Feykir - 06.10.1993, Blaðsíða 5
34/1993 FEYKIR5
Skagafjörður hefur
um margt sérstöðu
varðandi fuglalíf
Nú um aðra helgi í október (9.
og 10.) gengst Birdlife Inter-
national fyrir alþjóðlegum fúgla-
dögum um jörð alla. Fuglavemd-
arfélag íslands hefur veg og
vanda að dögum þessum á ís-
landi. Tilgangur þessara daga er í
stómm dráttum þríþættun Að fá
sem flesta út að skoóa fugla,
vekja athygli á fuglavemd og bú-
svæðum fugla. í greinarstúfi þess-
um er stiklað á stóm varðandi
fuglalíf í Skagafirði.
Skagafjörður hefur um margt
sérstöðu þegar hann er borinn
saman við önnur landsvæði hér-
lendis. Það sem gerir hann ein-
stæðan í náttúrfarslegu tilliti em
vötn og víðfem mýrlendi sem
setja mikinn svip á umhverfið þar.
Mýrlendin ná svo að segja allt frá
Vallhólma norðanverðum með
Héraðsvömum, bæði að austan
og vestan, allt út að sjó. Mýrar
þessar em víða óspilltar og er
vemdargildi þeirra ótvírætt sér-
staklega nú á dögum þegar
óraskaðar mýrar em vandfundn-
ar. Nú er einungis eitt friðað
svæði í Skagafirði en það er
Miklavatn og Skógar. Á Mikla-
vatni fella árvisst um og yfir 150
álfdr flugfjaðrir ásamt þúsundum
grágæsa. Svæðið mun hafa al-
þjóðlegt vemdargildi a.m.k. ef
tekið er tillit til hins mikla fjölda
grágæsa sem þar fellir flugfjaðrir.
Ekki væri úr vegi fyrir íslendinga
að steíha að því að næsta Rumsar
svæði yrði Miklavam og Skóga-
svæðið. I Islandi em eins og er
einungis tvö Rumsar svæði. Það
er Mývatn-Laxársvæðið og Þjórs-
árver. Reyndar er spuming hvort
einhver tilgangur sé með því að
ífiðlýsa landsvæði, þar sem mörg
dæmi em um að ífiðun virðist
engu máli skipta þegar hagsmun-
ir mannsins rekast á við náttúm-
vemd. Eitt skýrasta dæmið í því
eíni er friðun Mývatns og árekstr-
ar við hagsmuni mannsins þar.
Það verður þó að vera von manna
að úr rætist og stjómvöld hætti að
nota hentistefnu sem farveg fyrir
umhverfismál.
Ljóst er að mörg önnur svæði
en Miklavatn og Skógar hafa
mikið vemdargildi. Það þarf ekki
að leita lengra en að Áshildar-
holtsvatni, en þar heldur sig oft
mikill fjöldi anda. I raun og vem
em undarlegt að vatnið skuli ekki
vera innan Miklavams-Skóga
ífiðlandsins. Austara-Eylendið er
einnig mjög fjölskrúðugt svæði,
sérstaklega er fuglalíf við Garðs-
vatn og mýramar í nágrenni þess
fjölbreytt. Við Garósvatn er einn
helsti varpstaður flórgoða noiðan-
lands. Þar verpur einnig nokkuð
af öndum ásamt hettumáfsvarpi
svo nokkuð sé nefnt. Mikið
fluglalíf er einnig við sum vatn-
anna í Hegranesi. Flórgoði veipur
við nokkur þeirra svo og einnig
við Stapavatn sem er innarlega í
Skagafirði. Vötnin og umhverfi
þeirra em meikileg fyrir þær sak-
ir að þar þrífst flórgoðin, ein
þeirra íúglategunda sem nú stend-
ur höllum fæti í lífríki landsins.
Til sölu fimm herbergja einbýlishús að Hvannahlíð 7
Sauðárkróki. Húsiö er 136 fermetrar. Skipti koma
til greina á minna/eldra húsnæði niöri í bænum.
Nánari upplýsingar í síma 35065 á kvöldin.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar
Valbergs Hannessonar fyrrv. skólastjóra
í Fljótum
sem lést 17. september síóastliðinn.
Fyrir hönd aðstandenda
Áshildur M. Öfjörö.
Sennilegt er að framræsla og til-
koma minks eigi hvað stærstan
þátt í fækkun flórgoðans hérlend-
is. Drangey er einnig að mörgu
leyti merkileg m.a. er þar ein
stærsta sjófúglabyggð við Norð-
urland. Láglendi Skagafjaróar,
votlendi og ræktarlönd em mikil-
væg á alþjóðlegum mælikvarða,
því að þar koma við hvert vor
þúsundir helsingja á leið sinni til
vaipstöðva á Grænlandi.
Enn sem komið er má segja að
stór svæði í Skagafirði hafi ekki
orðið fyrir neinni vemlegri rösk-
un af völdum mannsins. Það er
vonandi að þau svæði sem enn
em óspillt verði það um ókomna
framtíð, þannig að það líffíki sem
þar hefur dafnað og þróast í ald-
anna rás geri svo enn um ókomna
framtíð.
Fyrir hönd Fuglavemdunarfé-
lags íslands
Ólafiir Einarsson.
Ertu í sambandi
við þína heimabyggð?
\7iltu fylgjast með því sem er að gerast á
Norðurlandi vestra?
gýrð þú eða einhver náinn vinur þinn
ljarri heimabyggð?
Áskrift að Feyki tryggir að engar stærri
fregnir fari fram hjá þér, og samband
þitt við heimahagana helst
Feykir óháð firéttablað á
Norðuriandi vestra
Shnar (95)35757 og 36703
Ferskt fréttablað !
Augljós auglýsingamiðill!