Feykir - 25.03.1992, Blaðsíða 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Þeir eru að skipta yfirá rækjutrollið skipverjar á Sigga Sveins: Guðmann Jóhannesson, Sveinn
Garðarsson, Sigurður Bragason og Halldór Kjartansson.
Kaupfélag Skagfirðinga:
Hagnaður 32 milljónir
á sfðasta ári
Rekstrarhagnaður Kaupfélags
Skagfirðinga varð 32 milljónir á
síðasta ári í stað 57 milljóna
árið á undan. Rekstrarafkoma
fyrir fjármagnsliði var hins-
vegar betri í fyrra en í
hitteðfyrra, en á móti kemur
að fjármagnskostnaður var 20
milljónum hærri á síðasta ári.
Að öðru leyti var efnahags-
staða og afkoma að mörgu
leyti lík hjá KS milli ára.
Litlar breytingar urðu til að
mynda í versluninni, helst sú
að útkoma útibúsins á Hofsósi
batnaði verulega og fór tapið
niður í 1,5 milljónir á síðasta
ári.
„Við viljum lítið tjá okkur
með útlit fyrir afkomu þessa
árs. Vextir hafa verið háir
núna framan af ári, en það
sem við höfum kannski
mestar áhyggjur af eins og
fleiri er minnkandi atvinna
fólks og skertur kaupmáttur”,
sagði Þórólfur Gíslason
kaupfélagsstjóri.
Fjárhagur Kaupfélags Skag-
firðinga er traustur. Var
hlutfall eigin fjár í árslok
41.2% og veltufjárhlutfall
1,28. Samdráttur á sviði
landbúnaðar veldur auknu
óhagræði i sláturhúsrekstri
félagsins, og verður leitað
allra leiða til að auka
hagkvæmni við slátrunina.
Talsverð aukning var
hinsvegar á sjávarútvegssvið-
inu. Tók Fiskiðjan dóttur-
fyrirtæki kaupfélagsins við
um 8000 tonnum af bolfiski
til vinnslu á síðasta ári,
fjorðungi meira en ártð á
unuan. pess ber að geta að
Fiskiðjan tók við rekstri
hraðfrystihússins á Hofsósi
síðsumars 1990 og var því
síðasta ár fyrsta heila ár
Hofsósshússins í rekstri hjá
Fiskiðjunni. Nýtt flæðilínu-
kefi í Fiskiðjunni lofar góðu
um aukin afköst, bætta
nýtingu hráefnis og auknar
tekjur verkafólks.
Dregið verður úr fjárfest-
ingum á vegum KS á þessu
ári. Þó verður haldið áfram
að byggja við ostalager
mjólkursamlagsins og versl-
un kaupfélagsins í Varma-
hlíð.
Plógurinn klipptist aftan úr
Skelveiði\ertíð báta frá Hvamms-
tanga er langt komin. Bjarm-
inn verður á veiðum fram að
mánaðamótum, en Siggi
Sveins hætti núna fyrir
helgina þegar plógurinn klipptist
aftan úr skammt norðan
Grímseyar úti fyrir Stein-
grímsfirði. Skipverjar á Sigga
voru að koma ,Tskelgræjunum” í
land sl. föstudag, þegar
Feykir var á ferð á Tanganum,
og byrja að gera skipið klárt
til úthafsrækjuveiða.
„Við vorum að prófa nýtt
svæði þarna fyrir norðan
Grímseyna þegar allt í einu
Grásleppubændur bjartsýnir
Grásleppuútgerðarmenn eru
sæmilega bjartsýnir fyrir
vertíðina sem hófst sl.
föstudag, en þá máttu þeir
leggja net sín í fyrsta skipti á
þessu vori. Reyndar voru
fæstir hér á svæðinu sem lögðu
net sín þá, þar sem veðurútlit
fyrir föstudaginn var ekki
gott. Veður til að leggja var
hinsvegar ákjósanlegt á mánu-
dag og þá biðu menn ekki
boðanna.
Markaðshorfur fyrir sölu á
grásleppuhrognum eru mjög
góðar um þessar mundir,
enda brugðust veiðar á
síðasta vori bæði hér á landi
og hjá Kanadamönnum.
Verðið sem boðið er fyrir
tunnuna af söltuðum hrognum
er nokkuð hærra en það sem
fékkst í fyrra, en þá losaði
skilaverðið 30 þúsund krónur
að jafnaði. Omögulegt er að
segja til um veiðihorfur,
altént gefur rauðmagaveiðin
í vor ekki tilefni til að búast
megi við mokveiði á fyrstu
dögum vertíðarinnar. Það
voru aðeins Siglflrðingarsem
urðu varir við rauðmaga að
einhverju gagni nú í vor.
Reiknað er með að 5-6
trillur og einn dekkbátur
stundi grásleppuveiðar frá
Sauðárkróki í vor, fimm
bátar gera út frá Selvík á
Skaga, fjórir frá Haganesvík,
tveir eru byrjaðir frá Hofsósi,
en langstærsti flotinn kemur
frá Siglufirði, 10-15 bátar.
heyrðist smellur og þriggja
sentimetra togvírinn kubbaðist
sundur. Það var auðvitað
slæmt að missa plóginn en
við vorum hvort eð er að
hætta á skelinni”, sagði
Halldór Kjartansson stýri-
maður á Sigga Sveins.
Skelveiðarnar hafa gengið
dável í vetur, en tíðin verið
fremur risjótt.
Skipverjum á Sigga bar
saman um að ekki væri
skemmtilegt á skelinni. „Þetta
er eins og að vinna i
grjótnámu úti á sjó”, sagði
Guðmann Jóhannesson. Skel-
miðin við Húnaflóann þykja
fremur grýtt, botninn slæmur,
ekki þessi fíni sandbotn eins
og er á Breiðafirðinum. Þeir
hafa verið sex á Sigga Sveins í
vetur, en þegar haldið verður
í úthafsrækjuna fækkar skip-
verjum um tvo. Það ku vera
rólegt og gott á þeim
veiðiskap. Reiknað er meðað
Siggi Sveins verði kominn á
veiðar að nýju upp úr næstu
helgi.
Bar sama dag í fyrra
Á bænum Böðvarshólum á einhver brenglun í hormóna-
Vatnsnesi gerðist það 15.
mars sl. að Surtla sex vetra
ær bar tveimur gimbrum.
Það þætti svo sem ekkert
merkilegt ef Surtla hefði ekki
borið nákvæmlega sama dag
fyrir ári tveimur hrútlömbum.
„Já hún virðist vera ákaflega
vanaföst og það verður gaman
að fylgjast með henni næst”,
sagði Konráð Jónsson bóndi í
Böðvarshólum.
„Þetta er náttúrlega ekki
eðlilegt og hlýtur að vera
starfseminni, því hún hefur
fengið í október nokkuð fyrir
fengjitíma. Eg var svo sem
orðinn var við að hverju dró
og sagði við konuna áður en
ég fór í húsin um morguninn,
að það kæmi mérekki á óvart
þó Surtla væri borin. Það
stóð heima að hún bar sömu
nóttina og í fyrra. Það
munaði bara einhverjum
tímum”, sagði Konráð í
Böðvarshólum.
—KTe*i£Í!l hp—
Aðalgötu 26 Sauðárkróki
ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA
FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
SlMI: 95-35519 • BlLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019
Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði
RÉTTINGAR • SPRAUTUN
SÆMUNDARGÖTU - SlMI 35141