á leik undir lok
fundarins, en þar stendur
neðanmáls: Eftir er að leggja
hornstein að byggingunni og
þarf því verki að verða lokið
áður en hún verður tekin í
notkun á komandi hausti.
Bílaviðgerðir - Hjólbarðaverkstæði
Réttingar - Sprautun
e
hlbtrtslmli
SÆMUNDARGÖTU - SlMI 35141
Almenn rafverkatakaþjónusta
Frysti- og kæliþjónusta
Bfla- og skiparafmagn
—KjeH?il! NjDI—
Aöalgötu 26 Sauðárkróki
Sími: 95-35519
Bílasími: 985-31419
Fax: 95-36019