Feykir


Feykir - 25.09.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 25.09.1991, Blaðsíða 5
33/1991 FEYKIR 5 mér þónokkru af verkfærum, bæði litlum handverkfærum og trésmíðavél sem ég keypti mér. Þetta hugðist ég nota á elliárunum, en mér var ekkert farið að lítast á að ég hefði not af þessu þar sem ég lá fárveikur uppi á sjúkrahúsi. Jafnvel þó ég kæmist á lappirnar aftur bjóst ég aldrei við að fá slíka heilsu sem ég hef í dag”. Fyrsta fiðlan smíðuð gegnum síma Og hvernig barstu þig nú að þegar þú byrjaðir á fiðlu- smíðinni? ,,Eg byrjaði á því að hringja í frænku mína austur á Raufarhöfn, því ég vissi að í hennar fórum var önnur tveggja fiðla sem föðurbróðir minn hafði átt. Ég fékk hjá henni ýmis mál af fiðlunni og síðan hófst smíðin. Hún varð Þoli ekki að horfa upp á Gamla bæinn svona Þegar ekið er frá Varma- hlíð til Sauðárkróks blasir við ferðalöngum blómleg sveit og vel byggð hús. Þegar nær kaupstaðnum dregur sér maður nýjan byggðakjarna, rétt innan við sjúkrahúsið og þá spyr maður sjálfan sig, „er allt svona vel byggt á Sauðárkróki?”. En reyndin verður önnur þegar utar dregur á Króknum. Utan við Safnahúsið gefur að líta gömul hús sem varla eru mannabústaðir og sum alls ekki. Sérstaklega finnst mér Aðalgatan ljót að sjá, allar gömlu byggingarnar niður- níddar vegna viðhaldsleysis. Mikið væri það fallegra að gömlu húsin yrðu látin hverfa, en þau eru látin standa og fúna og verða engum til gagns eða ánægju. Þetta eru húsin nr. 16 og 18 við Aðalgötuna. Nokkrar af fiðlunum sem Kristinn hefur smíðað síðan hann hóf fiðlusmíðina á árinu 1989. reyndar ekki alveg eins og hún átti að vera”. Fiðlurnar sem Kristinn hefur smíðað eru 11 að tölu. Hann er ekki að þessu til að hagnast og hefur einungis selt eina fiðlu. „Þetta er ákaflega gaman, auk þess að smíða gripinn svo hann líti þokkalega út, reynir maður alltaf að gera betur og betur í sambandi við hljóminn. Það er ekki sami hljómur úr nokkrum tveim fiðlum”. I fyrstu fiðlurnar notaði Kristinn íslenskt birki nema furu í forstykkið. Venjulega er notaður hlynur að megin- uppistöðu og greni í forstykkið. Kristni tókst að útvega sér þetta efni í gegnum Michael Clark tónlistarkennara á Akureyri og íslenskan fiðlu- smið sem starfar í Luxem- burg, Hans Jóhannsson. Eins og allir vilji hjálpa mér „Það er eins og allir vilji hjálpa mér, það er svo merkilegt með það. Bjarni sonur minn hefur t.d. sýnt fiðlusmíðinni mikinn áhuga. Michael og Hans hafa hjálpað mér mikið. Hans er búinn að segja mér mikið til og ég má alltaf leita til hans. Ég heldég geti sagt að í dag viti ég nokkurn veginn hvernig eigi að smíða fiðlu. Ég heimsótti Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeist- ara á síðasta vori. Hún og maður hennai' Gunnar Kvaran sellóleikari tóku ákaflega vel á móti mér. Guðný fór með mig inn í lítinn tónlistarsal sem er á heimilinu og spilaði á fiðlurnar mínar ásamt bandarískum píanóleikara sem var í heimsókn. Þetta var sko ekkert fálm hjá Guðnýju og henni líkaði bara vel við fiðlurnar og hafði einstak- lega gaman af því og var hissa á að ég skyldi geta notað íslenska birkið í smíðina. Guðný ætlar að halda tónleika hér á Sauðárkróki í haust og leika þá á fiðluna mína lika”. Þegar litið er inn á vinnustofuna eða verkstæðið hans Kristins, er augljóst að þar gengur um snyrtimenni og fagurkeri. Fiðlusmíðinni hefur hann ekki sinnt síðan í vor enda nóg að gera. Tveir píanóstólar eru nær fullgerðir á verkstæðinu. Tvö byssuskefti smíðaði hann í vor, barna- vöggu með 36 renndum pílum og ýmislegt fleira. Kristinn segist ekki þurfa að kvíða því að hafa ekki eitthvað fyrir stafni. Svo er lóð nr. 22 sem eftirer að byggja á. Það mætti endurbyggja á þessum lóðum, sem myndi lífga upp á norðurbæinn með byggingu nýrra húsa þar. Lóðirnar þarna eru vel í sveit settar hvað varðar rýmri staðsetn- ingu til að endurnýja gamla miðbæinn, því annars væri hætta á að gamli hluti kaupstaðarins liði undir lok, og yrði engum til gagns, hvorki íbúum þar né öðrum Sauðkrækingum að ekki sé talað um neikvæða fjárhags- afkomu núverandi íbúa þar. Óskandi væri að bæjar- stjórnin sæi að sér í þessum efnum og fleiri, og gæfi betur gaum að því sem betur mætti gera. Akbrautum og grænum svæðum mætti koma víða við í gamla bænum. Ég sem er burtfluttur Sauðkrækingur Þannig lítur gamla Blöndalshúsið út í dag. finn til með staðnum þegar ég kem á mínar æskustöðvar og þoli ekki að horfa upp á gamla bæinn fara í rúst á kostnað þess nýja. Vonast ég því til þess að bæjarstjórn Sauðárkróks geri eitthvað í þessum málum. Með bestu kveðju. Gamall Skagfirðingur. HUSNÆÐISREIKNINGUR Réttur til húsnæðisláns Há ávöxtun að viðbættum ríflegum skattaafslætti gerir Húsnæðisreikning Búnaðarbankans að einum besta spamaðarkosti sem völ er á. BUNAÐARBANKI ISLANDS -Traustur banki Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.