Feykir


Feykir - 13.10.1993, Blaðsíða 6

Feykir - 13.10.1993, Blaðsíða 6
6FEYKIR 35/1993 GRETTISSAGA Texti: Kristján J. Gunnarss. Teikningar: Halldór Péturss. 93. Grettir kom á Reykhóla nær vetumáttum og beiddi Þorgils veturvistar. Þorgils sagði, að honum væri til reiðu matur - „en hér er annar hlutur til vand- hæfa. Þeir menn ætla hér til vistar, er nokkuð þykja vanstilltir, sem eru þeir fóstbræður, Þorgeir og Þor- móður. Veit ég eigi hversu yður hentar saman að vera, en engum „yðar skal duga að eiga illt við ann- an“. Grettir sagði að hann myndi á engan mann leita fyrri, og einkanlega, ef bóndi vildi svo. 94. Þorgils bóndi átti uxa góðan í eyjum þeim er Ólafseyjar heita. Þær liggja úti á firðinum, háJfa aðra viku undan Reykjanesi. Talaði Þorgils um jafnan, að hann vildi ná honum fyrir jólin. Það var einn dag, að þeir fóstbræður bjuggust til að sækja uxann, ef þeim fengist hinn þriðji maðurinn til liðs. Grettir bauð að fara meó þeim, en þeir létu vel yfir því, fara síóan þrír á teinæringi. Komu þeir við eyjamar og tóku uxann. 95. Þá spurði Grettir, hvort þeir vildu heldur leggja út uxann eða halda skipinu, því að brim mik- ið var við eyna. Þeir báðu hann halda skipinu. Hann stóð við mitt skipið á það borð er ffá landi horfði, tók honum sjórinn svo, að hvergi sveif. Þorgeir tók upp uxann aftan, en Þormóður ffaman, og hófú svo út í skipið, settust síðan til róðrar og reri Þormóður í hálsi „en Þorgeir í fyrirrúmi, en Grettir í skuL Styrmdi þá að þeim. 96. Þá mælti Þorgein „Frýr nú skuturinn skriðar". Grettir svaran „Eigil skal skuturinn efitír liggja, ef allvel er róið í fyrirrúminu“. Þorgeir féll þá svo fast á árar, að af gengu báðir háimir. Grettir dró þá fast áramar, meðan Þorgeir bætti að hánum. En er Þorgeir tók að róa, höfðu svo lúist áramar, að Grettir hristi þær í sundur á borðinu. Tók hann þá erði tvö, er lágu í skipinu og reri svo sterklega, að brakaói í hverju tré. Kiwanismenn á dómarnámskeiði í Boccia Félagar í KiwanLsklúbbnum Drangey hafa sýnt starfsemi íþróttatelagsins Grósku í Skagafirði mikinn velvilja. Gróska gekkst tyrir dómaranámskeiði í Boccia í síðustu viku og þar voru nokkrir Drang- eyjarfélagar mættir og hyggjast þeir annast dómgæslu fyrir Grósku á mótum félagsins í fram- tíðinni. Þeir verða þó ekki orðnir fullgildir dómarar, er hið svokallaða Vinamót í boccia verður haldið á Sauðárkróki um næstu mánaðamót. Þar taka þátt íþróttafélög fatlaöra á Norðurlandi. Á myndinni eru kiwanismenn ásamt konum úr Grósku og leiðbeinandanum á námskeiðinu, Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur fræðslufulltrúa ÍF, sem er lengst til vinstri í fremri röð. Feykir fyrir 10 árum Sumar kvatt í Árgarði Sumar var kvatt í Árgarði í Lýtingsstaðahreppi föstudaginn 7. október, en þar komu saman um 90 manns úr næstu sveitum. Ásbjörg í Varmahlíð bar ffam hinn lystilegasta svínakamb, og ljóð, fiumort eða ekki, vom einnig fram borin undir ömggri veislu- stjóm séra Hjálmars Jónssonar. Einar Schwaiger lék á flygilinn á meðan setið var undir borðum og þótti skapa notalega stemmningu. Auk þess var fjöldasöngur og ffam kom kvennakvartett sem hafði æft nokkur lög af þessu til- efni. Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum var diskótek með gömlu dönsunum, sem stóð til klukkan að ganga þrjú. Fóm menn heim glaðir í bragði. Margir ölvaðir Lögreglan á Sauðárkróki hefur tekið óvenju marga gmnaða um ölvun við akstur að undanfömu. Fimmtudagskvöld eitt vora hvorici meira né minna en fimm teknir og samtals þá viku vora átta ökumenn teknir granaðir um ölvun. Allt árið í fyrra vora 42 öku- menn teknir ölvaðir við akstur og þaó sem af er þessu ári hafa 34 verið teknir. Einn þessara átta sem teknir vora í einni vikunni hafði ekið niður nokkrar girðingar fram í Skagafirði og var með hlaðin skotvopn í bílnum, sem lögreglan tók í sína vörslu. Barnið slapp Fram í Skagafirði gerðist það nýlega að lítið bam fór upp í vörabfl og byrjaði aö fikta þar, þannig að bíllinn rann af stað, hafnaði út í skurði og skemmdist mikið. Á einhvem fuiðulegan hátt slapp bamið út úrbflnum áður en hann rann af stað og má telja það mikla mildi, því höggió sem bfll- inn fékk í skurðinum var mikið og má fúllvíst telja að bamið hefði slasast hefið þaö verið í bílnum. Frestun Blöndu- virkjunar mótmælt Þing Alþýðusambands Noiður- lands mótmælir harðlega öllum hugmyndum, sem fram hafa komið um frestun Blönduvirkj- unar og hvetur þingið til áfram- haldandi víðtækrar samstöðu Norðlendinga um virkjunina, þannig að tryggð verði næg orka til stóriðnaðar. Vill þingið að geiö verði sérstök athugun á hvaða möguleikar era á Norðurlandi til að nýta þá umffamorku, sem skapast með tilkomu virkjunar- innar til almennrar atvinnuupp- byggingar og nýiðnaðar. Kvennaliðið byrjaði með sigri og tapi Kvennalið Tindastóls byrjaði glimrandi vel í 1. deild körfu- boltans þegar stelpurnar lögðu Valsliðið að velli á laugardaginn, 70:61, í skemmtUegum leik. Annað var síðan upp á teningn- um þegar þessi lið áttust við á sunnudcginum. Tindastólsliðið virtist þá ekki koma með réttu hugarfari til leiks. Valsliðið var þá mun grimmara og sigur þess verðskuldaður. Króatinn Petrana Buntic átti mjög góðan leik í Tindastólsliðinu í fýrri leiknum og gekk þá stelpun- um mjög vel að koma boltanum til hennar í teignum. Petrana skoraði 34 stig í leiknum, Kristín Magnús- dóttir 12, Selma Reynisdóttir 8, Sigrún Skarphéðinsdóttir 4 og Rúna Bima Finnsdóttir 2. Staðan í leikhléi var 36:31 fyrir Tindastól og lokatölur 70:61. Auk Petrönu léku þær mjög vel, Kristín, Krist- jana og Selma, að ógleymdri Rúnu Bimu Finnsdóttir sem sýndi skemmtileg tilþrif bæði í vöm og sókn, átti meðal annars nokkrar stoósendingar á Petrönu. Leikurinn á sunnudeginum var ekki skemmtilegur, og hafði þar töluvert að segja að dómgæslan var mun slakari en verið hafði daginn áður. Valsmenn lögðu höfúðár- herslu á að stöðva Petrönu og kom- ust upp með það að hanga í henni í tíma og ótíma í teignum. Þrátt fyr- ir að sú króatíska dægi til sín tvo og þrjá menn tókst Tindastólsstúlkun- um ekki að nýta sér það og gerðu fjöldan allan af mistökum á sama tíma og gestinrir léku skynsam- lega. Staðan í leikhléi var 22:32 og lokatölur 56:66. Kristín Magnúsdóttir sýndi bestan leik í Tindastólsliðinu og einni átti Sigrún Skarphéðinsdótt- ir góðan leik. Kristín skoraði 21 stig, Petrana 15, Sigrún 14, Inga Dóra 5 og Kristjana 2. Þess má geta að Inga Dóra á við meiðsli að stríða. Var hún ekkert meö í fyrri leiknum og gat lítíð beitt sér í þeim seinni. Leikmannahópur kvenna- liðsins er mun sterkari en á síðasta ári. Bima Valgarðsdóttir er sú eina sem helst hefúr úr lestinni, en nokkrar góðar bæst við. Með réttu hugarfari ætti liðið að geta náð býsna langt í vetur. Það er alls ekki nógu gott, að ekki sé boðió upp á reynda dóm- ara í bestu deild kvennaboltans. Þá er það einnig virðingarleysi við deildina að lið skuli komast upp með þaö að spila í mislitum bún- ingum, eins og Valmenn geiöu um helgina.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.