Feykir


Feykir - 08.09.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 08.09.1993, Blaðsíða 3
30/1993 FEYKIR3 Af götunni Kjaftasögur Lcngi hcfur því verið haldið fram að Gróa nokkur á Lciti sé lífsseig kcrling og furðu spræk miðað við aldur og fyrri störf. Þessa staðhæfíngu hefur margur ekki lagt mikinn trúnað á, en eftir því sem fiskisagan hefur flogið á Króknum síðustu daga og vikur, vcrðurekki annað séð cn kcrlingin sé enn viö bestu hcilsu. „Hcitasta" saga Gróu undan- farið hcfur tcngst frétt af því er tveir mcnn voru gripnir á Kefla- víkurflugvclli nýlcga vegna mcintrar ncyslu og innflutnings eiturlyfja. I fiéttinni sagði eitthvað á þá leið að annar mannanna væri framarlcga í fíokki skólamanna þjóðarinnar. Gróa fór af stað og heimfæröi þcssar upplýsingar upp á Norðurland, nánar tiltckið ákvcöinn skólamann í Norður- landi vcstra. Svo rammt kvað að þessum sögusögnum aó blaða- maður Fcykis kannaði sannleiks- gildi þcirra. Kom þá í ljós að þcssi fréttaskýring Gróu átti ckki við nokkum sannleika að styðjasL Hér átti hlut að máli skólamaður við allt annan skóla en norðlcnskan. Ríki opnaö á Blönduósi Scm kunnugt er var samhliða síðustu bæjarstjómarkosningum á Blönduósi, kosið um þaó hvort bæjarbúar vildu að opnuð yrði áfengisúLsala í bænum. Þcir vom í miklum meirihluta sem sam- þykktu opnun útsölu, en þrátt fyrir það hcfur enn ekki vcrið opnuð vínbúð við Osinn. Nú cm allar líkur á að styttist vemlega í opnun áfengisútsölu á Blönduósi. Hösk- uldur Jónsson forstjóri ATVR rciknar með að hún veröi opnuð fljótlcga upp úr næstu áramótum. Á næstunni verði farið að kanna með hcntugt húsnæði á Blöndu- ósi. Til dæmis yrði sá kostur skoðaður hvort möguleiki væri á samvinnu við annan aðila varð- andihúsnæði, þálíklegaverslunar- cða þjónustufyrirtæki. Banni búfjárhalds frestað Vcgna óska gripahúsaeigenda hcfur bæjarráð Sauðárkróks sam- þykkt að veita undanþágu frá banni við búfjárhaldi á deili- skipulögðum svæðum til 1. júlí 1994, þcini sem urn það sækja til skrifstofu, cn bannið átti að taka gildi um næstu áramót. Gripa- húsacigcnduróskuðu þcss cinnig í bréfi sínu að þcssi tími verði notaður til samninga um kaup bæjarins á þcim gripaliúsum sem bannið nær til. Þá cr það áréttað sem fram kom í fundargerð jarð- cigna- og búfjámefndar nýlega, að æskilcgt væri að bæjaryfírvöld ynnu að skipulagi „fjárborgar“ fyrir fjárcigendur í bænum. A seglbáti með Bjössa bomm Þó að blaóið eigi sér marga vel- gerðarmcnn og hauka í homi víða, gerist það sjaldan að áskrifendur sendi óbcðnir greiðslu fyrir áskrift. f>ctta gerði ambassador blaðsins í Bandaríkjunum, Hilmar Skagfield fráPáfastöðum. Og Hilmargerði bct- ur hann lét fljóta með bréfkom sem gaman var að fá í hcndur. Við tökum bessaleyfið að birta hluta bréfsins en því segirm.a: „Mér skilst að kalt hafi verið á Norðurlandi í sumar. Slæmt er að ég hafi ekki getað sent ykkur hitagráð- ur héðan úr suðrinu. Þetta sumar hef- ur verið mjög heitt, alltaf frá 35-40 stiga hiti hér á hverjum degi. Núna er klukkan að verða 20 og ennþá er um 35 stiga hiti úti. Þetta er þreytandi til lcngdar, en allt er loftkælt, bílar, hús og skrifstofur. Sundlaugin er glóð- volg, svo það cr varla hressandi að stinga sér í vatnið. En bráðlega fer að breyta um, kannski eftir mánuð. Enda em laufin að byrja að breyta um lit, fuglamir syngja hástöfum, þakklátir fyrir gott sumar og fólkið gengur um bullsveitt bölvandi hitan- um. Það er allstaðar sama sagan, ann- aðhvort bölvar fólk of heitu veðri og aðrir kulda. Annars gengurallt vel. Viðskipta- lífiö blómgast og allir við góða heilsu, sem er mest um vert. Við erum nýkomin frá Winnipeg og r Askrifendur! Munió aó greióa gíróseólana skilvíslega. Gimli þar sem haldið var hið skemmtilega Skagfield ættarmót. Afabróðir minn og systir hans fluttu til Kanada um 1882 og frá þeim er kominn mikill og mcrkilegur ætt- leggur. Eg hcimsótti vin minn, Bjössa Bomm í Swan River. Hann hefur verið þar læknir í yfir 45 ár við frábæran orðstý. Það var hin skemmtilegasta heimsókn. Sigldi ég með Bjössa á seglbáti sem hann á. Varð ég þar rassblautur sem ekki hef- ur komið fyrir síðan ég var að vaga á Páfastöðum fyrir 60 árum. Svo vona ég að þú haldir áfram þínu ágæta blaði, sem ég Ies spjald- anna milli og það heldur mér í skag- firskri stemmningu". I>ctta sagði Hilmar Skaglield og honum cru þökkuð skemmtileg og þakklát tilskrif. Þessar telpur, Svandís Ósk Svanlaugsdóttir og Hrafnhildur Erlingsdóttir, héldu fyrir skömmu tombólu og létu ágóðann 1000 krónur renna til Hjúkrunar- og dvalarheimilis aldraðra á Sauðárkróki. Sæmileg veiði togaranna Um 20 konur vantar á seinni vaktina í frystihúsinu Gísli Svan Einarsson útgerð- arstjóri Skagfirðings segir veiðar togaranna hafa gengið sæmilega undanfarið. Hegra- nes kom inn eftir helgina með 75 tonn og von er á Skafta til löndunar á morgun með þokkalegan afla. Skafti er búinn að vera viku á veiðum en hafði legið tæpa viku við bryggju þar áður vegna bilunar. Þetta var í fjórða skiptið á rúmu ári sem bilunar varó vart í Skafta og alltaf er hún sú sama, brotnir ventlar í vél. Nú hefur verið skipt unt 164 ventla í vélinni og það er kannski von að gárungamir séu famir að kalla togarann „Síbilíus“. „Við teljum okkur núna loksins hafa fengið þá tegund af ventlum sent við vildum fá á sínum tíma. Það á að vera sterkari efnablanda í þessum ventlum, og við emm að vona að það dugi til að þctta verði í lagi. Svona sícndurteknarbilanir em þreytandi fyrir utan hvað þær em kostnaðarsamar", segir Gísli Svan Einarsson útgerð- arstjóri hjá Skagfirðingi. Næg vinna er í frystihúsum Fiskiðjunnar og heftir samkomu- lag tekist við starfsfólk að halda vaktavinnunni áfram. Nú þegar skólafólk hvcrfur af vinnu- markaðnum vantarum 20 konur á seinni vaktina, frá kl. 14 - 22. Samvinnubókin Athugið! Rangir vextir birtust með auglýsingu í síðasta Feyki Nafnvextir eru nú 12,25% og ársávöxtun 12,63% Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.