Feykir


Feykir - 17.07.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 17.07.1991, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Þyrluæfing við Varmahiíð Sameiginleg björgunaræfing flugbjörgunarsveita á Norður- landi fór fram í Varmahlíð um helgina. Um þyrluæfingu var að ræða og tóku varnarliðs- menn af Keflavíkurflugvelli þátt í henni, en björgunarþyrla varnarliðsins var einmitt miðpunktur æfinganna. Um 30 björgunarsveitar- menn voru samankomnir á sléttunum norðan Lauftúns í Hólminum, félagar í flug- björgunarsveitunum í Varma- hlíð, á Akureyri og í Vestur- Húnavatnssýslu. Að sögn Guðmundar Máoissonar, fomianns Varma- hlíðarsveitarinnar, var koma varnarliðsþyrlunnar ekki til- komin vegna óhappsins á jöklinum um daginn, heldur var þetta löngu ákveðið. Guðmundur sagði æfinguna, sem stóð bæði laugardag og sunnudag, hafa tekist vel, þrátt fyrir að flugveður væri ekki alveg nógu hagstætt seinni daginn. Vegna þoku var þyrlan og 10 manna áhöfn hennar veðurteppt fram á mánudag. Áhorfendur á íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór í Húnaveri um og fyrir helgina, létu fara vel um sig í brekkunni. Og auðvitað voru þeir mættir húnvetnsku bændahöfðingjarnir til að fylgjast með keppninni. Fyrir miðri mynd í neðri röð má sjá Guðmund Sigfússon fyrrverandi bónda á Eiríksstöðum, þá Friðrik Bjömsson á Gili, Kristján Sigfússon Húnsstöðum og Ragnar Þórarinsson á Blönduósi yst til hægri. Fréttir af saumastofum: Næg verkefni hjá Drífu á Hvammstanga Ullarsaumur við Sveinsstaði að nýju Starfsemi sumastofunnar Drífu á Hvammstanga hefur gengið vel síðasta árið, vinna verið jöfn og stöðug og ekki komið til uppihalds eins og gerðist tíma og tíma 3-4 árin þar á undan. Starfsfólk Drífu er 22, voð er prjónuð á vöktum í Fimm vélum allan sólarhring- inn, og í vor byrjaði prjónastofan við Sveinsstaði að sauma úr ull að nýju. Þar starfa fimm manns. Að sögn Þorsteins Gunnars- sonar verkstjóra í Drífu er ekki útlit fyrir annað en næg verkefni verði hjá sauma- stofunni á næstunni, en hún framleiðir vörur fyrir útflutn- ingsfyrirtækið Árblik, aðal- lega peysur á Evrópu- og Ameríkumai'kað. Aðrar sauma- stofur í sýslunni framleiða einnig fyrir Drífu og Árblik. Saumastofan í Borg í Víðidal hefur gert það undanfarið samhliða sínum markaði. Að sögn Elínar Líndal í Borg starfa nú sex manns á saumastofunni. Mikill sam- dráttur hefur átt sér stað hjá þeim eins og mörgum öðrum saumastofum á seinni árum. Borg var sett á stofn 1977 og yfirleitt unnu þar um 13 manns. Ellert Pálmason í sauma- stofunni við Sveinsstaði segir að þar hafi ekki verið saumað úr ull síðan 1989, lítilsháttar vinna verið við framleiðslu íþróttafatnaðar síðan. I saumastofunni Vöku á Sauðárkróki er allt í sömu skorðum og verið hefur undanfarin ár. Þar starfa nú tæplega 20 manns. Forráðamenn allra þessara saumastofa eiga sammerkt, að þeir vona að starfsemi sú sem Álafoss hefur með höndum haldi áfram, svo fyrirtækin fái band til að vinna úr. —ICTew^ifl fip— Aðalgötu 26 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519* BlLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Skarðið farið að nýju Nýlokið er við að lagfæra gamla Skarðsveginn þannig að hann er orðinn greiðfær jeppum og velbúnum fólksbíl- um, eins og segir í tilkynningu vegagerðarinnar. Þetta er gert vegna lagfæringa á Strákagöngum sem hófust um síðustu helgi og munu standa i nokkrar vikur. Þeir sem fóru um Skarðs- veginn á sínum tíma, muna eflaust að vegarstæðið er mjög skemmtilegt á köflum, og í björtu og fallegu veðri er ákaflega skemmtilegt að fara um Skarðið. Það þótti tignarleg sjón á sínum tíma af háskarðinu niður í Siglu- fjörð og víðar um. Ekki er að efa að margir hyggjast nú í sumar riíja upp gamlar minningar af ferðum yfir Skarðið, hvort sem þær voru farnar gangandi, ríðandi eða akandi. Og trúlega mun lagfæring Strákaganganna óbeint beina ferðamönnum til Siglufjarðar. Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN TMl 1 11 w 1 1 SAUOAHlJDKI - -a 0l7f ] 102 SÆMUNDARGOTU - SlMI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.