Feykir


Feykir - 22.12.1992, Side 3

Feykir - 22.12.1992, Side 3
45/1992 FEYKIR3 Bændur hagnast á að klippa dilka Einstaka Ixmdi tók það til bragðs í haust að rýja sláturlömb sín, og hagnaðist vel á því, þar sem um 520 krónur fást fyrir ull af mcðallamhi, en cinungis 170 krónur fyrir gæruna til sútunar- stöðva. Sigvaldi Böðvarsson bóndi á Mýrum II við Hrútafjörð er einn þeirra fáu bænda sem rúði öll sín sláturlömb. Sigvaldi scm er alvanur og fljótur rúnings- maður, reiknar sér 350 krónur í laun fyrir rúning á hverju lamhi, og segir að ef hann hefði alltaf haft svona hátt kaup við rún- inginn, ætti hann orðið digra sjóði. Bændablaðið og Flóinn hafa fjallaó um þennan þátt ullarmál- anna undanfarið. Bændablaðið segir að þessi aukabúgrein sé ekki vel séð, enda mundi hún kosta ríkis- sjóð cinar 150 milljónir króna í auknum niðurgreiðslum ef allir bændur færu að stunda þetta, en stefnt hefur verió að minnkun niðurgreiðslna frekar en hitt á stjórnarheimilinu. Það sem milli- liðurinn greiðir fyrir ullina er um 20% af útsöluverði, hinn hlutinn tæplega 80% eru niðurgreiðslur. Jóhann Már Jóhannsson í Kellavík í Hegranesi klippti í haust gærur af öllum lömbum sínum eftir að þeim hafi verið slátrað, en hann óttaðist að ganga of nærri gærunni við rúning fyrir slátrun og særa dilkinn svo hann félli í kjötmati. Jóhann sótti um leyfi til að klippa ullina af gærunum og segir að það hafi strax komið í ljós að „kerfið“ hafi ekki ætlað að leyfa sér að ná í auka- pening með þessu móti. Hann fékk þó undanþágu að gera þetta einu sinni en aldrei meir. Jóhann var síðan viðstaddur mat á ullinni og átti frekar von á þokkalegri flokkun, þar sem ull af heimaslátruðu frá honum hafði vcnjulega farið nokkuð jafnt í fyrsta og annan flokk. „Þetta endaði með því að ég strunsaði út eftir nokkuð frjálsleg orðaskipti við yfirmatsmanninn. Það var aó vísu örlítið blóð á stöku stað en hann sá blóð „út um allt“ og flokkaði þessa bestu ull sem hægt er að fá ýmist í 2. eða 3. flokk”, segir Jóhann. Hann þurfti að henda gærunum þar sem sútunarverksmiðjur vildu ekki kaupa þær án ullar. Sigvaldi á Mýrum klippir sín lömb fyrir slátrun, og skilur eftir smákraga á hálsi og kviö, til að þokkalegt sé aó handsama þau í sláturhúsi. Ekki er útséð með að gærur Sigvalda seljist ekki þótt snoðaðar séu, en nokkuð ljóst að Sigvaldi má vel við una. Söngur í Miðgarði yfir hátíðarnar Bæði Rökkurkórinn og Karla- kórinn Heimir verða með söngskemmtanir yfir hátíð- arnar. Rökkurkórinn verður með sína skemmtun í Mið- garði á annan í jólum, og Heimir verður síðan með ára- mótaskemmtun á sama stað 2. janúar. Venjulega hefur Heimir verið meö þrettánda- skemmtun, en þar sem þrett- ándinn lenti í miðri viku að þessu sinni varð að færa skemmtunina fram. Fjöldi cinsöngvara kemur fram meö Rökkurkórnum aö þessu sinni. Þeir eru Valgeir Þorvaldsson, Ásgeir Eiríksson, Svana Berglind Karlsdóttir, Sigurjón Jóhannesson og Mar- grét Stefánsdóttir. Stjórnandi Rökkurkórsins er Sveinn Ama- son og undirleikari Tomas Higger- son. Að lokinni söngskemmt- uninni leikur hljómsveit Ingi- mars Eydal fyrir dansi. Þrír einsöngvarar syngja meö Karlakómum Heimi laug- ardaginn 2. janúar. Þeir eru bræðumir Pétur og Sigfús Pét- urssynir og Einar Halldórsson. Stjómandi Heimis er Sólveig S. Einarsdóttir og undirleikari Tomas Higgerson. Þá skcmmta Gal- goparnir frá Akureyri, meö Óskar Pétursson fremstan í flokki, og að lokum leikur hljómsveit Geirmundar fyrir dansi. Báöar söngskemmtan- imar hefjast kl. 21. Tíunda skáldsaga Birgittu „Nei, það er alveg fjarri því að ég lifi í einhverjum ímynd- uöum heimi, þó svo að skáld- sagan höfði svona sterkt til mín. Þvert á móti held ég að þetta viðfangsefni geri mig raunsærri, og foröi mér frá því að bíta í mig einhverjar ranghugmyndir”, segir Birg- itta Halldórsdóttir rithöfúndur á Syðri-Löngumýri. Enn ein skáldsagan kemur frá Birg- ittu fyrir þessi jól, sú tíunda í röðinni, en síðan sú fyrsta kom út fyrir jólin 1983, hefur árlega komið saga úr ritsmiðjunni á Löngumýri fyrir hver jól. Nýjasta saga Birgittu er reifarakennd eins og þær fyrri. Þessi heitir Dætur regnbogans og er gefin út af Skjaldborgu eins og fyrri bækur höfundar. í sögunni er lesandanum boöiö í ferð til fortíóarinnar, þar sem hjátrú og hindurvitni ráða ríkjum. Þar kynnist hann Mar- gréti, 16 ára stúlku, sem nauóug er gefin sýslumanninum, sem hæglega gæti verið faðir hennar, og baráttu Margrétar viö örlögin og ástina. Einnig Halldóru vitru, þessari dular- fullu konu sem vill ckki ræða fortíð sína. Sú spuming cr áleitin hvort Halldóra sé nom eða gáfuð kona á undan sinni samtíð. I sögunni eru margar áhuga- verðar pcrsónur, svo sem eins og séra Matthías sem einungis sér biskupsembættið í hillingum, Andrew, Englendingurinn fagri, sem kemur hjörtum ungu kvenn- anna til að slá hraðar, og þá kcmur við sögu Blóðugi-Bcrgur, þcssi grimnii lostafulli böóull. Fyrst og fremst er þetta samt saga kvennanna, sem á magnþrunginn hátt veróa að bcrjast fyrir lífi sínu og ham- ingju. Sagan er hlaðin spennu, dulúð og rómantík frá upphafi til enda. Hún lýsir á bcrorðan hátt margháttuðum tilfinn- ingum sögupersónanna og kcmur trúlcga til mcð að halda föngnum huga margs lesandans. „Ég hcld ég geti ckki annað cn verið ánægð mcð þær viðtökur sem bækur rnínar hafa fengió, og kannski sér- staklega með þessa bók. Mínar bækur hafa selst ágætlcga miðað við bókasölu yfirlcitt, cn hins- vegar mættu bækur seljast mun betur en þær gera nú orðið“, segir Birgitta, sem stundarþessa sérstæðu aukabúgrein mcðal bænda, að skrifa magnþrungna reyfara og skáldsögur. r * JOLA VFJSLA ) Á lHJLF--4a=:-j . ‘ Miu| Tilboð á AEG og TEFAL heimilistækjum t.d. Djúpsteikingarpottur aðeins kr. 8490.- Mínútugrill aðeins kr. 7990,- Samlokugrill aðeins kr. 3995.- Husqvarna sauma- og overlockvélar vélar f sérflokki Úrval SIEMENS heimilistækja til jólagjafa kaffikönnur - brauðristar - vöfflujárn - gufustraujárn o.m.fl. ÍTÖLSKU POTTARNIR FRÁ LAGOSTINA LOKSINS KOMNIR. Emile Henry glervörurnar fyrir ofna og örbylgjuofna Munið eftir aukaperum í jólaseríuna og rafhlöðum í leikföngin. ófjj/itzcj jót RAFVERKTAKAR

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.