Feykir


Feykir - 05.12.1990, Blaðsíða 7

Feykir - 05.12.1990, Blaðsíða 7
43/1990 FEYKIR 7 Að líta sér nær Svo ég líti mér nær. Hvaða landfræðileg rök eru fyrir því að Skarðshreppur í Skagafirði. sem umlykur Sauðttrkrók á alla vegu. nema til sjávarins, vill ekki undir neinum kringumstæðum sameiningu við Sauðárkrók, og kemur þar með í veg fyrir eðlilega og sjálfsagða þróun þéttbýlis á Sauðárkróki. Landmikið 120 manna sveitarlélag getur af engu séð til landlítils sveitarfélags eins og Sauðárkróks með 2500 íbúa, þó allt séu þetta bræður og systur. synir og dætur, afar og ömmur. Sameining sveitarfélaga hefur átt sér stað með frjálsri og óbundinni aðferð. sem verið hefur í orði kveðnu síðan á sjöunda áratugnum. Svo dæmi séu tekin: Vestur viðDjúp: Hnífsdalur og ísafjörður, við Breiðafjörð, þar sem sameinað var þegar fólkið var flutt burtu. Við austanverðan Skagafjörð, þar sem gjaldþrot sveitarfélags leiddi til sameiningar við Hofs- og Fellshrepps, en sá síðast taldi kominn niður fyrir lágmarks íbúafjölda og hefði því sjálfkrafasameinast Hofshreppi. I Eyjafirði er að eiga sér stað sameining, þar sem landfræðilegar forsendur eru dæmigerðar til sameiningar. Mér sýnist að með frjálsu hægaga ngsaðlérði nn i, mu ni taka 1 - I 1/2 öld að breyta sveitarfélögunum í það sem eðlilegt geturtalist. Eðlilegur samruni sveitarfélaga er um margt hyrningarsteinn og forsenda til nýrrar samein- ingar sóknar utan Stór- Reykjavíkur. En hvað veldur tregðunni til sameiningar? Alþingi, sjálft löggjafarvaldið er afar hikandi og fálmkennt. Því bera vitni nýju sveitarstjómar- lögin. Samtök sveitarfélaga eru afar gagnslítil og virka fremur letjandi en hvetjandi. Sveitarstjómarmenn eru hik- andi og óákveðnir. Almenn- ingur er sinnulaus. Ofögur lýsing. Það skortir sem sé alla reisn um grundvallaratriði íslenskra sveitarstjórnarmála. Nýtt atvinnu- og menningarsvæði Á Alþingi er enginn maður með mönnum nema hann boði jarðgangagerð, fyrir nokkur þúsund ntilljónir króna. Allt er það viturlegt bæði fyrir austan og vestan. jafnvel ný göng til Siglu- Ijarðar. Jarðgöng undir Hval- fjörð geta hins vegar beðið, bæði of dýr og hafa það að meginmarkmiðum að auka miðstýringu til Reykjavíkur og splundra byggðum norðan við sig. í rúnt 20 ár hefur verið barist fyrir styttingu vega milli byggðakjarna á Norðvesturlandi, og á brattann að sækja. Alþingismenn kjördæntis- ins hafa gengið þvert á vilja sveitarstjómarmanna um þessi mál. Áherslan hefur verið á hringveginn, sent liggur fjarri byggðakjörnunum, aðeinunt undanskildum. Með lagningu vegar um Þverárfjall munu leiðir styttast um 50-55 km milli Skagastrandar og Sauðár- króks. En leiðin um Vatns- skarð er um 100 km. Milli Blönduóss og Sauðárkróks gætu orðið um 42 km, jafnvel styttra. Kostnaðurinn við þessar vegabætur er kannski um 1-2% af draumaverkunum í jarðgangagerð. Þessi þrjú nefndu þéttbýli gætu við breyttar aðstæður skapað nýtt atvinnu- og menningarsvæði. Á annað hundrað einstaklingar koma árlega á vinnumarkaðinn á þessu svæði, en hlutskipti rnargra hefur verið að flytja burtu atvinnunnar vegna. Á þeirri vatnsorku, sem er til staðar í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu, er hægt að byggja upp öflugt atvinnulíf, t.d stóriðju. Landkostir eru margfalt betri en t.d. í Eyjafirði og fyrir austan. Markvisst hefur hinsvegar verið komið í veg fyrir alvöruumræðu um staðsetningu orkufreks iðnaðar á Norðurlandi vestra, m.a. með þeim rökum að hafís teppti siglingu meira og minna fyrir norðan land. 1 Þetta er auðvitað bábilja, því allt að 40-50 ár geta liðið milli þess að einhver smátöf verði við siglingar fyrir Norðurlandi vegna Lss. Kostir eins og 30-50 km frá virkjun að iðjuveri eru ekki nefndir. En hvernigfæri fyriríslenskri þjóð ef útkjálki Reykjanéss ytði meira og minna eldvirkur? BÆNDUR! Smíöum rúllubaggagrindur sérhannaöar fyrir stórgripi og einnig sérhannaöar grindur fyrir sauöfé til aö gefa úti. Þœr grindur taka tvo bagga . MJÖG HAGSTÆTT > VÉLAVERKSTÆÐl K.S. SÍMI35200, 36010 ALLT VANDAÐAR VÖRUR • SAMTÖK SÉRVERSLANA Á SAUÐÁRKRÓKI Nytsamar gjafavörur! Komdu í Fersku Þaö hressir bætir og kætir 1 Mondial heilsuarmbondin Tesett Reykelsi Gotterí $&&&? Ilmkrúsir með furuilm Hnetur Snyrtivörur Rautt Eöal Ginseng n Teog tebaukar Sítrónusaftkúr Aðalgötu 9 Ferska NO SEM FYRR!! Jólakonfektiö á tilboösveröi Úrvaíiö hefur aidrei veriö meira Veriö velkomin ABÆB Matvörur og ávextir í miklu úrvali BÖKUNARVÖRUR OG GOS Á TILBOÐI Muniö heimsendingaþjónustuna Lítiö inn - viö erum ávallt í leiöinni Matvörubúbin hf. Aöalgötu 8 Sími 35303 'lMfi FRÁBÆRT VÖRUÚRVAL Gjajír fyrir dömur og herra á öllum aldri Vanti þigfaUega og vandaö gjöfá góöu veröi átt þú erindi i apótekiö p-u-. Sauðárkróks Apótek ME___1—— n y\ NÚ FER ENGINN ÍJÓLAKÖTTINN OPNUNARTÍMI VERSLANA Á SAUÐÁRKRÓKI1DESEMBER 1 JÓLAFÖTIN OGJÓLAGJÖFINA Laugardagurinn Laugardagurinn 8. des. kl. 10-16 .15. des. kl. 10-18 FÆRÐUHJÁ OKKUR Fimmtudagurinn Föstudagurinn 20. des. kl. 9 - 22 21.des. kl. 9-19 Laugardagurinn 22. des. kl. 10-23 UTJ Mánudagurinn 24. des. kl. 9-12 ASalgötu 4 sími 35965 X SAMTÖK SÉRVERSLANA Á SAUÐÁRKRÓKI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.