Feykir


Feykir - 04.09.1991, Qupperneq 5

Feykir - 04.09.1991, Qupperneq 5
30/1991 FEYKIR 5 USVH sigraði í Bikar- móti Norðurlands Ingólfur Nikódemusson húsasmíöameistari á Sauðárkróki lm memorian Sú kynslóð sem breytti íslandi úr fátækri hjálendu í fullvalda ríki, sem býður þegnum sínum upp á ein bestu lífskjörálfunnar, er nú óðum að safnast til feðra sinna. Þettafólk,afarogömmur þeirra, sem nú eru að byrja að snúa hjólum atvinnulifsins, byrjaði llestallt ævistarfsitt með tvær hendur tómar og viljann einan að vopni. A lífshlaupisínu hefur það séð slíka byltingu í atvinnulífi og lífsháttum, að engin önnur kynslóð, sem jörðina hefur troðið, hefur séð annað eins. I stað handverkfæra eru komnar stórvirkar vinnu- vélar, í stað árabátanna eru komin tæknivædd stórskip og heimsviðburðirnir birtast á sjónvarpsskjá inni í stofu hjá fólki í sama vetfangi og þeir gerast og er þá fátt eitt talið. Þeir sem fæddir eru eftir miðja öldina eiga vafalaust erfitt með að átta sig á, hverja ógnar aðlögun þetta fólk hefur orðið að temja sér auk þess að þurfa að skila arfi kynslóðanna áfram til afkomendanna við þessi skilyrði. Við gleymum líka oft að þakka þeim fyrir þau lífskjör sem við búum nú við og þau hafa með elju sinni skapað okkur. Nú hvílir sú skylda á okkur að skila áfram til barna okkar og barnabarna arfinum. sem þau fólu okkur, íslenskri tungu og íslenskri menningu. Með því heiðrum við best minningu þeirra. Ingólfur Nikódemusson sofnaði svefninum langa þegar sumri tók að halla. Hann hafði víst haft það á orði við syni sína, að hann vænti hvíldarinnar áður en hausta tæki í náttúrunni. Honum hafði verið það mikið í mun að sjá lífið kvikna og náttúruna vakna af vetrarsvefni einu sinni enn nú á síðastliðnu vori. Landið og náttúra þess skipti liann svo óendanlega miklu máli, enda þekkti hann hvorutveggja með eindæmum vel. á skónum úr kýr- eða hrosshúðinni sem maður gekk á yfir heiðina í gamla daga”, sagði Jón. ,,Jón öslaði alla læki á skónum en við hin reyndum að stikla á steinum. Þetta var meira úrfellið, það rann bleytan úr húfunni og vettlingunum hjá okkur”, sagði Sigríður í lok upprifjunar á ferðalagi sem margt yngra fólk en þau Jón gætu áreiðanlega verið upp með sér af. En þau fundu samt ekki fyrir neinni hetjutilfinn- ingu við leiðarlok á Atla- stöðum. Náttúruunnandi er heiti sem átti betur við Ingólf heitinn en flesta aðra. Hann hafði einstakt auga fyrir jafnt því smáa sem stóra í náttúrunni og lagði sig fram um að skilja það og skilgreina meðal annars með því að tileinka sér allt það sem hann átti aðgang að í rituðu máli um þau efni til viðbótar við sínar eigin athuganir. Vafalaust hafa það oft verið „stolnar stundir” sem hann notaði til náttúru- skoðunar og til að efla þekkingu sína á náttúrufræði og líklega oft gengið á knappan svefntíma í harðri lífsbaráttu. Flestir, sem hann þekktu, eru þó á einu máli um að þarna hafi hann þó átt sínar sælustu stundir. Ingólfur var líka óþreytandi að miðla lífsreynslu sinni og þekkingu og munu börn hans og barnabörn meðal annars hafa átt með honum ótal sælustundir við fuglaskoðun og fjallgöngur. En þeir voru fleiri sem nutu leiðsagnar hans og yfirburða- þekkingu á landi og landslagi. Snemma mun hann hafa orðið félagi í Ferðafélagi íslands og tekið þátt í starfi þess af lífi og sál. Honum mun þó hafa þótt ástæða til að færa þetta starf meira til fólksins, án tillits til búsetu. Honum þótti sem nágrönnunum í Eyjafirði hefði tekist vel til með sína ferða- félagsdeild. Kynntist hann starfi þeirra allvel og þar á meðal vegabótum á hálendinu og sæluhúsasmíði. Ingólfur hafði mikinn áhuga á að vegasamband tækist upp úr Skagafirði suður á Sprengi- sandsleið. Hann hafði í gegnum kynni sín af Ferðafélagi Akur- eyrar fylgst með vegabótum þeirra upp af Eyjafirði, fyrst tilraun með Vatnahjallaveghinn forna og síðar um Hólafjall. Sælureitur FFA við Laugafell var honum líka vel kunnur, en til að komast þangað og áfram suður á Sand úr Skagafirði var einn erfiður farartálmi, Jökulsá austari. Þegar vegarslóði hafði verið lagður upp Þorljótsstaðabrekk- urnar, en þar mun Ingólfur hafa verið með í ráðum, þótti honum einsýnt, að leggja yrði allt kapp á að brúa Jökulsána, því um öruggt bílavað yrði aldrei að ræða á henni. Saga þessarar brúarsmíði verður betur rekin af öðrum, en óhætt er að segja, að án Ingólfs og hans forgöngu hefði þessi brúarsmíði ekki komist á, a.m.k. ekki á þessum tíma. Sá harðsnúni hópur, sem með Ingólfi starfaði að brúar- smíðinni varð síðan kjarninn i Ferðafélagsdeildinni í Skaga- firði þegar hún var stofnuð. Ingólfur var þar nánast sjálf- kjörinn formaður og leiðtogi og lljótlega eftir stofnun deildar- innar var hafist handa við að smíða skála þann í Lamba- hrauni vestara, sem síðar var mjög maklega nefndur eftir Ingólfi. Þótt brúarsmíði, skálabygg- ingar og vegabætur vægju þungt í félagsstarfi FFS, þá gleymdi Ingólfur aldrei megintilgangi félagsstarfsins, að kynna fólki landið sitt með ferðalögum og leiðsögn. Þær eru ófáar ferðirnar, sem hann var leiðsögumaður og fararstjóri í og átti með lifandi frásögnum sínum ríkan þátt í að vekja áhuga fólks á landinu og náttúru þess og opna því nýja heima á þeim vettvangi. Margur maðurinn á honum því ýmislegt að þakka í þessu efni og þar á meðal sá sem þetta ritar. Þegar björgunarsveit Slysa- varnardeildarinnar Skagfirðinga- sveitar var endurvakin á sjötta áratugnum var leitað til Ingólfs með að veita henni forystu og leiðsögn fyrstu skrefin og móta starfshætti hennar. í þeim vandasömu störfum naut þekk- ing Ingólfs og félagsþroski sín afar vel og hann tamdi félögum sínum þá virðingu fyrir lífinu, sem er nauðsynlegt grundvallar- atriði í því starfi. í þessum slitrum hefur verið reynt að draga upp mynd af félagsmálamanninum og náttúru- unnandanum Ingólfi Nikodemus- syni. Ogetið er þó starfa hans að iðn sinni, en hann var eins og margir hans ættmenn völundur mikill og vandvirkni hans og smekkvísi viðbrugðið. Einnig gætu kunnugir vafalaust sagt frá starfi hans fyrir minjasafnið í Glaumbæ, en þar átti hann víst ótalin handtök við lagfæringar, viðgerðir og endursmíði gamalla muna. Um þessa þætti og marga aðra í lífshlaupi hans munu vafalaust aðrir fjalla, sem betur þekkja til. I upphafi þessara orða var minnst á uppbyggingarstarf aldamótakynslóðarinnar. Þrátt fyrir að þáttur hins nafnlausa fjölda verði seint ofmetinn í því, verða þó ætíð einstaklingar, sem marka dýpri spor en aðrir með því að veita forystu og móta strauma samtíðarinnar. Einn úr hópi síðasttöldu má telja Ingólf Nikódemusson. Hans verður lengst minnst fyrir að styrkja samband samtíðarmanna sinna við landið og náttúru þess. Fyrir það skal honum þakkað, nú þegar vegferð hans hér er lokið. Guðbr. Þorkell Guðhrandsson. Ungmennasamband Vestur- Húnvetninga sigraði á Bikar- móti Norðurlands í hesta- íþróttum er fram fór á Króksstaðamelum í Miðfirði 24. og 25. ágúst sl. Sex íþróttabandalög og ungmcnna- sambönd tóku þátt í mótinu, öll með fullskipaðar sveitir. Það er hestamannafélagið Þytur sem á undanförnum árum hefur byggt upp mjög góða aðstöðu á Króksstaða- melum. USVH hlaut 107.8 stig og veglegan farandbikar að auki sem Dagur gaf fyrir nokkrum árum. I öðru sæti varð ÍBA með 1057,1 stig. UMSS lenti í þriðja sæti hlaut 977, 2 stig, þá UMSE með 656,2, HSÞ 641,3 ' og USAH rak lestina með 637,1 stig. Verðlaun voru mjög glæsi- leg og hlutu allir verðlauna- hafar bikar til eignar. Af einstökum úrslitum má nefna að Herdís Einarsdóttir USVH sigraði í hlýðnikeppni á Jóker og í gæðingaskeiði á Neista. Þórir ísólfsson USVH sigraði í fjórgangi á Skrúð, og sonur Þóris Sigurður Líndal í hindrunarstökki á Brana. Þá hampaði Jóhann Skúla- son UMSS á Prins gulli í fimmgangi. EA/þá LANDSBANKI í S L A N D S ----L ---- N • Á • M • A • N NÁMSMAIUIUAÞJÓNUSTA LANDSBANKANS NÁMAN er sérstök þjónusta Landsbankans fyrir námsmenn frá 18 ára aldri. Ýmsir þjónustuþættir Landsbankans auk nýjunga eru settir saman í pakka sem er sérstaklega sniðinn að þörfum námsfólks. í lUÁMUNNI ER: •EINKAREIKNINGUR •KJÖRBÓK •LANDSBÓK •GREIÐSLUKORT •IUÁMSLOKALÁN •STYRKVEITING •RÁÐDEILD •FILOFAX MINNISBÓK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ÚTIBÚID Á SAUÐÁRKRÓKI SÍMIIUN OKKAR ER 353S3

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.