Feykir


Feykir - 04.09.1991, Blaðsíða 6

Feykir - 04.09.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 30/1991 Tindastólsmenn fastir á botninum og Hvöt að missa af lestinni Tindastólsmenn glutruðu tæki- færinu að vinna sig upp af botni annarrar deildar. Þeir töpuðu fyrir Haukuni syðra um helgina, 2:4. Það stefnir því í að Sauðkrækingarnir endi í neðsta sæti deildarinnar. Sigur Haukanna var sann- gjarn. Þeir skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleiknum og bættu því þriðja við í upphafi seinni hálíleiks. Björn Björnsson minnkaði muninn, heima- menn bættu við fjórða markinu og Guðbrandur Guðbrandsson minnkaði mun- inn aftur, en fleiri mörk voru ekki skoruð þann stundar- fjórðung sem eftir lifði leiks. Síðasti heimaleikur Tinda- stóls verður nk. laugardag þegar Þórsarar koma í heimsókn. Hvöt virðist vera búin að missa af lestinni í úrslita- keppni fjórðu deildar. Liðið hefur tapað tvívegis, fyrst fyrir Gróttu syðra 11:0 og síðan heima fyrir Hetti 1:4. Flest bendir til að Grótta og Höttur fari upp í þriðju. Frá messu í Ábæ 4. ágúst 1991. r Eigum fyrirliggjandi nrtikið úrval heimilistækja frá SIEMENS. Siemens heimilistækin eru heimsþekkt vestur-þýsk gæðavara. ©rafsjá hf Sæmundarqötu 1 Gott verð og frábærir greiðsluskilmálar Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Síml 95-35481 Nýlega var undirritaður samn- ingur milli körfuknattleiks- deildar Tindastóls annarsvegar og Verslunarinnar Tindastóls og Heildverslunarinnar Sportís í Reykjavík hinsvegar. Samn- ingurinn felur í sér að úrvalsdeildarlið Tindastóls fær L.A. Gear körfuboltaskó til að leika á í deildinni í vetur. Þá mun körfuknattleiksdeildin fá ákveðinn hluta af andvirði hvers pars af L.A. Gear körfuknattleiksskóm sem seljast í versluninni. Þórarinn Thorlacíus formaður körfuknattleiksdeildar sagði samninginn mjög hag- stæðan fyrir deildina. Þórarinn er til liægri á myndinni ásamt Erling Erni Péturssyni fram- kvæmdastjóra Verslunarinnar Tindastóls við handsölun Abæjarkirkja endurbætt fyrir sjötugs afmælið Abæjarkirkja í Austurdal hefur nú fengið mikla andlits- lyftingu. Framkvæmdir við kirkjuna hófust í fyrrasumar. Þá voru útveggir múrhúðaðir upp á nýtt og síðan málaðir, einnig þak málað. Farin var ein yfirferð með málningu innanhúss. Helgina 27.-28. júlí sl. var kirkjuhúsið svo málað að innan. Veggir og hvelfing voru máluð í hvítum lit, en klukknaport blátt. Altari, grátur, prédikunarstóll og kirkjubekkir voru máluð í rauðbrúnum lit, en gylltar rendur meðfram fulningumá stól. Gólf var málað grátt. Einnig var farin önnur yfuferð yfír útveggi kirkjunnar, sem eru hvítir, en þak er rautt. Kirkjan, sem verðursjötug á næsta ári, lítur vel út að loknum þessum endurbótum. Verk þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu af þremur Laust starf! Bókavarðarstaða við Sjúkrahús Skagfirðinga er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Upplýsingar veitir undirritaður. Sauðárkróki 1. september 1991 Sæmundur Á. Hermannsson áhugasömum hjónum á Sauðárkróki. Þeim Aðalsteini Maríussyni, er stjórnaði verkinu, og Lngilráð Siguiðar- dóttur, Arna Kristinssyni og Þuríði Snorradóttur, og syni þeirra Guðmundi, einnig Frímanni Hilmarssyni og Gerði Hallgrímsdóttur. Þá er ógetið þáttar Helga Jónssonar kirkjubónda að Merkigili sem var aðalhvatamaður að verkinu. Sá Helgi þeim seni verkið unnu fyrir frábærum viðurgjörningi meðan á því stóð. Helgi hefur ætíð sýnt málefnum Abæjarkirkju mikinn áhuga. Sunnudaginn 4. ágúst sl. var margt um manninn í Abæjarkirkju, en þá var sungin þar árleg messa samkv. venju. Blíðskapar- veður var og kom fólk víða að til guðsþjónustu. Sóknar- prestur sr. Ólafur Þ. Hall- grímsson á Mælifelli þjónaði fyrir altari og prédikaði, en viðstaddir lásu messusvörog tóku undir við söng, sem bæði var mikill og góður, þótt hvorki væri hljóðfæri né organisti til staðar. Abæjarmessan hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í hugum fólks. Þangað kemur fólk víðs vegar af landinu, m.a. ferðafólk á leið um Skagafjörð, og hefur kirkju- gestum farið fjölgandi þarár frá ári. Að þessu sinni sóttu messuna rúmlega 100 manns. og rituðu þeir nöfn sín í gestabók kirkjunnar að lokinni athöfn. Helgi Jónsson, eina sóknar- barn Abæjarsóknar, bauð síðan öllurn kirkjugestum í kaffi að Merkigili að lokinni messu og komu þangað um 80 manns. Var setið lengi dags við rausnarlegar veitingar og sáu þær Engilráð og Gerður um framreiðslu. qj>j j

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.