Feykir


Feykir - 05.12.1990, Blaðsíða 6

Feykir - 05.12.1990, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 43/1990 Um daginn og veginn Kaflar úr útvarpserindi Harðar Ingimarssonar Skín við sólu Skagafjörður. Sú lýsing á vcl við liðið sumar, sem byrjaði daginn eftir mikið norðan áhlaup seinni partinn í apríl með grenjandi stórhríð sem verst var í 3-4 stundir og skyldi eftir sig feiknalega fönn. Eitt þessara veðra ar sem fólk man vart annað eins. Daginn eftir þessi ósköp kom vorið, hlákan var mild svo hvergi urðu flóðaskemmdir. Sumarið var heitt, gróður- sælt og berjasprettan sú mesta í 40 ár. Já, það nutu margir dásemda lífsins og landsins gæða í Skagafirði á liðnu sumri, en nú sefur blessaður gróandinn undir mjallahvítri slæðu og bíður næsta vors. Frelsisdraumar Nú eru liðin 40 ár síðan Þórbergur Þórðarson fór á heimsþing friðarins, í mó- rauðu ullarsokkunum hennar Margrétar sinnar. Það átti að halda þingið í Bretlandi. Svo varð þó ekki, því gamalkunn bresk íhaldsemi bar skyn- semina ofurliði og helmingur fulltrúanna fékk ekki til Bretlands að koma, og var þá brugðið á það ráð að halda þingið í Póllandi. Eg sé í anda félagana, Jónas Arnason á Kópa- Reykjum og Þórberg frá Hala í Suðursveit. sem fulltrúa íslensku þjóðarinnar, með sjálfa þjóðarsálina í hjartanu. Jónas hafði reyndar það heiðurshlutverk að útvega Þorbergi kopp á hverju kvöldi, svo hann losnaði við óþarfa næturrölt um hótelin og andvökur sem fylgdu slíkum næturferðum fyrir mann á hans aldri. Þetta voru engin fimm stjörnu hótel sem þeir félagar hafa gist, enda baráttan fyrir friði torsóttari fyrir 40 árum heldur en síðustu árin. Það hefur sumsé verið hlutskipti Póllands að vera sífellt miðpunktur heimssögulegra viðburða á þessari öld. Síðasta dæmið er barátta Samstöðu, sem er lykillinn að þeim frelsisstraumum, sem um Austur-Evrópu fara. Þjóðirnar krefjast frelsis og sjálfsákyörðunar, afnáms mið- stýringar Sovétanna, sem sagt fullkomins sjálfstæðis, byggt á lýðræðisgrunni. Að afmá smáþjóð Á þeim sömu dögum, og Austur-Evrópa sér bjarmann af frelsinu, stendur yfir alvörutilraun. að upphefja landamæri og sameina þjóðir, hversu ólíkar sem þær annars eru, og búa til nokkurs konar Sovét, þar sem hugsjónin alræði öreiganna víkur fyrir alræði peninganna og fá- mennisvaldi. Efnahagsbandalag Evrópu er mesta miðstýringaratilraun veraldarsögunnar, að frátöld- um kommúnismanum. Alvar- leg tilraun til að afmá smáþjóðir. Hótanir um við- skiptaþvinganir, ef ekki verði gengist undir vald hins nýja stórríkis, hins nýja þriðja ríkis Evrópu. Á Islandi yrði vart meira en fylkisþing og fylkisstjóri, sem lyti valdinu í Brussel eða Beint inn í nýja fullfrá- gengna íbúð Vart hefur sú vika liðið undanfarið að íbúðum hafi ekki verið úthlutað til nýrra hamingjusamra íbúðareigenda á Króknum. Sl. föstudag voru afhentar fjórar íbúðir, tvær í kaupleiguibúðakerfinu og tvær í verkamannabústaðakerfinu. Kaupleiguíbúðirnar eru á Freyjugötu 30, 3ja herbergja og um 100 fermetrar að stærð, í tvílyftu húsi. Byggingar- verktaki er Friðrik Jónsson sf. Verkamannabústaðimir eru í Kvistahlíð. Byggingarfélagið Hlynur hefur á undanförn- um vikum afhent þaró íbúðir frá nr. 9-19. Á föstudag voru afhentar tvær síðustu íbúð- irnar, nr. 17 og 19. Þetta eru tveggja og þriggja herbergja íbúðir, 70 og 90 fermetrar í raðhúsum. Bæði á Freyjugötunni og í Kvistahlíðinni eru íbúðirnar í ódýrara lagi miðað við fullfrágengna eign. Sökunt þess að tilboð verktakanna voru nokkuð undir kostnaðar- áætlun, sérstaklega Hlyns- húsin, sem voru 19% undir áætlun. Baldur Sigurðsson og Margrét Pétursdóttir voru mætt til að taka við lyklum íbúðar sinnar að Freyjugötu 30, en Sverrir Kjartansson skipstjóri sem fékk hina íbúðina var úti á sjó. Til vinstri á myndinni er Friðrik Jónsson hyggingarmeistari og Jón Karlsson formaður húsnæðisnefndar til hægri. Þau fengu íhúðirnar í Kvistahlíðinni afhentar: Baldur Baldursson og María Haraldsdóttir númer 17, og Þórhildur Ingadóttir númer 19. Róm. íslendingar fengju kannski að annast lóðaúthlut- anir og sorphirðu, eða þau mál sem sveitarstjómir annast nú. Efnahagsbandalagið er í krafti peninga og þrýstings um viðskiptahömlur að brjóta niður landamæri, þrýsta sér að auðlindum minni ríkja svo sem að fiskimiðum Islendinga. Gömul menningarsamfélög eins og Island eru í stórhættu. Efnahagsbandalagið er að koma á fót nokkurs konar Bandaríkjum Evrópu, með sameiginlegri mynt, einni þjóðtungu, utanríkis- pólitík með Evrópuher, sem tæplega verða friðarsveitir um aldur og ævi. Napóleon átti sína drauma. Hitler dreymdi um þriðja rík ið og efnd i til heimssty ijaldar þegar hann ætlaði að sam- eina Evrópu í þriðja ríkinu. Rómarsáttmálinn er sagður hornsteinn friðarog kærleika í Evrópu, en er þetta ekki að snúast upp í nokkurskonar Rómverjaríki, miðstýrt vald með páfann í Róm, yfirguð- legt vald, sem aðeins sárafáir útvaldir geta nálgast. Framtíðarsýnin minnir um margt á það, þegar íslenskir höfðingjar á miðöldum fóru til Rómar að fá syndaaflausn hjá páfa. Þærferðirvoru ekki til fjár. Þær voru hámark niðurlægingar íslensks sam- félags. Það er eitt að eiga frjáls viðskipti og samstarf milli þjóða, annað að stofna til stórríkis með öllum sínum ógnunum, sem því fylgja, jafnt inn á við sem út á við. Sameining sveitarfélaga Ég vík nú nokkuð að sveitarstjórnarmálum. Sam- eining sveitarfélaga hefur verið mér hjartans mál í bráðum tvo áratugi. Skoðana- munur hefur verið mikill á því, hvernig að sameiningu skyldi staðið, ef hún á annað borð ætti sér þá stað. Ég hef verið þeirrarskoðunarað sett skyldu Iög á Alþingi, sem hefðu í sér fólgna aðlögun til sameiningar sveitarfélaga á 10 - 15 árum. Það gæfi sveitarstjómum hæfdegt svig- rúm til aðlögunar að væntan- legri sameiningu. En hvers vegna sameiningu sveitarfélaga? Rökin eru fjölmörg, svo sem sameiginlegt skólahald, heilbrigðisþjónusta. sameigin- legt samgöngukerfí, þjónusta af vmsi tagi, og síðast en ekki síst sameiginlegt atvinnu- svæði. Semsagt sameiginlegt mannlíf af öllu tagi. Þessar hugmyndir setti ég fram á Fjórðungsþingi Norðlendinga árið 1980, sem haldið var á Akureyri, og oft síðan við ýmis tækifæri. Meginrökin byggðu þó fyrst og fremst á því að landfræðilegar ástæður skyldu ráða fremur en íbúafjöldi. Skoðum nokkur þekkt dæmi. Hvaða landfræðilegar ástæður gera Seltjarnarnes að sjálfstæðu sveitarfélagi? Hvaða þríhyminga- og trapisu- lögmál gera Kópavog að sjálfstæðu sveitarfélagi? Garða- bærinn, hvaða fyrirbæri er það? Merkilegt að Akranesið skuli ekki vera fríríki, nokkurs konar furstadæmi. Hafnarfjörður var sjálfstæður, en er nú syðsti hluti samhangandi Stór-Reykjavíkur. Öll nútímarök segja okkur að reka skuli eitt sveitarfélag frá Hafnarfirði í suðri og til Mosfellsbæjar í norðri. Hverfís- stjórnir eru hins vegar nauðsynlegar í slíku sveitar- félagi. Nú, hvað sameinar svæðið í eitt sveitarfélag? Ég nefni nokkur dæmi. Nauðsyn á árekstralausu skipulagi. Rekstur heilbrigðis- stofnana, samhæfðar vel skipulagðar almenningssam- göngur, rekstur hafna, hita- veitu, dreifing raforku, sam- eiginleg leikhús, ópera, sinfoníu- hljómsveit, ruslahaugar og sameiginleg Kringla, sem allir gæða sér á. Þjálfara vantar! 4. deildarliöiö Þrymur auglýsir stööu knatt- spyrnuþjálfara lausa til umsóknar fyrir sumariö 1991. Umsóknum skal skilað til Páls Friðrikssonar Hólavegi 4, 550 Sauðárkróki fyrir 30. des. nk. Nánari upplýsingar á sama staö í síma 35219.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.