Feykir - 04.09.1991, Síða 8
Oháö fréttablaö á Noröurlandi vestra
4.september 1991, 30. tölublað 11. árgangur
Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar
en um hádegi á föstudögum
Landsbankinn á Sauðárkróki
Afgreiðslutími útibúsins er alla
virka daga frá kl. 9.15 ■ 16.00
Sími 35353
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Laxastigi í Kambs-
fossi tekinn í notkun
Síðastliðinn fimmtudag var
formlega tekinn í notkun nýr
laxastigi í Kambsfossi í
Austurá, einni hliðará Mið-
fjarðarár. Laxastiginn er
mikið mannvirki, sá lengsti
sem byggður hefur verið í
einum hluta í laxveiðiá hér á
landi, 17 metra hár. Svo
virðist sem laxinn kunni að
meta þessar nýju samgöngur í
ánni, því upp gekk hann strax
nóttina eftir að vatni var
hleypt á stigann í tilrauna-
skini 18. ágúst sl. I dag hafa
fimm laxar veiðst ofan við
Kambsfoss.
Ofan við fossinn opnast nú
10 kílómetra langt veiðisvæði
að næstu hindrun sem er
Valsfoss, 4-6 metra hár foss
skammt neðan afréttargirð-
ingar. Fjölda seiða hefur
verið sleppt á þetta svæði
flest ár síðan 1980 og hefur
sýnt sig að ræktunarstarfið
skilar árangri.
Það var Guðmundur
Gunnarsson verkfræðingur í
Reykjavík sem hannaði laxa-
stigann. Verktaki var Loft-
orka hf í Reykjavík, verk-
stjóri á staðnum Gylfi
Hallgrímsson og eftirlits-
maður af hálfu heimamanna
Guðmundur Karlsson Mýrum.
Kostnaður við verkið losar
20 milljónir. Fullnaðarupp-
gjöri er ekki lokið.
Við vígslu stigans kom
fram í máli Böðvars Sigvalda-
sonar formanns Veiðifélags
Miðfirðinga, að framkvæmdir
hafi gengið samkvæmt áætlun,
en stærsti sigurinn sé þó að
laxinn gangi svo ákveðið
upp. A síðasta ári var
samþykktur í félaginu samn-
ingur um gerð laxastiga og
ráðstöfun á svæðinu fyrir
ofan Kambsfoss til ársloka
2004. Jarðir sem land eiga að
laxgengu svæði verða full-
gildir aðilar í veiðifélaginu
við ársbyrjun 1992.
Miðfirðingar hafa lagt
áherslu á fjölgun veiðistaða í
ánni allt síðan veiðisvæði
voru lagfærð með sprenging-
um 1941: í Kistufossi,
Hlíðarfossi og Kollufossi. í
ár stefnir í að 200 löxum fleiri
veiðist í Miðfjarðará en á
síðasta ári. „Ræktunarstarfið
gengur mjög vel og þetta
virðist vera á uppleið. Við
erum að giska á að helmingur
fisksins sem komið hefur úr
ánni í sumai' sé úr ræktuninni”,
sagði Böðvar.
Ibúar Skógargötu 6 b Sauöárkróki:
Þurfa að treysta því að kaðlarnir
haldi þakinu á húsinu
Fólk er misjafnlega í stakk 1
búið að lagfæra tjón er verður
á húseignum í veðrum. Þegar
þakið var að rifna af
húseigninni Skógargötu 6 b í
febrúarveðrinu í vetur, var
gripið til þess ráðs að tjóðra
það niður með köðlum. I
veðrinu fyrir viku reyndi á
kaðlana, þar sem húseigandi
hefur ekki haft aðstæður né
efni á að ráðast í viðgerðir.
„Þetta er hræðilegt ástand
fyrir okkur og nágrannana.
Mér leist ekkert á blikuna,
enda ungt barn og sjúklingar
í húsinu. Þegar hvassast var
fannst okkur þakið lyftast og
nælonþræðirnir væru að gefa
sig. Eg dreif mig því út í
011^001 og hélt dauðahaldi í
kaðalinn. Það var ekki um
annað að ræða fyrir mig en
hanga þarna eins og hross á
streng”, sagði Armann Kristjáns-
Þakið á Skógargötu 6 b hefur verið tjóðrað niður síðan í
febrúarveðrinu í vetur.
son húseigandinn á Skógar-
götunni.
Armann sagðist ekki hafa
nein efni á því að lagfæra
þakið, þar sem hann væri
frá húsnæðisstofnun fyrir
láni. „En það ætlar að verða
bið á þessum peningum.
Davíð og hans menn liggja á
þessu eins og ormar á gulli”,
öryrki, en vilyrði hefði hann sagði Ármann.
Rúllubaggar fjúka
í hvassviðrinu um miðja
síðustu viku gerðist það m.a.
að rúllubaggar, sem staðið
höfðu í viku á túninu á
Bergstöðum, fuku út í skurð. I
nágrenninu, á bænum Kimba-
stöðum, tókst á loft skúrbygg-
ing með mann innanborðs og
fauk eina 20 metra.
Viðar bóndi á Bergstöðum
sagði að það hefði verið
gríðarlega hvasst í verstu
hviðunum og hann hefði ekki
ætlað að trúa sínum eigin
augum, þegar rúllubaggarnir
voru komnir út í skurð. Talið
er að rúllubaggar séu um
300-500 kíló að þyngd.
Á Kimbastöðum var
Hróðmar bóndi að loka
gluggum á skúrbyggingu við
bæinn. I þann mund sem
hann er að loka síðasta
glugganum gengur snörp
vindhviða yfir, skúrinn tekst
á loft ogflýgureina 20 metra.
Hróðmar slapp með smá
marbletti og skrámur en
skúrinn þoldi ekki flugferðina
og er mikið skemmdur.
Trúlega hefur verið einna
hvassast á þessu svæði, á
mörkum Skarðs- og Staðar-
hrepps. Talvert tjón varð þó
á Sauðárkróki. Stafaði það
mestmegnis af lauslegu dóti
sem fauk. Langt var síðan
vind hafði hreyft að einhverju
ráði og fólk því ekki haft
varann á.
Enn einu sinni er haustið í nánd og göngur og réttir á næsta leyti.
[ j','foS • í, -M ,?4\,
mw j IL1
Helstu réttir haustsins
Skarðarétt Skag....................... laugard. 7. sept.
Hrútatungurétt V.-Hún................. sunnud. 8. sept.
Miðfjarðarrétt V.-Hún................. sunnud. 8. sept.
Staðarrétt Skag....................... sunnud. 8. sept.
Kleifarétt Skag....................... sunnud. 8. sept.
Víðidalstungurétt ................... föstud. 13. sept.
Auðkúlurétt A.-Hún...................laugard. 14. sept.
Deildardalsrétt ..................... laugard. 14. sept.
Laufskálarétt Skag................... laugard. 14. sept.
Stafnsrétt........................... laugard. 14. sept.
Unadaldsrétt Skag.................... laugard. 14. sept.
Undirfellsrétt A.-Hún................ laugard. 14. sept.
Valdarásrétt V.-Hún.................. laugard. 14. sept.
Hlíðarrétt A.-Hún.................... sunnud. 15. sept.
Kleifarétt Skag...................... sunnud. 15. sept.
Mælifellsrétt Skag................... sunnud. 15. sept.
Skrapatungurétt A.-Hún............... sunnud. 15. sept.
Silfrastaðarétt Skag.................. mánud. 16. sept.
Skálárrétt Skag..................... laugard. 21. sept.
Minni-Reykjarétt Skag................ sunnud. 22. sept.
Stíflurétt Skag...................... sunnud. 22. sept.
Stóðréttir verða síðan í Skarða-, Silfrastaða- og Staðanétt í
Skagafirði sunnud. 15. september. í Skrapatungurétt í A,-
Hún. laugardaginn 21. og Laufskálarétt í Hjaltadal verður
5. október.