Feykir


Feykir - 25.09.1991, Qupperneq 8

Feykir - 25.09.1991, Qupperneq 8
25. september 1991, 33. tölublað 11. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er aila virka daga frá kl. 9.15 -16.00 Sími 35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Guðrún Erlendsdóttir ásamt börnum sínum og Baldurs heitins við afhendingu Skarðsbókar. Bílasala opnuð á Hvammstanga Á Hvammstanga var opnuð bílasala sunnudaginn 15. september sl. Ber hún nafnið „Bílasala Hvammstanga” og er til húsa að Brekkugötu 2. Stofnandi er Skúli Guðbjöms- son. Skúli er mjög ánægður með byrjunina og segir hana lofa góðu með framhaldið, þó ómögulegt sé að segja um hve mikinn markað sé um að ræða. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem sett er á stofn bílasala á Hvammstanga. Stefnt er að opnunartíma frá kl. 13-19 laugardaga og sunnudaga, en 19,30-21,30 aðra daga. Má segja að þetta sé hin mesta þjónustubót fyrir Vestur-Húnvetninga og nærsveitamenn, þar sem styst hefur verið í bílasölu á Sauðárkróki í norðri og Borgarnesi í suðri fram að þessu. EA. Líklegt að móttaka útvarps batni í næsta mánuði Stórgjöf til Héraðsbókasafns Austur-Húnvetninga: Ættmenni Baldurs gáfu Skarðsbók Skarðsbók þykir eitt fegursta skinnhandritið og fyrir nokkmm árum var það gefið út Ijósprentað í viðhafnarút- gáfu. Um síðustu helgi var Héraðsbókasafni Austur-Hún- vetninga gefið eintak af þessari merku bók og mun það vera stærsta gjöf sem safninu hefur borist frá einstaklingum. Það var Guðrún Erlends- dóttir og börn hennar sem gáfu safninu bókina til „Það er ekki á dagskrá hjá okkur að nýta skelvinnslu- leyfið né rækjuleyfið á Hofsósi. Til þess þyrftum við líklega að koma okkur upp húsnæði þar sem leyfin eru bundin staðnum”, segir Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar. Eins og menn muna af fréttum þegar reynt var að selja Skagaskeljarhúsið í vor fékk Fiskiðjan úthlutað þessum leyfum. Enn er Skagaskeljarhúsið óselt og minningar um eiginmann og föður, Baldur Þórarinsson. Bók þessa höfðu þau gefið Baldri á sextugs afmæli hans og er hún áletruð af því tilefni. Unnur Kristjánsdóttir formaður stjórnar héraðs- bókasafnsins sagði að það væri ómetanlegt fyrir safnið að fá slíkan dýrgrip til sýningar. Baldur heitinn Þórarins- son var mikill skákáhuga- ekki var að heyra á lögfræðingi fiskveiðisjóðs að neitt benti til þess að húsið seldist í bráð. Skelveiðar hafa nú ekki verið stundaðará Skagafirði í ein fjögur ár. Þrír bátar höfðu þá stundað veiðarnar í nokkur ár og gengið nokkuð nálægt skelinni í firðinum, en það er álit hafrannsóknar- stofnunar að Skagafjarðar- mið séu ekki jafn sterk og skelveiðisvæðin fyrir vestan til að mynda. maður og átti gott safn skákbóka, alls á annað hundrað bækur. Einnig átti hann ílest þau tímarit sem gefin hafa verið út um skák. Þetta safn hefur héraðsbóka-. safnið keypt með styrk frá menningarsjóði Kaupfélags Húnvetninga. Talið er að þetta sé besta safn skákbóka sem til erí nokkru bókasafni á landsbyggðinni. MO. Skagstrendingur kaupir bát frá Sandgerði Gengið hefur verið frá sölu vélbátsins Reynis GK 177 frá Sandgerði til Skagstrendings. Bátnum fylgdi 574 tonna þorskígildiskvóti. Skagstrendingur hefur keypt talsvert af kvóta á þessu ári, svipað magn og nemur veiðiskerðingunni á nýbyrjuðu kvótaári sem er um 15 %. Skagstrendingur hyggst endur- selja Reyni kvótalausan, en skipið er 106 tonna stálbátur smíðaður í Noregi 1968. Þá er einnig á lausu hjá Skag- strendingi 10 tonna plast- bátur. Fiskiðjan/Skagfirðingur: Ekki á dagskrá að vinna skel á Hofsósi Búið er að reisa tvö möstur á Vatnsenda í nágrenni Reykja- víkur í stað þeirra tveggja er féllu í febrúarveðrinu í vetur. Er áætlað að búið verði að tengja þau dreifikerfi útvarps um miðjan október og ættu þá móttökuskilyrði að stórbatna víða um land. Þetta kom fram í máli Harðar Vilhjálmssonar fram- kvæmdastjóra ríkisútvarpsins, en hann var viðstaddurþegar svæðisútvarpið á Noiðurlandi vestra tók í notkun nýtt húsnæði í Suðurgötu 3 (Framsóknarhúsinu) fyrir helg- ina. Dagur er þarna einnigtil húsa, og það er því ekki að undra að húsið sé nú kallað manna á meðal „Fjölmiðla- höllin”. En svo að vikið sé að hlustunaimálunum hefur Húna- þing mjög goldið brotthvarfs Vatnsendamastranna. Hlust- unarskilyrði hafa verið slæm víða um sveitir síðan, og truflana gætt frá öðrum stöðvum. Hörður sagði að enn hefði ekki verið fundin lausn á hlustunarmálum Hvammstangabúa og nágranna. Sendirinn fyrir þetta svæði hefur ekki virkað sem skyldi eftir að rafmagnsflutnings- lína frá byggðalínunni vestur í sýslu kom til sögunnar fyrir nokkrum árum, en hún truflar mjög útsendingar. Hörður sagði að enn sem komið væri séu sendingar um ljósleiðara Pósts og síma of dýrar til að unnt sé að notfæra sér þá leið við Butning efnis. Líflömb frá Ströndum komin í húnvetnska haga Skagfirskir og húnvetnskir bændur brugðu sér vestur í Ámeshrepp á Ströndum í síðustu viku til að velja líflömb, ásamt ráðunautunum Guðbjarti Guðmundssyni og Agli Bjarnasyni. Húnvetning- arnir keyptu 600 lömb og eru þau þegar komin í haga bændanna, var skipað upp úr hálfgámum úr strandferða- skipi á Skagaströnd síðasta fimmtudag. Þeir bæir í Húnaþingi sem taka nú fé að nýju eftir tveggja ára fjárleysi vegna riðuniðurskurðar eru Kjalar- land og Síða í Vindhælis- hreppi, og Hvammur, Hof og As í Áshreppi. Ráðgert er að lömb Skagfirðinganna fari í skip 3. október. Einungis er um að ræða 120 kindur sem fara á fjóra bæi: Brúnastaði og Villinganes í Lýtingsstaða- hreppi. Depla í Fljótahreppi og Mýrakot í Hofshreppi.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.