Feykir


Feykir - 09.12.1992, Side 3

Feykir - 09.12.1992, Side 3
43/1992 FEYKIR3 Hegranesið seldi vel Hegranes SK-2 geröi ágæta sölu í Bremerhaven sl. fimmtu- dag. Skipið seldi 122 tonn af karfa og var heildaraflaveró- mæti 16,5 milljónir. Meðalverö var 135 krónur fyrir hvert kíló eða 10 krónum hærrra en Skagfirðingur fékk í byrjun síðasta mánaðar. Jólahlaðborð í Staðarskála „Nei það er aldeilis ekki allt að deyja út í sveitinni. Við verðum með jólahlaðborð héma á föstudaginn og laugar- daginn kemur, og ég er þegar byrjaður að skrifa niður á biðlista fyrir laugardaginn", segir Magnús Gíslason veit- ingamaður í Staðarskála. Boðið hefur verið upp á jólahlaðborð í Staóarskála í nokkur ár og hafa þau öðlast sess. Að þessu sinni ríkir áreiðanlega eftir- vænting margra gestanna, að sjá hvers tvær starfsstúlkur skálans hafi orðið vísari í Noregi nýlega, en þangað fóru þær að kynna sér norskt jólahlaðborð. Hamborgarar ekki hátíðarmatur „Þetta var góð spurning“, sagði Magnús þegar hann var spurður að því hvort hann þyrfti nokkuð að hafa jólahlað- borð og annað tilstand fyrir jólin. Hvort hann hefði ekki alveg nóg úr ferðamannaum- ferðinni? „Ég lít þannig á að maður verði alveg eins að gera eitthvað til hátíðabrigða fyrir ferðamanninn og hvern annan. Það er lítið hátíðlegt að sitja yfir hamborgumm og frönskum", sagði Magnús. Meðal skemmti- krafta hjá honum um helgina verður trúbadorinn Ingi Gunnar Jóhannsson og sönghópur úr Mið- firði, sem kallar sig „Hvcrs vegna“. Nafli alheimsins Menn rekur eflaust minni til þess karps er varð milli ákveð- inna bæjarfulltrúa á Sauðár- króki og Siglufirði fyrir nokk- rum árum, út af því hvort nafli alheimsins væri á Siglufirði eða Króknum. Sjálfsagt hefur Króksarinn verið drýgindaleg- ur á dögunum þcgar komið var upp við símstöðina á Króknum spegli fyrir örbylgjusendingar frá símstöðinni á Króknum yfir að Felli í Sléttuhlíð og þaðan fer geislinn frá öðrum sendi í símstöðina á Siglufirði. Þessu örbylgjusambandi er komið á sökum þcss að ljósleiðari verð- ur ekki lagður til Siglufjarðar. Símstöðin á Króknum er nokk- urs konar móðurstöó fyrir nýju símstöóina á Siglufirði og það finnst bæjarfúlltrúanum á Krókn- um ábyggilega góó rök í nafla- umræðunni. Jón Karlsson formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju: Athugasemd vegna greinar um fánastöng Í 42. tölublaði Feykis 1992 er lítil klausa skrifuð af Rannveigu Þorvaldsdóttur, þar sem hún skýrir frá því að „Systur á Sauðárkróki“ hafi fært Sauðárkrókskirkju fánastöng ásamt íslenska fán- anum, þ. 26. júlí 1988. Þá skýrir hún frá því að gjöf þessari hafi verið stungið undir stól og að lokum kvartað yfir að stöngin skyldi ekki hafa verið tekin til brúks í tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar. Við þetta þurfa að koma nokkrar leiðrétt- ingar og skýringar. Það er falleg hugsun og vel skiljanleg þegar fólk gefur til kirkju sinnar í minningu látinna ástvina. Flestar kirkjur eru, hvað snertir búnað gerð og umhverfi háðar ákveðnu skipulagi og stíl sem yfirleitt er ekki verið að hlaupa til með og breyta fyrirvaralítið. Þessvegna er það nú svo að stundum getur orðið vand- ræðaleg þögn þegar gjafir berast t.d. búnaður sem stíll eða eitthvað sem breytir útliti eða umhverfi. Þetta þekkist víða um land og kemur til af því að þeim sem vilja minnast ástvina sinna á þenn: an hátt, hefur ekki hug- kvæmst að hafa samráð við forráðamenn viókomandi kirkju um gjöfina. Svo var um þessa fánastöng. Og það má koma fram, að því fer fjarri, að allir séu sammála að fánastöng eigi að standa við kirkjuna. Það er þó ekki aðalástæðan fyrir því að hún hefur ekki verið rcist. Þegar farið var aó huga að endurbótum og stækkun kirkjunnar 1988 og '89, sem lauk svo með endurvígslunni í nóv. 1990, var ætíð ljóst að eitt af þessum verkcfnum sem hlyti að tengjast þessu, var endurskipulagning á lóðinni. Þetta á gefendum að vera ljóst, þar sem þeim var skýrt frá því í þakkarbréfi, að ákvöróun um staðsetningu yrði að bíða vegna þessa. Þá má geta þess að sóknar- prestur hefur tvívegis gert þessa gjöf að umtalsefni við messu, þakkað fyrst og skýrt hversvegna málið er ckki komið lengra. Af kostnaðarástæðum hef- ur ekki verið hægt að ráðast í þessa vinnu utan dyra. Það byrjaði þó nú í haust vegna myndarlegs framlags bæjar- stjómar í þessu skyni. Vonast má til að haldió verði áfram við þá vinnu von bráðar. Verður þá fánastönginni góðu ætlað pláss á verðugum stað. Uppboö á lausafjármunum Lausafjáruppboö þaö sem auglýst var í síöasta tölublaði Feykis fer fram viö lögreglustöðina á Sauöárkróki 12. desember 1992 og hefst kl. 14. 7. desember 1992 Sýslumaðurinn á Sauðárkróki. Steinullin: Góð sala í haust Eftir að hafa verið heldur undir áætlunum í tölum fram eftir ári, hefur góð einangrunarsala frá Stein- ullarverksmiðjunni í haust gert það að salan í ár verður trúlega heldur meiri en áætlað var. Utflutningur hefur aukist í tekjum talið frá síðasta ári um 28% en sala innanlands er hinsvegar 11% minni en í fyrra, og 2% minni en áætlað var að hún yrði á þessu ári. Gengisfellingin á dögunum gerir það svo að verkum að lán Steinullarverksmiðjunnar, sem eru að stærstum hluta erlend, hækka um einhverja tugi milljóna. Einar Einarsson fram- kvæmdastjóri segir því ljóst að rekstrarútkoman verði heldur verri á þessu ári en því síðasta. Salan í ár neniur 4600 tonnum á móti 4829 í fyrra. Tekjur ársins nema 350,6 milljónum en voru 359,4 á sama tíma í fyrra. Ljóst er að tilkostnaður hefur aukist, til að niynda vegna aukins útflutnings og minnkandi sölu innanlands. Tveir þriðju hlutar útflutnings fara á Bretlandsmarkað, þar sem sterlingspundið hefur fallið. Annar útflutningur er til Þýskalands, Hollands og Færeyja. SAMVINNUBOKIN • Nafnvextir 6,25% • Arsávöxtun 6,35% • Raunávöxtun Samvinnubókar árið 1991 var 7,64% INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.