Feykir


Feykir - 22.12.1992, Qupperneq 8

Feykir - 22.12.1992, Qupperneq 8
Öháö fréttablaö á Noröurlandi vestra 22. desember 1992, 45. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! m Einkareikningur -framtíöarávísun á góða ávöxtun, ódýran yfirdrátt og víðtæka viðskiptaþjónustu! Landsbanki Sími 35353 L Islands Banki allra landsmanna Blönduósingar segjast búa við óöryggi í snjóruðningsmálum: Veghefillinn á Blönduósi en lyklarnir vestur á Hvammstanga íbúar Blönduóss og nágrcnnis eru ekki ánægðir með skipan snjóruðningsmála í hérað- inu og telja sig búa við mikið óöryggi í þeim efnum. Málum er þannig háttað að töluverðan tíma getur tekið að veghefill sem staðsettur er á Blönduósi komist í gagnið, þar sem stjórnandi hans er búsettur á Hvamms- tanga. A þessa skipan reyndi í tvígang í óveörinu í síðustu viku. I fyrra skiptið þegar slökkviliðsmenn frá Blönduósi þurft að brjótast í tvo hálfan tíma til Nautabús í Vatnsdal þar sem eldur kom upp í íbúð- arhúsi, og kvöldið eftir lentu björgunarsveitarmenn á Blönduósi í erfiðleikum þegar þeir náðu í konu í barnsnauð á einn fremsta bæinn í Blöndudal. Bragi Amason slökkviliðs- stjóri á Blönduósi segir óvió- unandi, aó lyklar veghefilsins séu geymdir á Hvammstanga þegar nóg sé af vönum veg- hefilsstjórum á Blönduósi, sem gripið gætu inn í þegar neyðartilfclli sem þessi kæmu upp. Ofeigur Gestsson bæjar- stjóri kvaðst hafa óskað eftir því við Jónas Snæbjörnsson umdæmisstjóra vegagerð- arinnar að skipulag snjóruðn- ingsmála í héraðinu yrðu endurskoðuð með tilliti til öryggisþátta, sem greinilega væru ekki til staðar. Það var upp úr kvöld- matnum sl. þriðjudagskvöld sem nágrannar Nautabús í Vatnsdal urðu varir vió eld í íbúóarhúsinu þar, en einbúi sem þar býr var ekki heima þcgar cldurinn kom upp. Eins og áður segir tók það slökkvi- liðið á Blönduósi vel á þriðja tíma að brjótast á staðinn og var þá mikió tjón orðið. Slökkvistarfið tók svipaðan tíma, og brann um helmingur vistarvera, en annar hluti húss- ins, útveggir og þakviðir er heil- legt. Eldsupptök eru ókunn. Það var síðan kvöldið eftir sem sængurkona frá Bolla- stöðum einum fremsta bænum í Blöndudal, þurfti á aðstoð björgunarsveitar að halda til að komast á fæðingardeildina á Héraðssjúkrahúsinu. Þá var mikil ófærð í Langadal, og eins og kvöldið áður var veg- hefillinn staðsettur á Blöndu- ósi en lyklar hans geymdir vestur á Hvammstanga. Maður á Skaga varð úti í óveðrinu Benedikt Guðmundsson bóndi á Saurum á Skaga fannst látinn skammt frá bænum sl. fimmtudags- morgun. Ekki var vitað um ferðir Benedikts frá því á laug- ardeginum áður, eða daginn áður en gekk í norðanveðrið. A miðvikudagskvöld hóf björgunarsveit leit að Benedikt og bar hún árangur moguninn eftir. Benedikt var einbúi á Saurum og er talið að heilsa hans hafi bilað í óveðrinu. Fljótamenn án útvarps sólarhringum saman „Þetta er gjörsamlega óvið- unandi ástand í útvarps- málunum hjá okkur. Við höfum ekki heyrt í útvarpi í fjóra sólarhringa, og útvarps- sendingar hafa dottið út hvað eftir annað í allt haust. Við erum því iðulega án þess að heyra fregnir af veðri og færð, sem er mjög bagalegt. Við erum orðin ákaflega pirruð á þessum hlutum, og eins því að Ríkisútvarpið skuli komast upp með það að innheimta þjónustugjöld af þeirri þjónustu sem það innir ekki af hendi“, segir Símon Gestsson bóndi á Barði í Fljótum. Það er sendirinn við Fell í Sléttuhlíð sem dettur út annað slagið, og Símon segir að þegar rafmagn fari af komi sendirinn ekki inn aftur, þannig að þá þurfi að fá menn ofan af Sauðárkróki til aó koma á sambandi, svo oft vari útvarpsleysið í þónokkurn tíma. Fljótmenn cru líka án Rásar 2, nema að þeir geta Mánaskin, koma frá I haust var flutt norður á Borðeyri kertaverksmiðja Hreins. Framleiðslan hófst í byrjun nóvember og eru kertin nú framleidd undir nýju vörumerki, Mánaskin, en kaupfélagsstjórinn á Borðeyri heitir einmitt Máni Laxdal. Verksmiðjan er til húsa í gamla bamaskólanum og hefur einn maður unnið aó fram- leiðslunni hingað til en rciknað er með að framlciðslan beri í framtíóinni þrjú stöðugildi. Máni Laxdal kaupfélags- stjóri segir að miðað við þann markað sem kcrtin frá Hreini höfðu ætti þessi framlciðsla að eiga þokkalega framtíð á Borðeyri. Það má því búast við að ljós hlustað á hana í gegnum sjónvarpið þegar sjónvarps- útsendingar eru ekki. „Við þekkjum því Mcinhornið og Þjóðarsálina, þar scm svona málefni ættu heima, aðeins af afspurn", segir Símon. „Svo er Ríkisútvarpið að kosta til í cinhvcrjar víðóma- útscndingar og beinar send- ingar, án þcss að hafa tryggt öllum landsmönnum lág- marks þjónustu varðandi útvarpið, og nýr sendir kostar nú trúlega ekki mikið. Og það að vió skulum vera látin borga sömu þjónustugjöld til stofnunarinnar fyrir þjónustu sem við fáum ekki, er svona ósköp svipað og Fljótamaður og Reykvíkingur kæmu samtímis í búðina hjá mér og vildu fá sitthvort sntjör- stykkið. Eg léti heimamann- inn fá heilt stykki en Reyk- víkinginn aðeins þriðjunginn. Eg cr viss um að því yrði ckki tckið með þcgjandi þögn- inni”, sagði Símon sem jafn- framt er útibússtjóri í útibúi KS á Ketilási. jólakertin Borðeyri kertanna frá Borðeyri lífgi upp á mörg hýbýli í landinu um þcssi jól. Nýr húsvörður í Bifröst H úsvarðaskipti verða í félagsheimilinu Bifröst um áramótin. Karl Jónsson tekur þá við starfi af Valdimar Bjarnasyni. Sjö sóttu um starf hús- varóar í Bifröst, en cinn aðili dró umsókn sína til baka. I samtali við Feyki sagði Karl að cinhverra breytinga mætti vænta í rekstri Bifrastar, en tíminn mundi lciða þær í ljós. Þær yrðu altént ckki stórvægilegar í byrjun.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.