Feykir - 06.11.1991, Qupperneq 5
39/1991 FEYKIR 5
Jón Karlsson nýkjörinn varaformaður VMSI:
„Ætla að sýna að þeir sem
búa langt frá Reykjavík
geti gert þetta jafn vel"
„í sjálfu sér er þetta ekki svo
mikil breyting fyrir mig. Eg
hef verið í stjórn sambandsins
í 10 ár og talið mig vera
sæmilega virkan í kringum
kjarasamninga og annað”,
sagði Jón Karlsson formaður
Verkamannafélagsins Fram á
Sauðárkróki, en hann var á
dögunum kosinn varaformaður
Verkamannasambands Islands,
hlaut 70% atkvæða á móti
30% Hrafnkels Jónssonar frá
Eskifirði.
Aðspurður sagði Jón að
kosning sín hefði enga
sérstaka þýðingu fyrir kjör-
dæmið. Það þætti hinsvegar
sjálfsagt að dreifa stjórnar-
fólki VMSÍ um landið. Nú
eru tveir landsbyggðarmenn
komnir í æðstu stjórn
sambandsins í stað manna af
þéttbýlissvæðinu á suðvestur
horninu, Björn Grétar á
Hornafírði og Jón Karlsson í
stað Guðmundar J. í Dags-
brún og Karls Steinars af
Suðurnesjum. Auk þessara
tveggja þungaviktarmanna
gaf Ragna Bergmann ekki
kost á sér í stjórn VMSÍ.
Baklandið
minna hjá okkur
„Þessi breyting hefur bæði
kosti og ókosti. Það var
sterkt fyrir þá að koma úr
svona stórum félögum og
tinna æðasláttinn í gegnum
þau. Baklandið hjá okkur er
ekki eins stórt hvað þetta
snertir en við verðum að
vinna það upp á annan hátt. í
mér er sá metnaður að sýna
að þeir sem búa nokkur
hundruð kílómetra frá
Reykjavík geti sinnt stjómar-
störfunum ekki verr en þeir
sem búa á höfuðborgarsvæð-
inu”.
Nú er sama formið og í
síðustu stjórn, að Alþýðu-
bandalagið á formanninn og
Alþýðuflokkurinn varafor-
manninn. Er þetta föst regla
eða hvað?
,,Nei, þetta fer einvörð-
ungu eftir því hvaða fólk er
tilbúið að gefa kost á sér í
þessar stjómunarstöður. Sann-
leikurinn er sá að það er
leitun að fólki í þetta. En
vissulega hefur verið reynt að
Mikill bridsáhugi
á Hvammstanga
Mikill áhugi er nú um þessar
mundir fyrir brids á Hvamms-
tanga og má að einhverju leyti
rekja hann til stórkostlegs
árangurs Islendinga er þeir urðu
heimsmeistarar á heimsmeistara-
mótinu í brids nú í haust.
Bridsnámskeið hefur verið sett
á laggirnar og eru það Unnar Atli
Guðmundsson og Guðmundur
Haukur Sigurðsson sem standa
að þessu námskeiði fyrir hönd
bridsfélagsins á staðnum.
Að sögn Unnars þykir aðsókn
á námskeiðinu alveg viðunandi
miðað við íbúafjölda á Hvamms-
tanga, en á það innrituðu sig tíu
manns.
Laugardaginn 2. nóv. s.l. var
Guðmundarmótið í brids haldið
á Hvammstanga. Var þarna um
að ræða tvímenningsmót og
kepptu 32 pör. Mót þetta er
haldið ár hvert fyrsta laugardag í
nóvember á Hvammstanga og
var það fyrst haldið árið 1980
svo þetta mun vera í tólfta sinn
sem það er haldið. Gefandi
verðlauna var Sparisjóður Vestur-
Húnavatnssýslu.
Guðmundarmótið er tileinkað
Guðmundi Kr. Sigurðssyni,
heiðursfélaga bridsspilara, keppnis-
stjóra og aðalhvatamanni brids-
hreyfingarinnar á íslandi. Hann
er fæddur 22. ágúst árið 1902 og
er enn að spila.
Bridsfélag Vestur-Húnvetninga
Hvammstanga var stofnað 2.
október 1977, en bókfærð
spilamennska hefur verið síðan
1967. Helstu úrslit úr keppnum í
haust eru sem hér segir:
8. 10. Tvímenningur
1. Einar Jónsson/Örn Guðmunds-
son ................. 72 stig
2. Sigurður Þorvaldsson/Guð-
mundur H. Sigurðsson 71 stig
3. Eggert O. Levý/Steingrímur
Steinþórsson ........ 67 stig
15. 10. Butler tvímenningur
1. Marteinn Reimarsson/Unnar
Atli Guðmundsson ... 89 stig
2. Einar Jónsson/Örn Guðjóns-
son .................. 88 stig
3. Karl Sigurðsson/Kristján
Björnsson ............ 87 stig
22. 10. Tvímenningur
1. Sigurður Þorvaldsson/Guð-
mundur H. Sigurðsson 116 stig
2. Bjamey Valdimarsdóttir/Val-
gerður Jakobsdóttir . 115 stig
3. Eggert Karlsson/Steingrímur
Steinþórsson ......... 113 stig
2. 11. Guðmundarmót
1. Jón Sigurbjörnsson/Asgrímur
Sigurbjörnsson ....... 182 stig
2. Kristján Blöndal/Viðar Jóns-
son .................. 162 stig
3. Þórir Leifsson/Þorsteinn
Pétursson ............ 145 stig
halda ákveðnu jafnvægi í
stjórn sambandsins”.
Nú er Alþýðuflokkurinn í
stjórn en Alþýðubandalag í
stjórnarandstöðu. Verður þú
var við það innan VMSI í
dag?
Rétt að byrja
„Nei alls ekki. Verkalýðs-
hreyfingin er orðin mjög
fagleg og ég veit ekki um
neinn verkalýðsleiðtoga sem
lætur fjarstýrast af pólitísk-
um flokkum. Þetta hefur
breyst mikið á 20-30 síðustu
árum, hvað þá ef farið er enn
lengra aftur. Við reynum að
Jón Karlsson.
meta hvað er okkar umbjóð-
endum fyrir bestu á hverjum
tíma og vinnum samkvæmt
því”.
Nú eru kjarasamningar
framundan. Sýnistþérstefna
í átök á vinnumarkaðnum?
„Það er gjörsamlega ómögu-
legt að segja til um það. Þetta
er rétt að byrja. Menn rétt
búnir að móta kröfurnar en
samningaviðræður ekki hafnar.
Það er því alltof snemmt að
segja nokkuð til um þessa
hluti. Þetta fer eftir svo
mörgu”, sagði Jón Karlsson.
Villeroy&Boch
GLÆSILEQ GJAFALÍriA:
Kökudiskar könnur, krúsir,
matar- og kaffisteli
HLÝJU MYMDATEPPirí KOMIN
í MIKLU ÚRVALI M.A.
HESTAMYHDIR 3 QERDIR
Rúmföt sængur koddar púöar
HÁTÍIN
búðin þín
Sæmundargötu 7
Sími 35420
Qíknarfelójj, söfhuðir, skólar\ íþróttafélqg
o.fl. sem eru ífjáröflunarhugleiðingum.
er rétti tíminn til
að láta prenta jólakortin.
Qitprentum eftir Ijósmyndum
og teikningum.
Qeitið upplýsinga tímanlega.
AÐALGÖTU 2 - SÍMI 95-35711
SAUÐÁRKRÓKI