Feykir


Feykir - 06.10.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 06.10.1993, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 34/1993 Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Símar: , 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703.' Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guóbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað með viröisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó virðisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Orðsending til forseta bæjarstjórnar Sauðárkróks Af gefnu tilefni verð ég undirrit- aður að minna gleyminn forseta bæj- arstjómar Sauöárkróks á nokkur at- riði vegna umfjöllunar hans á hugs- anlegum möguleika á byggingu stál- grindarhúss fyrir íþróttanotkun. í fyrsta lagi gleymdi hann að afla sér kostnaðaráætlunar á viðbyggingu íþróttahúss til samanburðar við stál- grindarhússbyggingu. I öðru lagi gleymdi hann að afla sér upplýsinga um notkunargildi húsanna til að geta metið kosti og galla þeirra. í þriðja lagi gleymdi hann að kanna hug og vilja íþróttafólks og almennings til þessara mála. I fjórða lagi kynnti hann sér ekki brunamálasamþykkt um stálgrindarhús eða viðbyggingu íþróttahúss þegar málið var á dag- skrá bæjarstjómar. Svo fékk forseti bæjarstjómar minnið 90-120 dögum eftir að hann afgreiddi málið frá sér. Hann sagði á bæjarstjómarfundi 22. september að hann hefði nýjar upplýsingar um aó stálgrindarhús væm einnota hús nema sett væri í það „sprinkler“ bmnavamarkerfi sem kostaði tugi milljóna og hann ætlaði ekki að standa að byggingu einnota húss. Hann vildi fjölnota hús. Þessar upp- lýsingar átti forsetinn að hafa þegar hann fjallaði um málið í maí og júní. I fimmta lagi hefur forseti bæjar- stjómar gleymt að afla sér upplýs- inga um „sprinklerkerfið". Það er að segja verð á því, áður en hann flutti sína hrifnæmu yfirlýsingu um him- inn háan kostnað af þessari ástæðu. Samkvæmt upplýsingum frá inn- flytjenda „sprinkler" er verðið á bil- inu 6-8 milljónir, fer eftir því hvort em tekin ódýrara eða dýrara kerfið. Forsetinn gleymir líka að segja frá því að brunavamarkerfið stór- lækkar bmnatryggingar og ef við ætlum að vera með sýningar í núver- andi húsnæði fullbyggðu þarf meira en reykskynjara, því gleymdi hann líka. Svo fékk forsetinn minnið aftur og hann sagði að íþróttahúsið væri troðfullt um leið og viðbyggingu lyki. Þetta er sem sagt framtíðarsýn forseta bæjarstjómar í afstöðu til íþróttaaðstöðunnar á Sauðárkróki. Ef þessi framtíðarsýn nær fram að ganga verður engin framþróun eða breyting á aðstöðu fyrir íþróttaiðkun á Sauðárkróki fyrir aldamót. Pálmi Sigh vatsson. Spennar brunnu Rafmagnslaust varð í Austur - Húnavatnssýslu sl. laugardag. Snemma um morguninn kviknaði í spennum í Laxár- vatnsvirkjun og var það orsök rafmagnsleysins. Bráðabirgða- viðgerð lauk rétt fyrir kvöld- mat á laugardag, en talið er að viðgerð muni taka 2-3 vikur. Skagstrendingar sluppu við rafmagnsleysið þar sem vara- aflstöð fyrir bæinn fór í gang þegar rafinagnið sló út. Ekki er vitaó hvað olli bmnanum í spennunum. Þá hefúr tjón ekki verið metið til fullnustu, en Haukur Ásgeirsson svæðis- stjóri Rariks á Norðurlandi vestra álítur það ekki mikið. Leifur Þórarinsson, lengst tii hægri á hryssunni Hrund, hampar fyrstu heiðursverðlaunum í afkvæmasýningu á Landsmótinu á Vindheimamelum 1990. Leifur í Keldudal á batavegi Lcifur Þórarinsson bóndi í Keldudal í Hegranesi slasaðist mjög alvarlega um miðjan júlí sl. Þegar hann var að gá til skepna snemma morguns vildi hryssa sem hann reið ckki fara í gegnum hlið og lenti þess í stað á rafmangsgirðingu. Hrossið fæld- ist, henti Leif upp úr hnakknum, tók síðan dífú niður á við þannig að höggið var gífúrlegt þegar Leifúr lentí niður í hnakkinn að nýju. Leifúr náði á einhvern ó- skiljanlegan hátt að sitja hryss- una, taka af hcnni mestu ferðina og Iáta sig síðan falla til jarðar á þann hátt að brotnar mjaðmirn- ar héldust í skorðum. Það sást hciman frá Kcldudal hvað gerð- ist Heimilisfólkið kom honum til hjálpar. Heykvísl var komið fyr- ir á dráttarvclinni til að flygja hann þangað sem sjúkrabíll gat nálgast hann. Bráðaaðgerð var síðan gerð á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en samdægurs var hann fluttur suður á Borgarspít- ala til mikillar aðgerðar. Það þykir kraftaverki líkast að Leif- ur skyldi lifa af þetta slys en hann er nú á góðum batavegi. Blaðamaður Feykis hafói hug á því síðla sumars að ná tali af Leifi og fá frásögn hans af því sem gerð- isL Þá leyfói heilsa hans ekki slíkt, enda maðurinn á gjörgæslu en þar lá hann milli heims og helju svo vikum skipti. Síðustu vikur hefúr Leifur síðan hresst og í síðasta helgarblaói DV birtist við hann mikið viðtal. Við tökum bessaleyf- ið að vitna í þetta viðtal og birta úr því smá glefsur. Leifur segist hafa lifaó í tveim heimum á gjörgæslunni. Séð bæði héma megin og hinum megin. Hann hafi verið kominn svo neóar- lega, aó lífslíkur voru taldar nær engar. „Þá bar það við að það náð- ist í ekkju Einars á Einarstöðum. Hún mun hafa verið beðin að hafa samband við Einar mér til hjálpar. Hvað sem fólk kann að segja um slíka hlutí þá varð ég þessa greini- lega áskynja. Það eina sem stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um eftir þessa baráttu er atvikið þegar Einar kom. Þaö hverfúr aldrei úr mínum huga. Eg var greinilega alveg hinum megin, því ég sá víðar sléttur sem ýmislegt var á sem ég geri mér ekki grein fyrir. Svo fannst mér Einar koma ríðandi úr austri á fannhvítum hesti og teymdi tvo aóra, sem einnig voru fannhvítír. Það vék allt undan hon- um sem á sléttunum var. Það var eins með mig, ég hörfaði aftur á bak þegíir hann nálgaðist mig. Mér fannst ég fara inn á gang og þar small ég yfir til lífsins, því þá skyndilega var ég héma megin. Þetta er alveg skýrt í huga mér. Hins vegar legg ég ríka áherslu á að ég geri ekki lítíð úr læknavís- indunum né allri umönnun sem var stórkostleg. Mér finnst það hreint ótrúlegt að hægt sé að halda í manni lífinu í þetta margar vikur þótt maður geti ekki tjáð sig neitt. Það var ógleymanleg stund þegar klippt var á saumana í hálsinum á mér, sem vom eftir öndunarvélina og ég gat farið að tala að nýju. Ég var með ótrúlega gott mál eftír svo langa legu. Nú er vinstri fóturinn alveg máttlaus efúr mjaðmargrind- arbrotið. Ég hef þó tílfinningu í honum og vona að hann komist í lag“. Leifiir segir að fjölskylda sín hafi staöið saman eins og klettur í gegnum þetta. Hann hafi ffegnað af því hvað búskapurinn hafi geng- ið vel í sumar. Það hafi aldrei ver- ið framkvæmt meira í Keldudal en nú og fjölskyldan ekki látíð deigan síga þótt hann hafi verið fjarver- andi. „Það er ómetanlegt að eiga svo trausta og góða fjölskyldu og ég á. Það er fyrst og fremst lífsvilji minn og löngun þeirra að fá mig heim sem bjargaði mér“, segir Leifur Þórarinsson frá Keldudal. Atvinna! Dugmikil og rösk manneskja óskast til að safna auglýsingum fyrir Feyki. Leiðrétting Einu orði var ofaukið í seinna erindi minningarljóðs Rúnars Kristjánssonar til Dúdda á Skörðugili í síðasta blaði. Skemmdi það kveðskapinn nokkuð. Rétt er erindið þannig: Þannig kvaddi þessa jörð, þrátt til loka glaður, Skörðugil og Skagajjörð, skemmtilegur maður.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.