Feykir


Feykir - 22.12.1993, Blaðsíða 2

Feykir - 22.12.1993, Blaðsíða 2
2FEYKIR 45/1993 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó meö viróisaukask.. Lausasöluverö: 150 krónur með viróisaukask. JSetning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Heimsóknartímar á sjúkrahúsi og dvalarheimili yfir jól og áramót Sjúkrahús: Aðfangadagur kl. 18-22 Jóladagur kl. 15-17 og 19-21 Gamlársdagur 18-22 Nýársdagur 15-17 og 19-21 Heimsóknartímar á dvalarheimili alla dagana frá kl. 13-21. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Jólin eru öðru fremur hátíð barnanna og víst er að mörg þeirra eru búin að telja dagana og bíða komu hátíðarinnar með óþreyju. Þessa mynd tók Eggert Antonsson þegar yngri krakk- arnir í Grunnskóla Hvammstanga voru að halda litlu jólin sín í lok síðustu viku. Sveiflan í Sjallanum í vetur Þeir sem einhverra hluta vegna misstu af söngskemmtun Geir- mundar Valtýssonar á Hótel ís- landi síðasta vetur eða komu því aldrei í verk að lyfta sér upp úr amstrinu, fá tækifæri til að bregða sér til næsta bæjar í vet- ur og sjá uppfærslu skagfirsku sveiflunnar í Sjallanum á Akur- eyri. „Látum sönginn hljóma“, eins og sýningin heitir verður fyrst á dagskrá í Sjallanum 12. febrúar og síðan verður fram- haldið eins og áhugi Norðlend- inga og annarra gesta endist fram á vorið. Eins og menn muna naut sýn- ingin mikilla vinsælda á Hótel Is- landi sl. vetur og til stóð jafnvel að sýningum yrði haldið þar áfram í vetur, en Akureyrarsýn- ingin varð síðan ofan á. Skemmti- kraftamir verða margir hverjir þeir sömu og á Hótel Islandi síð- asta vetur, auk þeirra hljómsveit- armeðlima Geirmundar, Eiríks, Sólmundar og Kristjáns, leika þeir með, Magnús Kjartansson sem verður hljómsveitarstjóri og VilhjálmurGuðjónsson. Söngvar- ar verða auk Geirmundar, söng- konumar Helga Möller og Ema Gunnarsdóttir og Ingvar Grétars- son Akureyringur kemur inn í hópinn í stað Ara Jónssonar. Sala nýjustu breiðskífu Geir- mundar gengur vel. Hún hefur fengið ágæta dóma. Asgeir Tómas- son plötugagnrýnandi DV sagði m.a. í rýni sinni: „Geirmundur nær mörgum betur til hlustenda og á endanum er það hann sem hlær alla leið í bankann eins og þeir orða það meðal enskumælandi þjóða. Geir- mundur á nefnilega traustan aðdá- endahóp sem mætir á dansleikina hans og kaupir plötumar og fagn- ar hverju nýju lagi frá honum. Geirmundur þekkir sitt fólk og hvers vegna ætti hann að breyta formúlunni fyrst hún fellur í kramið? A plötunni Geirmundur fáum við nákvæmlega það sem búast má viö: létt popp, hratt, ró- legt og allt þar á milli. Vilhjálm- ur Guðjónsson stýrir gerö plöt- unnar og hcfur tekið við af félaga sínum Magnúsi Kjartanssyni. Hann fer troðnar slóðir í útsetn- ingum og upptökustjóm. Engin ævintýramennska eða áhætta tek- in. Utkoman er í samræmi við það. Poppþétt Skagafjarðarsveifla eins og á síðustu plötu Geirmund- ar og öllum hinum þar á undan". Ritstjórinn heldur áfram Væntanlega hafa margir les- endur blaðsins tekið eftir aug- lýsingum sem birtust í blaðinu seinni hluta októbermánaðar í haust, þar sem starf ritstjóra Feykis var auglýst laust til Feykir óskar lesendum sínum og velunnurum öllum Gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári umsóknar. Síðan hafa mál skipast á þann veg, að sá sem annast hefúr ritstjórn blaðsins síðasta fimm og hálfa árið hefur ákveðið að gegna starfi sínu áfram enn um sinn. Auk sitjandi ritstjóra reyndist einungis einn fús til að gegna starfinu. Blaðstjórn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að ritstjóri gengdi starfi sínu áfram fyrst hann væri tilbúinn til þess, og var þar lagt til gmnd- vallar starf hans að blaðinu undan- farin ár. Ritstjóra þykir rétt að framan- greint komi fram, þar sem hann hefur tíðum verið spurður að því að undanförnu hvort hann sé að láta af ritstjóm blaðsins. Næsta blað Feykis kemur út miðvikudaginn 5. janúar Verslun með skartgripi á Tanganum Síðastliðinn laugardag, 18. desember, opnaði Einar Esrason skartgripaverslun í tengslum við gullsmíðaverk- stæði sitt að Brúarlandi 3 á Hvammstanga, en þar hefúr hann rekið eðalmálmsteypu umi nokkurt skeið. I nýju verslunni verður hann með allskonar skartgripi á boðstólum, bæði smíðaða af sjálfum sér og öðmm. Einnig tekur hann skartgripi til við- gerðar. Einar hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í minjagripagerð svo sem fram- leiðuslu á Hvítserk, steyptan í eðalmálm. Einnig hefur hann prófað sig áfram með gerð ýmissa annarra muna svo sem krabbaklóa og hvítra víkinga, sem allt lofar góðu með fram- haldið. EA.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.