Feykir


Feykir - 02.12.1992, Blaðsíða 5

Feykir - 02.12.1992, Blaðsíða 5
42/1992 FEYKIR5 „Mér finnst þetta óskaplega skrýtið allt saman" seg/r serbneski íþróttakennarínn á Laugarbakka, Milan Djuríka „Þaó vantar bara betra verður hérna. Núna er hálfs metra djúpur snjór og kalt. Þetta er ekki gott fyrir fólk sem er vant miklum hita í Júgóslavíu, talsveró viðbrigði fyrir mig. Þaó er stutt síðan ég talaöi heim og þá var þar 20 stiga hiti og sól”, sagói Milan Djuríka íþrótta- kennari á Laugarbakka. Milan réð sig sem íþrótta- kennari á Laugarbakka í haust, og hann er ekki ókunnugur Islandi, kenndi einnig íþróttir á Skaga- strönd í heitteófyrra. „Þaó cr gott fólk á Skaga- strönd og ég fer stundum í heimsókn þangað. En aðstaða til íþróttakennslu er ekki nógu góð þar, ekkert íþróttahús og það er aldrei eins gott að kenna íþróttir í félagsheimilum", segir Milan, en hann kom hingað til lands á sínum tíma vegna kunningsskapar við Marko skipasmið, sem var samborgari hans í Serbíu. „Nú er ekki gott að búa í Júgóslavíu svo ég hringdi í Marko, en þá var enga vinnu fyrir mig að hafa á Skagaströnd, kominn þangað danskur íþróttakennari“. En hvernig líkar þér fréttaflutningur hér á landi, þar sem heldur hallar á landa þína? „Mér finnst þetta mikið skrýtið. Það er búið að skipta landinu. Júgóslavía er núna Serbía og Svartfjallaland. Svo er Bosnía þar sem búa þrjár þjóðir, Serbar, Múslimar og Króatar og fólkið þar er að berjast. Það fara engir frá Júgóslavíu í stríðið í Bosníu. Mér finnst þetta allt saman skrýtið og skil þetta ekki“. Rosalega gott fyrir mig Mílan vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir hæglæti sitt og glaðværð. Þegar hann varð að keppa í körfubolta á Sauöárkróki um fyrri helgi með Kormáki á annarri deildinni, vakti þessi 37 ára Serbi athygli fyrir góðan og skemmtilegan leik. Var hann að margra áliti, langbesti Eyjólfur bjargvættur Stuttgarts í síðustu leikjum Eyjólfur Sverrisson hefur gert það gott með liði sínu Stuttgart í vetur og er búinn að skora fjögur mörk í deildarkeppninni, þar af tvö í síðustu tveim leikjum. Um helgina jafnaði hann á síðustu mínútu leiks gegn Gladback í Munchen og um fyrri helgi lagði Eyjólfur upp sigurmark Stuttgart gegn Dormund, fimm mínútum fyrir leikslok, en Jolla hafði þá skömmu áður verið skipt inn á. Þetta var annar leikur- inn í röð sem Eyjólfur þurfti að gera sér að góðu að sitja á bekknum. En Kristop Dum þjálfari Stuttgarts virtist sjá að Eyjólfur var nauösynlegur liðinu því hann setti hann í byrjunarliðið um helgina. Eyjólfur segist samt engan veginn líta á að markið urn helgina dugi til að tryggja sér sæti í liðinu til maður keppninnar, énda ekki að undra, þar sem hann var atvinnumaður í júgóslavnesku fyrstu deildinni í 15 ár. Lék meö liði heimabæjar síns Valjvo, reyndar í stöðu bakvarðar. Með Kormáki er hann hinsvegar miðherji vegna hæðar sinnar, en hann er 1,98 á hæð. „Eg er bara gamall. En ég hef gaman af körfubolta og þjálfa krakkana í skólanum og Kormák. Þetta er rosalega gott fyrir mig. Nýja íþróttahúsið hefur líka hleypt þónokkru lífi í íþróttirnar hérna. Það er að vísu svolítið vandamál að margir þurfa að keyra langt til að koma í húsið og það kostar peninga“. Milan talar alveg þokkalega íslensku miðað við hversu skammt hann hefur dvalið hér á landi. Fljótlcga eftir komuna hingað ákvað hann að læra íslenskuna í stað þess að reyna að bjarga sér á þessum fáu orðum sem hann kunni í ensku. Iþróttaunnendur í Vestur-Húnavatnssýslu eru án efa heppnir að hafa áskotnast maður með viðlíka kunnáttu í körfubolta og Mílan. Ef hann ílengist þar er ekki ólíklegt að hann þjálfi upp gott körfuboltalið með tímanum. Mílan hyggst heimsækja ættingja sína í Júgóslavíu í jólafríinu, en ýmis Ijón eru í veginum fyrir því að pappírar varðandi þá ferð fáist afgreiddir í tíma, þar sem Júgóslavía er lokað land. Eyjólfur Sverrisson. frambúðar. Baráttan sé hörð um stöðurnar ellefu og mikil pressa á liði meistaranna. Stuttgart hefur ekki gengið sem best undanfarið. Á undan sigrinum gegn Dortmund hafði aðeins náðst eitt stig úr þrem leikjum. Stuttgart er nú í sjöunda sæti, sex stigum á cftir toppliðinu Bayem Munchen. OPNUNARTIMI hjá kaupmönnum á SauÖárkróki í desember verður hefÖbundinn Auk þess höfum viÖ opiÖ: ★ LA UGARDA GINN +LAUGARDAGINN +LAUGARDAGINN irMIÐ VIKUDA GINN ★ FIMMTUDA GINN 5.DES. 12.DES. 19.DES. 23. DES. 24. DES. KL. 10 ■ 16 KL. 10-18 KL. 10-22 KL. 9-23 KL. 9-12 Okkar allra hagur er að versla í heimabyggð! KAUPMENN Á SA UÐÁRKRÓKI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.