Feykir


Feykir - 09.12.1992, Side 1

Feykir - 09.12.1992, Side 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI íslenskt lindarvatn hf: Áformar byggingu vatnspökkunarverk- smiðju á næsta ári Skipverjar á Elínu velja ígulker í prufusendingu til Japans. Stefnt að vinnslu hrogna úr ígulkerjum bráðlega „Jú við stefnum að því að hefja framkvæmdir í febrúar næstkomandi og byggja verk- smiðjuna upp á næsta ári. Annars er lítið um málið að segja að svo stöddu. Við komum ekki þessu fyrirtæki á laggirnar í útvarpi eða blöðum", sagði Hreinn Sig- urðsson á mánudagskvöld, eftir að Byggðastofnun hafði sam- þykkt 67 milljóna króna lán til Islensks lindarvatns sem Hreinn er aðili að. Islenskt lindarvatn hefur gert samning við þekktan söluaðila í Bandaríkjunum og aflað sér lánsfjármagns til framkvæmda, m.a. ríflega 60 milljóna króna hjá Vest- norræna fjárfestinga- sjóðnum. Það er þó gott betur sem þarf til að koma vatns- pökkunarverksmiðjunni á fót, „Þetta er mjög léleg veiði og hefur verið það undanfarið. Rækjubátarnir eru t.d. hættir á innfjarðarrækjunni. Það var alveg steindautt hjá þeim þá sjaldan sem gaf og birtutíminn líka orðinn stuttur. Þeir voru að byrja á línunni“, sagði Vilhjálmur Skaftason hafnarvörður á Skagaströnd. Bátarnir Hafrún og Dagrún voru að byrja á línu og vonast menn þar um borð til að ná þeim þorskkvóta sem bátarnir hafa. Krókaleyfabátamir þurftu en talan 400 milljónir hefur verið nefnd í því sambandi sem lágmarksupphæð. Islenskt lindarvatn hefur vatnstökuréttindi í landi Heiðar, þaðan er áformað að leggja vatnsleiðslu til bæjarins og er áætlað að framkvæmdir hefjist í febrúar. Forráðamenn fyrir- tækisins héldu fund með bæjarstjórn í síðustu viku, auk Hreins Siguróssonar þeir Þorsteinn Guðnason og Stefán Pálsson. Þar óskuðu þeir eftir því að Sauðárkrókskaupstaður skuldbindi sig til að kaupa virkjunarframkvæmdir ef dæmið gengi ekki upp. Heimildir blaðsins segja aó bæjarstjórn hafi ekki verið fús að leggja þá ábyrgð á bæinn nema gegn ákveðnum skilyrðum sem ekki hafa verið látin uppi. hinsvegar að hætta á línunni um mánaðamótin. Sigurður Pálmason er farinn suður á Klónni sinni og Sæstjaman var að draga í síðasta sinn á mánudag, en báturinn komst ekki til að vitja um á dögunum vegna veðurs. Von var á Arnari til hafnar á Skagaströnd í gær með sára- lítinn afla, en skipið hefur eins og fleiri togarar lítið getað athafnað sig undanfarið sökum veðurs. Þá var búist við Örvari í dag. Þar hefur veiðin einnig verið treg. Forráðamenn nýstofhaðs fyrirtækis um vinnslu á hrognum ígulkerja, eru bjartsýnir á að vinnsla þeirra muni hefjast á Sauð- árkróki áður en langt um líður, ef til vill upp úr ára- mótum. Tilraunasending til væntanlegs kaupanda í Japan þykir lofa góðu. Vinnsla á hrognum ígulkerja er mjög mannfrek, 15 manns þarf til vinnslu á tonni, en vinna þarf vöruna ferska og koma henni með fyrstu ferð á markað. Tímaspursmál er hvenær ígulkerin ná þeirri 13% fyllingu sem þarftilað varan verði fyrsta flokks. Þegar það gerist er von á fulltrúa væntanlegs kaup- anda í Japan, sem leiðbeina mun um frágang vinnslu- aðstöðu og einnig kenna hvernig ganga á frá vörunni fyrir þann sælkermarkað sem hrogn ígulkerjanna fara á. Nýstofnað hlutafélag heitir IS-X og hyggjast stofnendur þess kappkosta að vara sem seld veróur undir þessu merki sé fyrsta flokks. Það er ástæðan fyrir því að þess er beðið að ígulkerin nái 13% fyllingu en hún er nú tæplega 10%. Tilraunaveiðar hófúst í nóvem- berbyrjun og er ætlað að standa til febrúarloka. Markaðs- mál eru í höndum fyrirtækis í Sandgerði sem hóf útflutning ígulkerja héðan upp úr miðjum síðasta áratug. IS-X menn njóta þar reynslu og þekkingar Sandgerðinga á markaðsmálun „Vió erum mjög bjartsýnir á að vinnsla geti hafist fljótlega og aðilar í héraði og nágrannasveitarfélögum leggi okkur lið. Við horfum ekki einungis til þess að ígulker verði veidd á Skagafirði heldur á Húnaflóa og fleiri svæðum, en talið er að við strandlengju landsins sé eitt af þrem bestu ígulkerja- svæðum heimsins. Við gætum þurft fleiri báta til veiðanna, og ef vel tekst til með grisjun og nýtingu veióisvæða, er hugsanlegt að farið verði að vinna þessa vöru á fleiri stöðum. Til að byrja með gerum við ráð fyrir að 60% upp úr sjó nýtist til vinnslu- nnar, en þegar búið er að grisja svæóin eykst hún. Skipulag og tilhögun veiða verður að vera gott, og við ætlum okkur að hafa yfir- umsjón með því”, segir Þórar- in Sólmundarson stjómarmaður. Það er hugvit Einars Jóhannessonar uppfinninga- manns á Blönduósi sem orðið hefur til þess að tilrauna- veiðar á ígulkerjum hófust. Einar hefur undanfarin ár unnið aö þróun veiðarfæra á þessa tegund sjávarfangs, og hugmyndin að smíði plógsins byggist á skelveiðiplógnum sem hann smíðaði á sínum tíma. Einar hafði árangurs- laust reynt að fá sjómenn til aö prófa þetta veiðarfæri, þar til Pétur Erlingsson á Elínu gekk til samvinnu við Einar nú í haust. Dræm veiði Skagastrandarbáta: Rækjubátarnir hættir veiðum og farnir á línu —ICTcm§íII kp— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA SfJfJbílaverkstæði Æ M mm U Sími:95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.