Feykir


Feykir - 20.02.1991, Qupperneq 3

Feykir - 20.02.1991, Qupperneq 3
7/1991 FEYKIR 3 Gunnar í Hrútatungu: Framkvæmd tillagnanna þýddi hrun I sveitum Cunnar Sæmundsson í Ilrúta- tuníiu formaður Búnaðar- sambands Vestur-Húnvetninga segir þær skerðingar sem skýrsla sjömanna nefndarinnar leggi til um framleiðslu sauðfjárafurða vegna kom- andi húvörusamninga mundu skapa hrun í dreifðari byggðum landsins. Þær gera ráð fyrir fækkun sauðfjár um 70 þúsund strax á næsta hausti. ..Þó að skerðingin verði ekki meiri en 20-30% af landsframleiðslunni. þá hafa bændur á scinni árum mátt þola það skertan framleiðslu- rétt, að þetta mundi ríða þeim mörgum að fullu. Það þarf að fara hægar í sakirnar og kanna allar leiðiráðuren gripið yrði til slíkra örþrifa- ráða”. Var haft eftir Gunnari í fréttatíma útvarps á sunnudagskvöldið. Hann segir skerðingaráformin það mikil. ;ið fjárleysi í Húnavatnssýslum báðum dygði ekki til. Ef menn ætluðu að fara slíka leið væri miklu frekar að ákveða að sauðfjárrækt færi Sigríður Guðvarðardóttir. Sigríður fyrst á þing Feykir óð aldeilis reyk og gerði sig sekan um fáfræði í stjómmálasögu í síðasta hlaði. Slegið var föstu að Helga Hannesdóttir væri fvrsta konan frá Sauðárkróki ersæti á hinu háa Alþingi íslendinga. Þetta er ekki rétt. Hið sanna er að Sigríður Guðvarðardóttir kont inn á þing fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á haustdögum 1974. Sat í hálfan mánuð á þingi í fjarveru Eyjólfs Konráðs jónssonar. Telst því Sigríður hafa verið fyrsta konan frá Sauðárkróki scm sat á þingi. alla vega í seinni tíð. Er beðist velvirðingar á þessum mis- töku m. Nafnvextir Samvinnubókarinnar eru nú 13.10% Ársávöxtun er því 13.53% HAGSTÆÐ ÁVÖXTUN í HEIMABYGGÐ INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA einungis fram í einstökum héruðum landsins. Ef tillögur sjömanna nefndar- innar verða að veruleika. verður því magni sem ekki næst með beinum samning- um, náð með beinni skerð- ingu á framleiðslukvóta hvers bónda. Forráðamenn bændasamtakanna rnargir hverjir hafa tekið ýmsu vel í skýrslu sjömenningana. T.d. að niðurgreiðslur renni bcint til bænda, og að eldri bændum og þeim sem vilja hætta framleiðslu, verði hjálpað til þess. 1 lundaeigendur samankomnir á Borgarsandi. Króksarar ganga með hundana Söfnuður mikill var saman- kominn niðri á Borgarsandi Landsbankinn gaf kirkjunni milljón í hófi í tilefni opnunar Landsbankans á Sauðárkróki á mánudag afhcnti Sverrir Herniannsson bankastjóri höfðinglega gjöf til Sauðár- krókskirkju, eina milljón króna. Jón Karlsson formaður safnaðarstjórnar færði hank- anum þakkir. Þegar bankinn opnaði á mánudagsmorgun var aðal- bankastjórinn Sverrir þar mættur með tvö málverk eftir skagfirska málara sem prýða nú veggi útibúsins, þá Jóhannes Geir Jónsson (Björnsson fyrrum skóla- stjóra) og Sigurð Sigurðsson (Guðmundssonar sýslumanns). Fjöldi fólks kom í útibúið í Ártorgi I (Skagfirðingabúð) opnunardaginn og þáði þar veitingar í boði bankans. Hóf var síðan á Hótel Mælifelli síðdegis og margt manna samankomið. sl. sunnudag. Flestallir hunda- eigendur bæjarins voru þar mættir með hunda sína og fóru i sameiginlega gönguferð innan frá Ernunni og niður að Vesturós Héraðsvatna. Óneitan- lega var þetta nýstárleg sjón á þessunt slóðum, en samt í það hæpnasta að segja að Furðu- strönd Jóns Ósmanns ferju- manns bæri nafn með rentu þcnnan sunnudag. Það voru nokkrir hunda- eigendur í bænum sem áttu hugmyndina að þessum fundi. Að sögn Jóninnu Hjartardóttur forsvarsmanns þeirra er meiningin að hittast aftur næsta sunnudag og síðan hálfsmánaðarlega úr því. Sagði Jóninna nauðsyn- legt fyrir hundaeigendur að standa saman og bera saman bækur sínar. Staðreyndin væri sú að margir ættu í erfiðleikum með hunda sína sem von væri. Mjög líklega yrði í vor haldið hér hlýðninámskeið. Búið væri að hafa samband við kennara og hann tilbúinn að koma norður. Það voru 18 hundar samankomnir á Borgarsandi á sunnudag, en samt voru talsvert margir hundaeigendui sem ekki mættu og til surnra náðist ekki. Hundeign hefur verið að aukast á Króknum síðustu áreins ogvíða annars staðar á landinu, ogspurning hvort að deilumál út al hundahaldi hafi ekkiorðiðtil að auglýsa upp sportið. SAMVINNUBOKIN

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.