Feykir - 22.12.1992, Blaðsíða 2
2FEYKIR 45/1992
F EYKIR
- -BL Óháö fréttablaö á Noröuriandi vestra
Kemur út á miðvikudögum vikulega.
Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2,
Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550
Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703
Fax 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur
Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson
A.-Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson V,-
Húnavatnssýslu. Auglýsingastjóri: Hólmfríður
Hjaltadóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr.
Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson,
Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason.
Áskriftarverð 110 krónur hvert tölublað.
Lausasöluverð 120 krónur. Umbrot: Feykir.
Setning og prentun: Sást sf.
Feykir á aðild að Samtökum bæja-
og héraösfréttablaða
Fram segir upp
kjarasamningum
Almennur félagsfundur í
Verkamannafélaginu Fram
sl. fimmtudagskvöld sam-
þykkti að segja upp gildandi
kjarasamningum, og falla
þeir úr gildi 1. febrúar. Vaka
á Siglufirði hefur einnig
ákveðið uppsögn samninga.
Félagsfundur Fram lýsir í
ályktun þungum áhyggjum yfir
versnandi afkomu láglauna-
fólks og alvarlegu atvinnu-
ástandi sem nú hefur skapast,
og líkur á að fari versnandi.
Fundurinn mótmælir álögum á
launafólk í formi skattahækk-
ana, aukinni kostnaðarhlutdeild
í heilbrigðisþjónustu og verð-
hækkunum sem dynja yfir í
skjóli gengisfcllingar.
Þá er harmað að svo virðist
sem rofnað hafi það víðtæka
samstarf sem leiddi af sér
stöðugleika og verðbólgulaust
þjóðfélag undanfarna mánuði.
Fundurinn harmar einnig að
ríkisstjórnin skyldi ekki ganga
til samstarfs við verkalýðs-
samtökin um þær efnahags-
aðgerðir sem kynntar voru í
síðasta mánuði. Hugmyndum
sem miðuðu að því að treysta
atvinnulífið og dreifa á rétt-
látan hátt þeirri kjaraskerðingu,
sem óhjákvæmileg virðist með
því að reyna eftir mætti að
verja láglaunahópa fyrir áföllum.
Þá mótmælir félagsfundur
Fram áformum um hækkun
vaxta í húsnæðiskerfinu og
lækkun vaxtabóta, og bendir á
að í þeim tekjusamdrætti sem
minnkandi atvinna veldur, sé
stórhætta á að greiðsluþoli
þeirra verði ofboðið sem skuld-
ugastir eru vegna húsnæðis-
kaupa.
Gengið frá stofnun Farskóla
Norðurlands vestra
Nýlega var gengið frá stofnun
Farskóla Norðurlands vestra.
Skólanum er ætlað að annast
hverskonar fræðslustarf í
kjördæminu, sem ekki flokk-
ast undir starfsemi öldunga-
deilda eða námskrárbundið
nám á framhaldsskólastigi.
Starfsemi skólans skal miðast
við að auka starfshæfni og
vellíðan, eins og segir í
skipulagsskrá að skólanum.
Stofnaðilar skólans eru Fjöl-
brautaskólinn, héraðsnefnd-
irnar þrjár, Siglufjarðar-
kaupstaður, Menningar og
fræðslusamband aiþýðu og
Iðnþróunarfélag Norður-
lands vestra.
Gert er ráð fyrir að stofn-
anir, samtök launþega, atvinnu-
rekenda, og önnur félagasam-
tök geti gerst aðilar að skól-
anum. Að sögn Jóns F. Hjartar-
Fyrsta blað
Feykis á nýju
ári kemur út 6.
janúar
sonar skólameistara Fjölbrauta-
skólans, standa vonir til að mcð
formlegri stofnun farskólans og
við það að fleiri aðilar standa
nú undir námskeiðahaldi en
áður, verði hægt að auka og
bæta starfsfræðslu út um
kjördæmið, og þess er vænst að
atvinnulífið á svæðinu eigi cftir
að njóta í verulegum mæli góðs
af starfsemi farskólans.
Skipulagsskrá skólans var
samþykkt með fyrirvara um
endanlegt samþykki héraðs-
nefnda og stjórna stofnaðila.
Tekur hún gildi eftir að allir
aðilar hafa staðfest hana. Gerir
hún ráð fyrir að sérstök
fræðslunefnd innan hvers héraðs
kjördæmisins kanni þörf fyrir
námskeiðahald, kynni náms-
framboó og í samstarfi við
skipulagsstjóra skólans örvi
umræðu um endurmenntun.
Farskólinn mun hafa sérstakan
fjárhag, en Fjölbrautaskólinn
leggur til skólans hálft stöðu-
gildi. Aðrir aðilar greiða sam-
kvæmt samkomulagi hálf laun
starfsmanns auk kostnaðar
vegna starfa stjómar og fræðslu-
nefnda. Námskeiðagjöld skulu
standa undir öðrum kostnaði.
Þcir sem undirrituðu stofn-
skrána fyrir hönd stofnaðila
voru: Jóhann Bjömsson á Laug-
arbakka, Elín Sigurðardóttir
Torfalæk, Jón Karlsson Sauð-
árkróki, Björn Valdimarsson
Siglufirði, Þorvaldur Oskars-
son Sleitustöðum, Kristján
Bjöm Garðarsson Blönduósi
framkvæmdastjóri INVEST,
Snorri Konráðsson frá Menn-
ingar- og fræðslusambandi
alþýðu og Jón F. Hjartarson
skólameistari Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra.
Bestu mjólkurkýr á Norðurlandi:
Skagfirskar kýr í
fjórum efstu sætum
Gleðilegjól ^
gott ogfarsœlt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Sauðárkróks Apótek
Aðalgötu 19 • Sími 35336 og 36784
Nýlega afhenti Búnaðar-
samband Skagafjarðar viður-
kenningar til kúabænda vegna
mats á bestu mjólkurkúm
héraðsins, en kúasýningar
svokallaðar voru haldnar í
Norðlendingafjórðungi á
síðasta vori. Mjólkursamlag
Skagfirðinga veitir verð-
launaskildi tii eigenda átta
bestu kúnna í héraðinu, en
þess má geta að þær fjórar
efstu voru jafnframt efstar
yflr allt Norðurland. Við
matið er gerð úttekt á bygg-
ingarlagi kýrinnar, með
verulegu tilliti til ástands
júgurs og spena. Við bætist
síðan einkunn er byggir á
afurðaskýrslum.
Kýr Eymundar Þórarins-
sonar bónda í Saurbæ í Lýt-
ingsstaðahrcppi komu vel út úr
matinu, og eru ráðunautarnir
að gantast með að heima-
mundur sá er Eymundur fékk
frá Hjallalandi í Sæmundarhlíð
hafi reynst vel, en dóttir og
dótturdóttir kýr sem hann fékk
þaðan, cru meðal þcirra fjög-
urra cfstu í matinu.
Það var Skvetta frá Saurbæ
sem hafnaði í efsta sæti með
212 stig. Kolgríma frá Litlu-
brekku í Hofshreppi varð önnur
með 211 stig og Frekja frá
Ketu í Rípurhreppi hlaut sama
stigagjölda. Birta frá Saurbæ
varð fjórða með 210 stig, Flóra
frá Efra-Ási í Hólahrcppi
fimmta með 205 stig. Þá Krafla
frá Hátúni í Seyluhreppi með
204 stig, mcó sama stigafjölda
var cinnig Stjarna frá Oslandi í
Hofshreppi, og síðan í áttunda
sæti kom Grána frá Asgeirs-
brekku í Vióvíkursveit mcó
203 stig.