Feykir


Feykir - 05.12.1990, Side 5

Feykir - 05.12.1990, Side 5
43/1990 FEYKIR 5 Plastkubbahús í steinullarbæ og velja rekstur sem ekki hefur í för með sér mikinn stofnkostnað þannig að áhætt- unni hefur verið haldið í lúgmarki”. Telurðu að ÁTVH hafi skilað þeim árangri sem að var stefnt? ,,Eg vona að verkefnið hafi ekki brugðist vonurn manna. Það er líka staðreynd að atvinnuástand á svæðinu hefur batnað rnjög mikið þó ekki sé hægt að meta að hve miklu leyti það er ÁTVH að þakka. En burtséð frá þeirn árangri sem náðst hefur með tilkomu nýrra atvinnutæki- færa þá tel ég mikilvægast þá hugarfarsbreytingu sem átt hefur sér stað og nú virðist bjartsýni almennt ríkjandi”. Hverja telurðu ástæðuna fyrir því að ÁTVH virðist hafa heppnast betur en santbærileg verkefni víðast hvar annarstaðar. ,,Eg hygg að þar skipti mestu máli að hér hefurekki verið einblínt á einhverjar stórar og kostnaðarsamar lausnir heldur hefur verið leitað eftir smáu þáttunum og ég tel aðalatriðið fyrir smærri byggðarlög að hugsa stórt en byrja smátt í þessu sambandi. Einnig hefur það hjálpað okkur að þekking á aðstæðum var fyrir hendi. Eg tel það mikilvægast að hugmyndirnar fæðist heima í héraði og þeirn sé fylgt eftir af heimamönnum. Mér finnst fólk þurfa að horfa fram á veginn með trú á sjálft sig og sitt umhverfi en nýta þær hugmyndir sem fyrir hendi eru. Þannig getur það tryggt aukna hagsæld fyrir sig og sitt byggðarlag”. ,,Við íslendingar værum sjálf- sagt ekki komnir út úr torfkofunum ennþá, ef enginn þyrði að bregða út af þessum hefðbundna byggingarmáta. Annars má segja að þessi byggingaraðferð sé afturhvarf til fortíðar að því leyti, að þetta byggist á nokkurs konar „legósystemi””, sagði Helgi Þorleifsson, sem er að byggja svolítið óvenjulegt hús að Hólatúni 5 í Túnahverfinu. Veggir hússins eru byggðir úr plastkubbum, sent hafa í sér holrúm sem fyllt er af steypu ásamt járnbendingu. Eitt svona hús hefur verið byggt á Akureyri og nokkur í Reykjavík. Það þykir eflaust tíðindum sæta að plastkubbahús séu byggð í steinullarbænum Sauðárkróki. Helgi sagðist í raun ekkert hafa reiknað það út til fullnustu hvort að þetta væri ódýrari aðferð, en steypa hús á hefðbundinn hátt eða byggja út timbri. „Ef ég hefði farið út í svoleiðis útreikninga þá hefði manni sjálfsagt fallist hendur og ekki farið út í að byggja. En ég er búinn að fylgjast vel með alveg síðan fyrsta plastkubbahúsið var byggt hér á landi. Þessi aðferð heillaði mig að því leyti, að hún felur í sér lausn á þeim vanda sem menn hafa ætíð glímt við hér á landi. Það er að einangrunin er heil í gegnurn vegginn, það myndast hvergi kuldabrú. Nú ég býst við að þetta sé fljótvirkari aðferð en margar aðrar, bæði uppsláttur og frásláttur sparast. Við vorum um klukkutíma með fermeterinn. og þó óvanir. Svo eru kubbarnir svo léttir og þægilegir að það getur nánast öll fjölskyldan tekið þátt í þessu”, sagði Helgi. Að sögn Helga kostar fermeterinn í kubbunum, sem eru 120 sm á lengd og 20 á breidd, 3500 krónur. Þeir eru harðpressaðir og rýrna því ekki. Hægt er hvort heldur að múra á þá, eða líma klæðningar, bæði úti og inni. Helgi ætlar að múra húsið utan með akrílmúrhúð, og klæða það innan með viðarklæðningum, nema á þeim stöðum sem vatn mæðir á, svo sem í þvottahúsi og baðherbergi. Þar verður múrhúðað. Ný þjónusta á Króknum Bryddað liefur verið upp á nýrri þjónustu á Sauðárkróki, gluggaþvotti. Sveinn Finnur Sveinsson gluggaþvottamaður segir þessari þjónustu hafa verið vel tekið. Nú þegar hefur hann atvinnu af því á annan dag í viku hverri að þvo glugga verslana og þjónustufyrirtækja í bænum. „Eg ætla kanna hvort einstaklingar hafa ekki hug á þessari þjónustu, og eins með fyrirtæki hér á þéttbýlisstöð- um í nágrenninu. Eg er að byrja að þvo gluggana á sjúkrahúsinu, svo þetta er að smá vinda upp á sig. Ef ég fæ eitthvað af stærri byggingum í viðbót, kann svo að fara að ég fái mér lyftubúnað. Annars erofsnemmtaðsegja til um hvernig þetta þróast”, sagði Sveinn, sent er nokkuð bjartsýnn á framtíð glugga- hreingerningaþjónustu á Króknum. Sveinn Finnur að hreinsa rúður gamla bæjarþingsalsins, þar sem Sást og Feykireru til húsa. Helgi við plastkubbahúsið að Hólatúni 5. Frumvarp um einelti Eftir að þing kemur saman liður vart sú vika, að ritstjórn Feykis berist ekki þvkkt brúnt umslag fullt af gögnum um störf hins háa Alþingis, þingsályktunartillögur, fyrirspurnir o. s. frv. Yfirleitt er fátt eitt að finna er heinlínis snýr að Norðurlandi vestra og átt gæti erindi i Feyki. Leið pappírsflóðs- ins liggur þvi yfirleitt í ruslakörfuna, þó flest málanna séu góðra gjalda verð á landsvísu. Þegar blaðamaður var svo að yfirfara síðustu sendingu úr þinginu, kom upp úr umslaginu mál sem einmitt hafði vakið athygli hans við sama tækifæri á siðustu þingtið. Það er tillaga til þingsályktunar um átak gegn einelti, sem sex þingmenn Kvcnnalistans flytja; Anna O. Björnsson, Danfríður Skarphéðins- dóttir, Guðrún J. Halldórsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Málmfríður Sigurðardóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Það er orðið æði oft sem maður heyrir um ofbeldi í hópi unglinga. Og hver man ekki eftir því úrskóla, að einn eða fleiri úr hópnum væri lagður í einelti. Þolendurnir voru þá gjarnan uppnefndir, oft vegna útlits, heimilis- og fjölskylduaðstæðna, yfirleitt hluta sem viðkomandi réð ekkert við. -En krakkar eru nú svo miskunarlaus, og oft á tíðum ersúskýringlátin duga og lítið aðhafst til að koma í veg fyrir eineltið. Vítahringurinn rofinn Kvennalistakonur fara ekki algjörlega ótroðnar slóðir i llutningi sínum á tillögunni. 1 Noregi og Japan hefur nefnilega verið gert sérstakt átak gegn einelti og árangur orðið mjög góður. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a.. að menn séu nú að vakna upp við vondan draum og gera sér grein fyrir hvert ástand þessara mála sé hér á landi. Flestir virðist sammála um að grípa verði til aðgerða gegn einelti nú þegar. Nokkur þekking er fyrir hendi þó hennar hafi ekki verið aflað skipulega. Hér á landi er það tilviljunurr háð hvort börn og unglingar. sem verða fyrir einelti, fái aðstoé nógu snemma til að auðvelt séað liðsinna þeim. Ef tekið er i taumana fljótt er hægt að rjúfa vitahring sem annars kann að skapast. Margir þeirra unglinga sem leiðst hafa út í ofneyslu áfengis og annarra vimuefna. hafa orðið fyrir einelti þegar þeir voru yngri. Ómæld þjáning Skipuleg fræðsla fyrir foreldra- félög. starfsfólk skóla og dagvistarstofnana um einkenni eineltis er ekki fyrir hendi nú. Kennarar og fóstrur eru þó i góðri aðstöðu til að finna fórnarlömbin ef þau þekkja einkennin. Ymsar ytri aðstæður, svo sem hönnun skólaióða og gæsla í frímínútum, geta skipt sköpum um hvort börnum og unglingum sé búið öryggi í frímínútum eða þar séu aðstæður sem ýta undir einelti. Á sama hátt verður einnig að líta á staði þar sem börn safnast saman i stórum hópum. Ætla má að hægt sé að gera einfaldar úrbætur og bæta gæslu án mikils tilkostnaðar. Auk þess að spara ómælda þjáningu gæti slík fjárfesting leitt til sparnaðar í allra þágu. segir í greinargerðinni.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.