Feykir


Feykir - 05.12.1990, Side 8

Feykir - 05.12.1990, Side 8
8 FEYKIR 43/1990 Dulskyggni Einars á Mælifelli Einar á Mælif'elli í Skaga- firði, faðir Guðmundar, föður dr. Valtýs háskóla- kennara í Kaupmannahöfn. var álitinn dulsýnn maður og einkennilegur af alþýðu. Verða hér færð tvö dæmi því til sönnunar. I Eitt skipti var Einar ríðandi á ferð um Efúnavatns- sýslu, ásamt öðrum mönnum, og tjölduðu þeir í nánd við túnið á bæ einum að kvöldi til. Morguninn eftir er Einar var nývaknaður í tjaldinu, var tjaldskörinni lyft upp af stúlku sem ávarpaði Einar á þessa leið. Hirtu betur hrossin þreytt, heimskur ferða-dausinn. Þá svarar Einar samstundis: Einhvcrn tíma öxin beitt af þér sníður hausinn. Ekki er getið um að þeim hafi fleira á nrilli farið. En stúlka þessi var Agnes Magnúsdóttir, sú er síðan vann að morði Natans Ketilssonar og hálshöggvin var með Friðriki Sigurðssyni í Vatnsdalshólum í Húna- vatnssýslu 12. febrúar 1830. II Það var vor eitt, að grasafólk, sem legið hafði við fjallagrös fram á heiðum. seytján að tölu, fór niður Mælifellsdal vestan Vatna á heimleið. Fremstur var ung- lingspiltur Sigfús Gíslason, sá er sögu þessa sagði mér, og flutti með fyrstu vesturförum til Vesturheims og lést yfir nírætt í íslensku byggðinni við Brownpósthús í Mani- toba, nú fyrir nokkrum árum. Niðri í Mælifellsdalnum mætir Sigfús Einari, sem er þar á gangi við Iambær, með prik sitt í hendi, gamall og haltur. Ávarpar hann Sigfús og segir: „Þú ert ekki einsamall drengur minn. Þér fylgja þrjár dauðs manns fylgjur”. Þrem vikum seinna gekk þung kvefpesti, sem kölluð var landfarsótt, og úr þeirri veiki dó þrennt af því fólki, sem var með honum á grasafjallinu og í þessari lest. Sögur og sagnir Tindastóll á toppnum í körfunni í jólafríið eftir tvo góða sigra í Úrvalsdeildinni Um 200 áhangendur Tinda- stóls fylgdu liðu sínu til viðureignarinnar gegn Þór, sem fram fór í troðfullri íþróttahöllinni á Akureyri sl. sunnudagskvöld. Fyrirfram var húist við að Þórsarar yrðu Stólunum erfiður þröskuldur yfir að stíga, en voru það í raun ekki. Þó leikurinn hafi lengstum verið nokkuð jafn, var nokkuð Ijóst allan tímann að styrkur gestanna var meiri. Þegar Islandsmótiðer hálfnað trónir Tindastóll í efsta sæti með 22 stig, og miklar líkur á að liðið koniist í úrslitakeppn- ina í vor. Stólarnir voru meðtvö stig yfir í leikhléi, 42:40. Þeir skoruðu síðan mun meira í seinni hálfleiknum og stungu Þórsarana af á lokamínút- unum, eftir að munurinn hafi lengstum verið um fimm stig. Lokatölur 100:89. Ivan Jonas var gífurlega atkvæðamikill í Tindastóls- liðinu, skoraði 33 stig og er hann nú stigahæsti maður Urvalsdeildarinnar. Einar Einarsson átti einnig góðan leik og skoraði hann 19 stig. Pétur Guðmundsson var geysisterkur eins og í leikn- um gegn Keflavík, hirti fjölda frákasta og skoraði 18 stig. Valur Ingimundar náði sér ekki reglulega á strik, en skoraði 14 stig. Haraldur Leifsson lék vel og Sverrir einnig. Þeir skoruðu hvorum sig átta stig. Sturla og Sedic skoruðu flest stig Þórsara 26. Tindatóll sigraði Keflvík- inga örugglega, þegar Suður- nesjamenn komu í heimsókn í síðust viku. Lokatölur urðu 109:96. Valur Ingimundar átti stórleik, skoraði um 40 $tig í leiknum. Hlé verðurnú gert á keppni í Urvalsdeild- inni fram að áramótum. Ókeypis smáar Til leigu Til leigu í gamla bænum forstofuherbergi með snyrt- ingu. Leigist til 15. júní. Upplýsingar í síma 35515 milli kl. 13 og 17. Til sölu Til sölu hvitt IKEA rúm 2ja ára gamalt, stærð 1.20x2 m. Náttborð getur fylgt með. Óska jafnframt eftir að kaupa notað sófasett fyrir lítið. Skipti koma til greina. Upp- lýsingar í síma 36648. Til leigu Til leigu í gamla bænum lítið skrifstofuherbergi. Upplýsingar í sima 35515 milli kl. 13 og 17. Tvær kvígur! Til sölu tvær fyrstakálfs kvígur sem eiga að bera í vetur. Gott verð. Upplýsingar í síma 36543. Til sölu Til sölu BBC tölva með litaskjá, ásamt nokkrum leikjum. Upplýsingar í síma 36583 á kvöldin. Til sölu Barby-hús ásamt mörgum fylgihlutum. Upplýsingar í síma 36501, Elín. Til sölu barnarimlarúm (ung- barnarúm), burðarúm, göngu- grind, taustóll. Upplýsingar í síma 95-11146. Til sölu hornsófi með furu- grind og borð í stíl. Upplýs- ingar í síma 35013. FRÁ INNHEIMTU SAUÐÁRKRÓKSBÆJAR FIMMTI OG SIÐASTI GJALDDAGI AÐSTÖÐUGJALDA 1990 OG ÚTSVARA UTAN STAÐGREIÐSLU TIL BÆJARSJÓÐS SAUÐÁRKRÓKS VAR 1. DESEMBER . SKORAÐ ER Á ÞÁ, SEM SKULDA ÁÐURNEFND GJÖLD SVO OG ÖNNUR GJÖLD TIL BÆJARSJÓÐS AÐ GREIÐA ÞAU NÚ ÞEGAR, SVO KOMIST VERÐI HJÁ FREKARI INNHEIMTUAÐGERÐUM INNHEIMTA SAUÐÁRKRÓKS Til sölu Til sölu Toyota Corolla ’88, ekin 16.000 km. Upplýsingarí síma 37360. Jarðtætari! Jarðtætari minni gerðóskast. Hringið í sima 96-23607 á kvöldin. Stúlknaflokkurinn stefnir á titilinn Stúlknaflokkur Tindastóls drðist ekkert vera á því að láta Islandsmeistaratitilinn af hendi. Liðið sigraði glæsilega í fyrsta fjölliðamótinu af þrem, sem haldið var syðra um helgina. Þótt stelpurnar væru komnar 14 stigum undir í lciknum við Keflavík, var ekkert verið að gefast upp. Það borgaði sig og sigur vannst 38:30. Stúlkurnar sigruðu með yfirburðum i hinum tveim leikjunum, Grindavík 60:18 og Hauka 74:6. Kristín Magnúsdóttir var lang at- kvæðamest Tindastólsstúlkna, skoraði 55 stig. Annars fengu allar 10 að spila og stóðu sig mjög vel. Unglingallokkur kvenna stóð sig líka mjög vel á fjölliðamóti í Borgarnesi um fyrri helgi, vann þrjá af fjórum leikjum, tapaði ein- ungis með tveim stigum fyrir Keflavík.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.