Feykir


Feykir - 08.09.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 08.09.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 30/1993 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjórn: Jón F. Hjartarson, Guóbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Amason. Askriftarveró 137 krónur hvert tölublað með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást sf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Feigs manns dráttur: Fékk sel á færið Byggðastofnun verður til húsa í Stjórnsýsluhúsinu nýja, sem er að verða fullbúið og verður það væntanlega vígt seinna í þessum mánuði. Byggðastofnun ræður forstöðumann Jón Magnússon 39 ára bygginga- vcrkfræðingur í Reykjavík var í síðustu viku ráðinn forstöðu- maður útbús Byggðastofnunar á Sauðárkróki, scm væntanlcga verður opnað í nýju Stjórn- sýsluhúsi í lok næsta mánaðar. Jón var ráðinn úr liópi 17 umsækjcnda scm sóttust eltir starlinu. Jón cr af skagfirsku bcrgi brotinn, sonur Magnúsar Jónssonar fyrrverandi ráðhcrra og alþingis- manns frá Mel. Jón hefur starfað sem verklegur ráðgjafi hjá verk- takafyrirtæki í Garðabæ síðustu tvö árin, cftir aó hann lauk námi frá Danmörku. Þar áður starfaói hann um llmm ára skeið hjá Byggung í Reykjavík. Vættir norðurhjarans í hefndarhug „Færarúllan fór lctt með þetta, það var bara eins og væri vænn þorskur á, cn mér brá dálítið þcgar sclurinn kom upp mcð gapandi ginið“, sagði Ragnar Sighvatsson trillukarl á Sauð- árkróki, cn hann varð fyrir þeirri óvcnjulegu reynlu að fá sel á öngulinn þar sem hann var á færavciðum á sjö tonna bát sínum, Leiftri, á Ytra Skaga- grunni sl. sunnudagsmorgun. Ragnar segir að selurinn hafi verið stór og mikill, ábyggilega þónokkuð á annað hundrað kíló. „Ég tók þaö til bragðs að skera öngulinn frá færinu og hann hvæsti þónokkuö á mig sá grái mcðan ég var að því. Ongullinn var fastur í skinni sclsins rétt við hausinn, en ég á ekki von á öðru cn hann jafni sig á þessu fljótlega. Þctta var ekki um annað að ræða, því ég var ekki á neinn hátt undir þaó búinn að taka skepnuna um borð", sagði Ragnar. Veiði hcl'ur vcriö þokkaleg hjá trillunum á Skagagrunninu nú seinni part sumars. Þar hafa verió á veiðum cinir sjö bátar frá Skagafirði, fjórir af Króknum og þrír af Skaganum. Veiðin hefur verið að glæðast upp á síókastió og bátamir verið aó fá allt aö cinu og hálfu til tvö tonn eltir tvcggja daga veióiferð, en fjögurra til fimm tíma stím erámiðin. Þess má geta til gamans að þjóótrúin gamla scgir að sá maður sé fcigur sem fær scl á færið. Þaö gæti því kornið sér vel fyrir Ragnar að hafa skilað lcng sínum. Skagaströnd 15. ágúst 1993. Það hel'ur ckki vcrið hlýindun- um l'yrir að fara hér norðanlands í sumar. Stöðug norðanátt hefur verið einráð í veðurkerfinu fram að þessu og önnur úthlutun varla verið merkjanleg. Hvcrs eigum við að gjalda og hvcr er ástæðan fyrir því að þcssi næóingur norðan úr íshafi herjar á okkur svo óaflátanlega? Eru vættir norðurhjarans aó refsa fyrir hcngingu ísbjamarins cða er vistkcrfið allt að ganga end- anlega úr skoröum? Vcrður kannski sumarvcðrátta Norðan- lands á komandi vetri? Það væri svo sem eftir (xtru, að náttúmöflin fæm að beita séröfugt í öllum hlutum eins og Alþýðu- flokkurinn. Forðum var sú yfirlýs- ing gefin í góðri vísu, að pólitík og tíóarfari svipaði saman hérlendis. Það má svo sem ætla aö ein bölvunin fylgi annarri og allt verói íslands óhamingju að vopni sem fyrr. Það á ekki hvað síst við þeg- ar sjálfstæði okkar er látið rcnna cftir færibandi forhcimskunnar út úr landinu. alla leiö til Evrópu- greifanna í Brussel. Þaö væri gott ef hægt væri að senda þeim upp- skrúfuðu delum úrsvala norðanátt- ina á færibtmdi líka. En það er trú- lega hiti í kringum þá, þó lítill sé hann mióað við það sem að líkind- um bíður þcirra þegar öll skil vcrða gcrð upp. En höldum okkur við veðurfar- ið. Já, þrálát er noröanáttin og þrcytandi. Þó sér annað vcil'ið til sólar og einhvemtíma hei'ur ís- lenska þjóðin séð svartara útlit í veðurfarslegu tilliti. Það er víst og satt. Á Skagaströnd hcfur fólk á síð- ustu ámm ræktað upp af miklum dugnaði svo gífurlega limgerðis- virkisgarða um lóðir sínar, að það getur sem best dundað sér léttklætt úti við í skjóli þcirra, þó noröanátt- in sé, ef cinhvcr sólarglæta cr á annað borð. Það veröur ckki ann- að sagt cn gagn sé að þcirn gróðri. Svcitarstjómin hcfur líka fyllsta skilning á gildi umhvcrfismál- anna, enda vistvæn mcð albrigð- um. I sumar sctti hún grassvörðinn á Vigdísarvöllum í úrcldingu, þar sem hann var í aflcitri þróun að Undir Borginm Umsjón Rúnar Kristjánsson því er best var séð. Hvort þetta framtak verói til þess að einhver formleg grasrótarsamtök verói stofnuð í þorpinu á næstunni skal ósagt látiö, en minna má á þaó að kosningar em að vori. Ráðamenn cm líka l'amir að vcrða mun vinsamlcgri og við- ræðubetri viö almenning í seinni tíó og hafa mcnn t.d. liaft það á orði hvað Sveinn sé orðinn föður- lcgur í allri viðræðu. En það cr þó ckkcrt miöað við Magnús sveitar- stjóra sem þykir hrcint og bcint orðinn afalcgur upp á síðkastið, þó ungur sé að ámm. Þaó cr því sann- arlega alltaf jafn notalegt að kom- ast að raun um það að við búum við lýðræöi í landinu, þó það l’ari lítið fyrir því ncma svona ljórða hvert ár. Og hvcr veit ncnia svo gcti farið að lýðræðið vcrði bráð- um sett í úreldingu eins og grasrót- in á Vigdísarvöllum? Fari svo, mun þjóðin fá að vita hvar Davíð keypti ölið - eða öllu hcldur bölið.. Brother AX210 Skólaritvélin í ár Odýr og góð Verð kr. 15.860 stgr. i STHHJU sí Borgarmyri I Sauðárkróki Sími 36676

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.