Feykir


Feykir - 03.04.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 03.04.1991, Blaðsíða 3
12/1991 FEYKIR 3 Svanhildur Guðjónsdóttir situr ein og saumar fána o.fl.: „Um að gera að halda eins lengi áfram og mögulegt er” „I‘að kemur enginn til okkar sem eru orðin þetta fullorðin til að bjóða okkur vinnu. Það er þá vinna sem enginn vill og því er um að gera að halda áfram eins lengi og mögulegt cr", segir Svanhildur Guðjóns- dóttir, roskin húsmóðir á Hofsósi, sem hefur tekið saumastofuna þar á leigu, en Kaupfélag Skagfirðinga hætti starfrækslu hcnnar um síðustu áramót. Það verður því haldið áfram að sauma íslenska fánann á Hofsósi. Þorpiðvið austanverðan Skagafjörð er eini framleiðslustaður lians og annarra þjóðfána hér á landi, en innllutningur á fánum er talsverður. ,,Eg mun sauma vinnu- sloppa og fatnað fyrir hina ýmsu vinnustaði; mjólkur- samlög, sláturhús, verkstæði og ýmislegt lleira. Maður er að vona að gamlir viðskipta- vinir saumastofunnar haldi tryggð og nýir bætist við. Það væri gaman að geta útvegað einni til tveimur konum til viðbótar vinnu, eins og hefur verið síðustu misseri þegar verkefni safnast upp. Þá hefur heiniavarnarliðið, seni ég kalla, verið ræst, en það eru þær konur sem unnu á sumastofunni þegar starf- semin var sem blómlegust á árunum”, segir Svanhildur Guðjónsdóttir. Svanhildur situr drjúgum við saumavélina. Framkvæmdum við Faxatorgið lokið í sumar Það er eins gott af hafa gát á hrossum nú þegar vorið nálgast og fljót gerast straumhörð. Hér eru þeir Kárastaðamenn að leiða hrossin frá Miklavatni og Héraðsvötnum. Sælan að byrja Verður marserað milli húsa eins og þegar GÓ var upp á sitt besta Guttormur hér í miðið ásamt fögrum fljóðum, staddur í Blönduvirkjun. „Ég á margar minningar úr Sæluviku frá þeim tíma sem ég var gjaldkeri í framkvæmda- stjórn Bifrastar. Þá sá stjórnin alltaf um dansleikina í Sæluvikunni og stjórnarliðar skiptust á að selja inn. Sæluvikan hér áður fyrr var í raun og veru allt öðru vísi en hún er núna”, sagði Guttormur Oskarsson eitt sinn í samtali við blaðamann Feykis. Er vel við hæfi að birta hér eitt minningarbrot Guttorms, en Sæluvikan hefst einmitt um næstu helgi og stendur í eina viku. ,,Ég man eftir Sæluvikunni 1956. Þá var mjöggott veður, vorveður eiginlega og mikið mannhaf sem sótti Sæluna víðs vegar að. Þá var Sigurður frá Fosshóli feng- inn hingað til að stjórna gömlu dönsunum. Undir hans stjórn tók fólkið marsinn alveg utan frá hótel Mælifelli og suður í Bifröst. Áður en farið var að selja inn á dansleikinn náði biðröðin alveg lengst út á götu og við sáum okkar ráð vænst að fá lögregluna til aðstoðar svo að enginn træðist nú undir í atgangnum. Þá seldum við inn í Bifröst 900 miða og sjálfsagt hefur fólkið verið þó nokkru fleira. En samt kom aldrei neitt fyrir á þessum dansleikjum, þó að húsið væri svona yfirfullt”, sagði Guttormur Oskarsson. Faxatorgið mun taka nokkrum breytingum í sumar, þar sem meiningin er að Ijúka fram- kvæmdum við torgið, malbik- un og hellulögn. Það og malbikun Lindargötu eru helstu framkvæmdirnar í eldri bæjarhlutanum. Hinsvegar er endurgerð Kirkjutorgsins ekki á dagskrá í sumar. Innkeyrslu á Faxatorgið verður breytt á þann veg að framvegis verður aðeins ekið inn að sunnan. Innkeyrslunni að norðan verður lokað með áframhaldandi hellulagðri gangstétt í suður, en steyptir gangstátarbútar við bílastæðið verða fjarlægðir. Þá verður hellulögð gangstétt meðfram Safnahúsinu og hluti bíla- stæðisins sem ekki er bund- inn varanlegu slitlagi í dag malbikaður, en það er rúmlega helmingur þess. Endurgerð Kirkjutorgsins er ein þeirra framkvæmda sem ekki var hægt að ráðast í á þessu ári vegna peninga- leysis. Reyndar virðist sem enn sé ekki endanlega ákveðið hvað verði um Rússland, þó að síðasta bæjarstjórn hafi samþykkt að húsið yrði rifið. Raddir hafa heyrst í bæjarstjórninni að undanförnu, að vel komi til greina að húsið lai að halda sér. Rússland með viðbyggingu gæti orðið hið snotrasta hús. Umhverfi Faxa kemur til með að breytast í sumar. Malbikun tveggja gatna á Króknum næsta sumar: Stórkostlega umhverfisbætandi Varanlegt slitlag verður lagt á nokkrar götur á Sauðárkróki i sumar. Trúlega eru margir þeirrar skoðunar að lagfæring einkum tveggja þeirra sé stórt skref í bættu umhverfi í bænum. Þetta er gatan meðfram sjónum á Eyrinni og Borgarflötin, gatan niður í iðnaðarhverfið frá Hegrabraut að húsi vegagerðarinnar. Malbik verður lagt á götuna á Eyrinni austan Slátursamlags, Skjaldar og Sláturhúss kaupfélagsins. Á bæjarstjómarfundi á dögunum var sagt að með þessari framvæmd væri forráðamönn- um fyrirtækjanna gert kleyft að ganga frá lóðum þeirra á viðunandi hátt. En þetta svæði meðfram sjónum hefur fram til þessa litið út fyrir að vera útibú frá bíla- og brotajárnshaugum bæjarins. Við enda Borgarflatarinnar milli lóða Vöku og Borgar- innar hefur í leysingum og úrkomu viljað myndast gífurlegt fljót og er ósjaldan sem gerð hefur verið bráðabirgðalag- færing á hæð götunnar. Með klæðningunni sem lögð verður á Borgarflötina í sumar ætti þetta vandamál að vera úr sögunni. Þá verður einnig lögð klæðning á bútinn frá Borgarllöt niður á Strand- götuna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.