Feykir - 22.12.1992, Síða 4
4FEYKIR 45/1992
„Við verðum að þjálfa upp
í okkur þolinmæðina"
Sagði Gestur Þorsteinsson í aðventuhugleiðingu í Sjávar-
borgarkirkju fyrir fjórum árum. Þessi orð eiga enn erindi.
Sjávarborgarkirkja er ákaflega felleg en lítil timburkirkja.
Ég veit ekki hvort þió
hafió tekió eftir, hvaó
róandi er að horfa í
kertaljós eins og vió
notum hér í kvöld, arineld
eóa eld yfirleitt; ef við
höfum á honum stjóm. Þá
hafió þió sjálfsagt veitt
því eftirtekt hvaó virkar
róandi á böm aó lofa
þeim aó sulla í vatni. Af
höfuóskepnunum fjórum
hefur okkur gengió hvaó
best aó beisla eldinn og
vatnió. Þó er enn langur
vegur frá aö þeim takist
ekki annaó slagió að
„nudda“ úr sér og það er
alls ekki jafnróandi aó
horfa á íbúóarhús brenna
eóa fossandi leysingavatn
streyma inn um bagga-
gatió, svo einhver dæmi
séu tekin. Engum blöóum
er þó aó fletta aó okkur
hefur tekist betur og betur
aó nýta afl og eiginleika
höfuóskepnanna, sem aftur
er ein af ástæóum örra
breytinga á okkar högum
undanfarna áratugi, aó
maóur nú ekki tali um
árhundruó.
Örbirgð og basl
Aö koma í gamalt hús sem
þetta, fær mann til að velta
fyrir sér þessuni stórkostlegu
breytingum. Þessi kirkja vekur
ekki hjá mér sömu hugsun og
aö koma í nýviögerða dóm-
kirkjuna á Hólunt í Hjaltadal,
sem mér finnst í einu orði sagt
„guödómleg'4. Hér í þessum
fátæklegu vistarverum fer
maður að hugsa um örbirgð og
basl sem alþýða manna bjó við.
Ekki er liðið lengra en sem
ncmur fjórum mannsöldrum,
eða nánar tiltekið 230 ár, síðan
fært var í kirkjubækur hér í
Fagraneskirkju að 35 manns
hefðu látist í þessum sóknum á
tveimur árum og flestir úr
hungri. Um það bil einni öld
síðar ólst upp á Innstalandi
stúlka sem orti svona um æsku
sína.
Þrátt var kalt og þröngt um bú
þrár mín leikföng hétu.
Nokkru síðar var þessi
mannlýsing rituó um húsfreyju
á Reykjaströnd: „Hún var
dagfarsprúð, fáskiptin og
viðmótshlý, en orðin beygð af
lífsins stríði og fátækt".
Þróun þýðir ekki
stökkbreytingar
Af þessunt dæmum og
auðvitað ótal mörgum öðrum
frásögum vitum við að líf
feðranna okkar var ólýsanlega
frábrugðið lífi okkar. Við sem
höldunt 20 stiga hita og þar
yfir í hýbýlum okkar á hverju
sem dynur, getum vart gert
okkur í hugarlund ástandið í
torfbæjunum, þar sem hitinn
fór jafnvel undir frostmark
þegar verst lét.
Það er fjarri mér aó ég vilji
að aftur verið snúið af vegi
þessarar þróunar, en þó finnst
ntér að við eigum að geta sætt
okkur við að fara örlítið hægar.
Ef við erum of kappsfull í
lífsgæðakapphlaupinu, er hættar
við aó við springum á
„limminu". Þessu er hægt að
líkja við langhlaupara sem fer
of geyst í miðju hlaupi, gerir
sér ekki grein fyrir takmörkum
sínum, ofgerir sér og kemst
ekki alla leið. Grunnþjálfun
hans var ekki nægjanleg.
Samlíkingin er sláandi
einföld, en svona er þctta. Til
að auka lífsglcði okkar, þ.e. ná
okkar markmiðum í lífsgæða-
kapphlaupinu, verðurn við fyrst
að skapa grunn undir fram-
leiðslu meiri verðmæta. Það á
kannski ekki vel við að tala urn
þetta í guðshúsi, en kirkjunni
er þetta ekki óviðkontandi
frekar en annaö. Og hvort sem
við ræðum pcningahyggju í
kirkjunni eða ekki, er verð-
mætasköpunin undirstaða hag-
stæðrar þróunar, og þcgar ég
segi þróunar, á ég ckki við
stökkbreytingar.
Jafnvel þó góðærið
endist í sjö ár
Ég tel að hægfara þróun sé
mörgum sinnunt farsælli, cn
allar þær kollsteypur, scm við
höfum tekið á síðustu árum. Er
ég þá að tala um þjóðina í
heild. Við crum að rcyna að
framkvæma hluti hér á 10
árum, sem aðrar þjóðir hefur
tekið 100 ár. Ef vextir breytast
um hálft prósent í London eða
New-York kcmurþað í hcims-
fréttunum. Hér er ekkert til-
tökumál þó vextir sveiflist frá
10-40%.
Við Islcndingar verðum að
fara að horfast í augu við stað-
reyndirnar. Þctta gengur ekki
svona lengur. I góðæri verðum
við að leggja í sjóði, jafnvel þó
góðærið endist sjö ár, en ekki
eyða öllu jafnharðan cða fyrir-
fram. Við verðum í þessu veiði-
mannaþjóðfélagi að búa okkur
undir bakslagið, sem kemur
fyrr eða síðar. Við geturn ekki
stöðugt verið að staglast á
mistökum genginna kynslóða.
Þetta er í okkar höndum núna
og ekki eftir neinu að bíða.
Við verðum að byrja á því
að þjálfa í okkur þolinmæðina,
það vel að hún verði hcimtu-
frekjunni yfirsterkari. Heimtu-
frckjan hefur fcngið að leika
lausum hala of lcngi. Foreldrar
okkar flestra, sem fædd eru
skömmu cftir seinna stríðið, og
jafnvel sunt ykkar sent hér eru,
fæddust í torfbæjum. Hugsið
ykkur breytingamar. Af hvcrju
liggur okkur svona rnikið á.
Eigum við ekki að hugsa um
þctta í önnum aðventunnar. Ég
vona að guð gcfi ykkur gleði-
lega jólahátíð og gnægó gæfu
og þolinmæði á komandi ári.
Gestur á skrifstofu sinni í útibúi Búnaðarbankans á Króknum.
Bestujóla- og nýársóskir
Þökkum vióskiptin á árinu
sem er að líða
^ning - Snmarhótel ^ttiing - Hólnm
#>ning - Veisluþjónnsta
Hestaflutningar!
Verð vikulega í hestaflutningum og
fleiru næstu vikur. Annast elnnig
hestasölu. Upplýsingar í síma 985-
29191 og 91-675572 á kvöldin eóa í
síma 95-38241.