Feykir


Feykir - 17.07.1991, Blaðsíða 2

Feykir - 17.07.1991, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 27/1991 FEYKIR --®-- Óháö fréttablaö á Noröurlandi vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERO: 100 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. AlúÖarþakkir fyrir alla vinsemd mér sýnda í tilefni sjötugs afmœli míns. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Guðvarðardóttir + Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem veittu okkur stuðning og hjálp í veikindum og vegna andláts og útfarar sonar okkar og bróður Guðjóns Ragnars Kemp Geiri í fótspor Oddgeirs „Stikkprufa" af þvælingi hljómsveitarinnar í sjónvarpsþáttinn Fólkið í landinu Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar var í kastljósi kvikmvndavélanna þar sem hún lék fyrir dansi austur á landi um helgina. Samvers- menn á Akureyri ásamt Gesti Einari Jónassyni mættu á dúndurdansleik í troðfullri Valaskjálf. Atriði frá dans- leiknum ásamt fleiri tökum sem fram fara á næstunni á Króknum, munu þegar þar að kemur hirtast í þættinum Fólkið í landinu. ,,Það er víst meiningin hjá þeim að taka stikkprufu af þessum þvælingi okkar í hljómsveitinni”, sagði höfuð- paurinn Geirmundur í sam- tali við Feyki. Það er enginn lognmolla í smiðjunni hjá Geira frekar en vanalega. Um daginn brá þar meira að segja fyrir Eyjablæ og varð það til þess að þjóðhátíðarlag Eyjamanna að þessu sinni er eftir Geirmund. „Þetta kom til þannig að fonáðamenn þjóðhátíðannnar Ókeypis smáar TIL SÖLU Vel meö farið stelpnahjól til sölu. Upplýsingar hjá Steinu í síma 35775. hringdu í mig og sögðu að fyrst við lékjum fyrir dansi á þjóðhátíðinni væri best að ég yrði með í keppninni um þjóðhátíðarlagið. Eg sagði að það kæmi vel til greina, sérstaklega efþeirsendu mér nú texta. Þeir sögðu að það væri ekkert mál ogsendu mér texta á faxi hálftíma síðar. Við vorum að fara að spila svo það var skammur tími til stefnu. Mér leist strax mjög vel á einn textann, sá að hann var vel rúmur og það yrði ekki erfitt að búa til gott lag Þjóðhátíðarnefnd Týs hefur valið lagið „Þjóðhátíð í Eyjum" eftir þá Guðjón Weihe og Geirmund Valtýs- son sem Þjóðhátíðarlag Vestmanna- eyja 1991. Alls voru send inn 11 lög í keppnina en þeir Guðjón og Geir- mundur hrepptu hnossið. Guðjón á heiðurinn að textanum en Geirmundur að laginu og verður það frumflutt á Aðalstöðinni í kvöld milli kl. 22-24 en þar verður Geir- mundur í viðtali. Einnig er í bígerð að gefa út safnplötu með 10 Þjóðhátíðarlögum í gegnum tíðina og verður lag Guð- jóns og Geirmundar þar á meðal. Upptökum er lokið og einungis lok- afrágangur eftir. Það er Magnús Kjartansson tón- listarmaður sem sá um útsetningar á plötunni og fékk hann í lið með sér landslið poppara bæði í undirleik og söng og nægir þar að nefna lands- við hann. Og þar sem hann lá í sætinu i bílnum á leiðinni heim kom lagið allt í einu. Eg dreif mig í að skella því á kassettu strax og sendi hana síðan með hraði strax eftir helgina. Eyjamenn eru víst mjög ánægðir með lagið”, sagði Geiri sem nú hefur fetað í fótspor Oddgeirs heitins Kristjánssonar sem um árabil samdi þjóðhátíðar- lög Eyjamanna, er mörghver hafa lifað með þjóðinni síðan og eiga eflaust eftir að gera um ókomin ár. • Guðjón Weihe, höfundur texta Þjóðhátíðarlagsins. lialldórsson, Eyjólf Kristjánsson, Pálma Gunnarsson, Ernu Gunnars- dóttur, Geirmund Valtýsson o.fl. Platan er væntanleg á markaðinn um miðjan júlí. Vestmannaeyjum, þar þekkta sönavara eins og Björgvin Nýleg fréttaklausa úr blaðinu Fréttum í sem segir frá vali þjóðhátíðarlagsins. Sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki barnadeildar og gjörgæsludeildar Fjórðungssjúkrahússins Akureyri og Birgi Guöjónssyni lækni Ólaffa Kr. Sigurðardóttir, Lúðvík R. Kemp, Friðgeir Kemp Lúðvíksson Bændurog hestamenn! Uppboö veröur haldiö á um 20 hrossum í Grófargilsrétt noröan Varmahlíöar í SkagafirÖi laugardaginn 20. júlí nk. kl. 14.00. Hross á ýmsum aldri tamin og ótamin. Ritgerð um knattspymuþjálfun TAPAÐ • FUNDIÐ Raybahn sólgleraugu töpuöust í byrjun júní. Þeirra er sárt saknaö. Þeir sem hugsanlega hafa fundiö þau hafi samband I síma 35470 eöa 36666. Úlpa tapaöist á Sauöárkróki fyrstu vikuna t júlf. Hún er grænblá aö lit meö litlum mislitum tölustöfum, hettu- laus. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 36674. TIL LEIGU Á Sauöárkróki er til leigu 3ja herbergja ibúö frá 1. ágúst. Upplýsingar í sima 35953 eöa 36652. Út er komin ritgerð um knattspymu eftir Bjarna Stefán Konráðsson frá Frostastöð- um í Akrahreppi. Nefnist hún Vísindaleg rannsókn á þjálfunaráætlun og fram- kvæmd þjálfunar í 1. deild íslensku knattspyrnunnar á keppnistímabilinu 1987. Rit- gerðin, sem er 165 bls. að lengd, var lokaverkefni Bjarna við íþróttaháskólann i Köln en þar stundaði hann nám á árunum 1983-1988 með knatt- spyrnu sem sérgrein. Bjarni tekur þrjú félög fyrir: Fram, KA og Akranes, og ber annars vega þjálfun þessara liða saman og hins vegar þjálffræði knattspyrn- unnar. Þegar ritgerðin kom út á þýsku fyrir tveimur árum hélt Bjarni fundi um efni hennar hjá ofannefndum liðum en nú er hún komin út á íslensku og hafa flestir framhaldsskólar auk margra knattspyrnuliða, þjálfara og áhugamanna tryggt sér ein- tak. Er ekki að efa að ritgerðin er fyrir alla sem á annað borð hafa áhuga á knattspyrnu, jafnt þjálfara sem almenna áhugamenn. Þeir sem vilja eignast ritgerðina geta hringt í Bjarna í síma 91-30533 og gefur hann allar nánari upplýsinga r. Hárgreiðslustofa tfa. KOLBRÚNAR er flutt að Laugavegi 11 Varmahlíð. / \\\V\ Opið alla virka daga eftir hádegi. Timapantanir í síma 38809 eða lítið inn Húsvörður óskast! Staöa húsvarðar viö Félagsheimilið Árgarö er laus til umsóknar nú þegar. Upplýsingar í símum 38245, 38012 og 38068. Umsóknir berist til Ernu Reynisdóttur, Breiö Umsóknarfrestur er til 15. júlí Húsnefndin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.