Feykir


Feykir - 25.09.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 25.09.1991, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Skjaldarmenn í sam starfshugleiðingum Busavígsla fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki s.l. fimmtudag. Eins og myndin ber með sér var baðið sem busarnir fengu hálf hrollkennt þrátt fyrir að veður væri hið besta. Seinlegt að tína fjallagrös á hún- vetnsku heiðunum „Við tökum þátt í þessum sameiningarviðræðum eins og tíðkast um land allt i dag. Það er þessi skerðing í þorskinum sem menn eru hræddir við”, sagði Ámi Guðmundsson framkvæmdastjóri Skjaldar. Undanfarið hefur Skjöldur leitað hófanna hjá nokkrum fvrirtækjum með samvinnu varðandi hráefnisöflun og aðra rekstrarþætti. Rætthefur verið við forráðamenn Skag- firðings og Dögunar á Sauðárkróki og Þormóð ramma á Siglufirði. Árni sagði rekstur fyrir- tækisins hafa gengið illa fyrstu fjóra mánuði árins og væri þar um að kenna dauðum sjó. Sex mánaða uppgjörið hefði síðan sýnt að staðan hefði skánað heldur. Erfiðlega virðist ganga að kveða niður riðuna í Skaga- firði. Nýlega var staðfest riða í einni kind frá Melstað í Oslandshlíð. Loftur Guðmunds- son bóndi á Melstað kveðst farga fé sínu nú í haust og mjög líklega færu nágrannarnir á Oslandi að dæmi hans, en fé bæjanna gengur saman. Hjörðin á Melstað telur 150 fjár og fjárstofninn á Oslandi er um 180. Fram til þessa hefur riða ekki komið upp í Hlíðartorfunni, þar sem auk fyrrnefndra bæja eru Brekkukot, Kross og „Þetta sleppur kannski þetta ár, en það er þessi mikla skerðing í þorskinum sem menn eru hræddir við. Jú!, við höfum sett okkur tíma í þessar samningaviðræður, en það hefur ekki haldið. Mér sýnist að þetta muni taka 3-4 vikur í viðbót, en ekkert hægt að segja í stöðunni í dag”. Árni sagði að tekist hefði að afla nægjanlegs hráefnis undanfarið þrátt fyrir að Drangey hafi verið í slipp síðustu fimm vikurnar. Skipið er komið til Sauðárkróks nýmálað í íslensku fána- litunum, og mun halda á veiðar næstu daga. Fram fór svokalljtður öxuldráttur, botn- hreinsun og fleira í Stál- smiðjunni syðra. Marbæli. í athugun er að skera niður á öllu þessu svæði, en það telur tæplega 600 fjár. Fé af þessum bæjum gengur á sömu afrétt og einnig hjarðir bænda í Deildardal. Ekki er nema eitt og hálft ár síðan riða var seinast staðfest í Oslandshlíð, á Hlíðarenda. Jón Guðmundsson sveitai- stjóri Hofshrepps vai' staddur syðra nú í vikubyrjun til að ræða við forsvarsmenn Sauð- fjárveikivarna og fleiri aðila um þá stöðu sem upp er komin í Hlíðinni. Sauöárkrókur: Landsfrumsýning í vændum Það verður ekki sagt að stjórn Leikfélags Sauðárkróks fari troðnar slóðir með val á haustverkefni félagsins. Það er svo nýlega þýtt að íslenskt nafn hefur það ekki fengið ennþá, heitir Cat on a hot tin roof á frummálinu og er eftir Tennesee Williams. Um lands- frumsýningu verður að ræða. Örnólfur Árnason þýddi verkið og stóð til að það yrði sýnt hjá Leikfélagi Reykja- víkur í fyrra. Andrés Sigur- vinsson hefur verið ráðinn til að leikstýra. Þessa dagana er verið að manna leikritið og segir Skúli Björn Gunnars- son formaður leikfélagins það ganga þokkalega, þó sé ljóst að þeim karlmönnum fari fækkandi sem fýsir á leiksviðið. Persónur í leikritinu eru 17. Stefnt er að frumsýningu upp úr miðjum nóvember. „Þetta var ákaflega seinlegt og okkur tókst ekki að ná nema 250 kílóum. Það eru ekki sömu grasaflákarnir hérna og fyrir austan”, sagði Vigdís Ágústsdóttir á Hofi í Vatnsda! um fjallagrasatinslu á húnvetnsku heiðunum í sumar, aðallega Grímstungu- heiði. Með Vigdísi voru í tínslunni nafna hennar Bergs- dóttir frá Bjarnarstöðum og Kristín Marteinsdóttir frá Gilá. Það var Vilkó á Blönduósi sem hafði milligöngu um útflutning fjallagrasa annað árið í röð til þýskrar lyfjagerðar. Það sem upp á pöntunina vantaði fengu þeir Vilkómenn hjá grasafólki fyrir austan. Vigdís á Hofi sagði að það sem greitt væri fyrir hreinsuð og þurr grös til útflutnings alltof lítið, enda borguðu verslanir í Reykjavík meira fyrir vöruna. „Þetta er svo gott og ómengað hráefni að mér finnst vitlaust að vera að flytja grösin út fyrir þetta verð, og kannski ganga á lendurnar fyrir vikið. Það er ekkert smáræði sem þarf af grösum í hvert kíló þurrkað og hreinsað. Við náðum ekki tímakaupi út úr þessu, en fengum að vísu útiveruna í kaupbæti”, sagði Vigdís. Hún sagði að þær stöllur hefðu sætt lagi að tína grösin þegar rakt var á. Þá þyrfti minna að hreinsa og grösin sæjust betur. Riðan grasserar enn austan Vatna: Enn eitt tilfellið staðfest Líkur á að 600 kinda svæði í Óslandshlíð verði fjárlaust —ICTcm?*!! r»jDI— Aöalgötu 26 Sauöárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519* BÍLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN & | smottmntl -- OIII naí SÆMUNDARGOTU - SlMI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.