Feykir


Feykir - 05.12.1990, Page 1

Feykir - 05.12.1990, Page 1
rafsjá Sérverslun með raftæki Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Skagaströnd: Fjórar hús- mæður opna saumastofu Þessa dagana eru fjórar húsmæður á Skagaströnd að hefja starfrækslu saumastofu á staðnum, sem hlotið liefur nafnið Saumasmiðjan. Þær stöllur hyggjast aðallega byggja starfsemina á þjónustu í saumaskap hverskonar fyrir heimili og fyrirtæki. Fram- leiðsla á lager verður í smáum stíl, ef einhver verður. ,,Það verður nóg að gera og full vinna hjá okkur fram að jólum, og síðan vonumst við til að hafa næg verkefni fyrir okkur hálfan daginn”, sagði Fjóla Jónsdóttir for- svarsmaður Saumasmiðjunnar. Hún er til húsa á kaupíelags- loftinu í Höfðaútibúi, ásama stað og saumastofan Víóla var. Það er réttum þrem árum eftir að Víólu var lokað að ný saumastofa hefur starfsemi á Skagaströnd. Saumasmiðjan er þó annars eðils en Víóla, sem byggði starfsemi sína á ullarprjóns- vörum. Hraðfrystihúsið Hofsósi: Fiskiðjan rekur húsið fram að skiptafundi Ásgeir Björnsson bústjóri þrotabús Hraðfrystihússins á Hofsósi hefur samið við Fiskiðjuna að hún haldi rekstri frystihússins áfram að fyrsta skiptafundi, sem er áformaður 5. mars nk. Leigugjald verður með sama hætti og verið hefur. Leigugjaldið er 4% af framleiðsluverðmætum. Þrátt fyrir að svo sé komið fyrir frystihúsinu sem raun ber, var 17 milljóna hagnaður á rekstri þess fyrstu átta mánuði ársins. Það er að segja fyrir fjármagnskostnað, en það er einmitt erfið skuldastaða frystihússins sem hefur sligað reksturinn undan- farin misseri. Jón Hjartarson skólameistari í fvrstu útsendingu Rásar Fás, ásamt Tjörva Jónssyni dagskrárgerðarmanni og Einari Einarssyni útvarpsstjóra. Ljósakrossinn er kominn á sinn stað á Nöfunum og mun senda birtu sína út yfir bæinn alveg fram á þrettándann að venju. Hér er Páll Oskarsson hjá rafveitunni að prófa Ijósabúnaðinn þegar krossinn var settur upp fyrir síðustu helgi. Rás Fás í loftið Hvammstangi: Ketkrókur á stúfana Sláturhús Ferskra afurða og Vöruhús Hvammstanga hafa í samciningu komið á fót lítilli kjötvinnslu, sem hlotið hefur nafnið Kjötkrókur. Þarverður jólahangikjötið hanterað ásamt flestum þeim kjötvörum sem sjálfsagðar þykja í kjötborð verslana í dag. Að sögn Gísla Einarssonar framkvæmdastjóra Vöruhúss- ins þótti sjálfsagt að koma þessari starfsemi á, þar sem megnið af vélakostinum var til staðar. Fyrst og fremst kemur þetta til með að drýja atvinnu starfsfólks slátur- hússin til að byrja með, en vonast er eftir því að aukinn markaður náist. í byrjun sér Kjötkrókur kjötborði Vöru- hússins fyrir vörum. Lengi hefur hópur innan nemendafélags Fjölbrauta- skólans alið með sér þann drauni að starfrækja útvarps- stöð. Þessi draumur varð að veruleika sl. fimmtudagskvöld, en þá var fyrsta útsending Rásar Fás. Fyrsta lagið undir nálina hjá Fásurum var Skagafjörður í flutningi Karla- kórsins Heimis. Einar Einarsson útvarp- stjóri opnaði stöðina form- lega, og síðan flutti Jón Hjartarson skólameistari stutt ávarp. Vegna prófanna nemenda verður lítið um útsendingar í desember, en meiningin er að þegar útsendingar stöðvarinnar verða komnar á fullt eftir áramótin, verði sent út tvö-þrjú kvöld í viku. A öðrum tímum verður efni Bylgjunnar dreift í gegnum sendi Rásar Fás. Sendir stöðvarinnar var pantaður fyrirári, en seinkun varð á afhendingu hans, einnig er hann stærri en sá sem pantaður var, 63 í stað 50 vatta. Nemendafélagið fékk góða aðstoð skólans við kaupin. Það er greinilegt að útvarpshópurinn hefur fullan metnað á að gera dagskrána sem metnaðarfyllsta. Fyrsta útsendingarkvöldið voru kenn- ararnir teknirá beiniðog þeir spurðir ýmissa spurninga. Bílaviðgerðir - Hjólbarðaverkstæði Réttingar - Sprautun & MlmM BH^I SÆMUNDARGÖTU - SÍMI 35141 Almenn rafverkatakaþjónusta Frysti- og kæliþjónusta Bíla- og skiparafmagn ---ITTpMOiII UDI------- Sími: 95-35519 Bílasími: 985-31419 Aðalgötu 26 Sauðárkróki_Fax: 95-36019__

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.