Feykir


Feykir - 22.12.1993, Blaðsíða 4

Feykir - 22.12.1993, Blaðsíða 4
4FEYKIR 45/1993 „Hlýleikinn var ósvikinn, alltaf hreinn og tær" Segja vígslubiskupshjónin, Sigurður og Aðalbjörg, af veru sinni með Skagfirðingum í nýútkominni bók eftir Braga Guðmundsson menntaskólakennara Þau Bragi, Sigurður og Aðalbjörg árituðu bók sína í Bókabúð Brynjars í síðustu viku. Aðalbjörgu á vinstri hönd eru fyrrum skólastjórahjón á Króknum, Alda Ellertsdóttir og Friðrik Margeirsson. Skagfiröingar tóku okkur ákaf- lega vel. Viömót þeirra einkennd- ist af innileika, hlýju og hjálpsemi allt frá byrjun. Þaó fundum viö skýrt þegar fariö var aö oröa hugsanlegan flutning okkar til Hóla. Auövitað voru þeir ekki bara að fagna tveimur einstakling- um, heldur voru þeir aö gleðjast yfír endurreisn Hólastaðar sem biskupsseturs. Þess vegna má gera ráð fyrir að litlu hefði skipt hvert fólkió var, móttökumar hefðu orðið hinar sömu. Samt fundum við aldrei til yfírborös- mennsku. Hlýleikinn var ósvik- inn, stundum dálítiö óheflaöur en alltaf hreinn og tær. Við gerðum það, sem okkur var eðli- legast, til að kynnast fólkinu á nýjum stað. Aðalbjörg gekk í kirkjukórinn og ég fór í Karlakórinn Heimi. Það er sama hvar maður er, söngurinn tengir fólk sam- an á áreynslulausan hátt og sönggleðin er hreint ekki minni í Skagafirði en annars staðar. Gott ef héraðsbúar syngja ekki af enn meiri innlifun en flestir aðrir. í þess- um kafla segjum við lítillega M kynnum okkar af Skagfirðingum þau fimm ár sem við bjuggum á Hólum. Fyrst litumst við um á Hólastað og í næsta nágrenni hans, síðan er sjálfsagt að staldra dálítið við Karlakórinn, því hann reyndist ómetan- legur tengiliður við félagslífið í Skaga- firói. Af bæjarhlaði Prestssetrið á Hólum, eigum viö frem- ur að segja biskupssetrið, er besta hús sem við höfum átt heimili í um ævina. Þetta er tveggja hæða hús, nýuppgert þeg- ar við fluttum og hentaði oldcur piýðilega á allan hátt. Það stendur nokkuð frá hús- um Bændaskólans en er samt aðeins steinsnar M kirkjunni. Þar vorum við því algjörlega út af fýrir okkur, en þó skammt frá öðrum á staðnum. Það var dæmigert fyrir Hólamenn að viö vorum vart kom- in í hlað meó búslóðina á flutningsdaginn, er þeir þyrptust að til að hjálpa okkur við aó bera inn. Þar fór fremstur Jón Bjama- son skólastjóri og um kvöldið buðu þau hjónin okkar í mat til sín. Við áttum margsinnis eftir að finna hve hugsunar- samir Hólamenn eru um staðinn og alla sem þar búa. Jón skólastjóri er ættaður M Bjamar- höfh á Snæfellsnesi og hefur stýrt Hóla- skóla frá 1981. Hann tók við staðnum í niðumíðslu, en hefur unnið þrekvirki við að byggja hann upp og hefja skólann til vegs á nýjan leik. Jón heldur fast á sínu, hefur mikinn metnað og er ófeiminn við að berjast fyrir hagsmunum Bændaskól- ans. Það er trúlega eina leiðin til að ná fram málum eins og samfélaginu er hátt- að. Kona Jóns er Ingibjörg Kolka, dóttur- dóttir Páls Kolka, hins kunna héraðslækn- is Húnvetninga, og eiga þau hjónin sex böm. Ingibjörg er dugnaðarkona eins og hún á kyn til. Þau hjónin gengu stundum til okkar á kvöldin þegar yngstu bömin vom komin í ró og spjölluðu um heima og geima. - Valgeir bróðir Jóns skóla- stjóra er yfirkennari við skólann, indæll maður, sem oft leit inn á biskupssetrið, ævinlega boðinn og búinn að gera okkur greiða. Oðm heimilisfólki kynntumst við ó- trúlega fljótt. Engin leið er að nefna nema fáein nöfn, þótt með því sé gert upp á milli manna. Trausti Pálsson hefúr þegar komið við sögu en kona hans er Alda Konráðsdóttir. Trausti var fjósameistari þegar viö fluttum en er nú umsjónarmað- ur skólans og verklegra framkvæmda. Jafhframt hefur hann verið kjörinn odd- viti sveitarinnar. Hann var óþreytandi að snúast í kringum okkur. Sem dæmi um hugsunarsemi Trausta má nefna heim- sókn hans til okkar að kvöldi annars jóla- dags í afleitu veöri, aðeins til að athuga hvort nokkuð amaði að. Einnig gerði hann við gamlan vefstól sem Aðalbjörg átti. Stólinn notaði hún síðan þar til böm- in gáfu henni nýjan á sjötugsafmælinu. Margrét K. Jónsdóttir forstöðukona á Löngumýri, setti upp vefinn og ætíð með- an við vorum á Hólum. Hún átti margar ferðimar til okkar og hjálpaði Aðalbjörgu m.a. við veitingar eftir fyrstu prestsvígsl- una á Hólum haustið 1986. Það er skemmtilegur siður á Hólum að fólkið velur sér sjálft jólatré í skóginum og það er ákveðið ævintýri að sækja þau. Fleiri fastra jólasiða minnumst við, svo sem árvissra heimsókna einna hjóna til okkar á aðfangadag meö jólakort. Skagfirðingar em sérstaklega veisluglaðir menn og kunna vel að skemmta sér. Fyrsta stórveislan sem við fómm í var sjötugsafmæli Sigurðar hreppstjóra Sigurðssonar á Sleitustöðum. Við vissum lítið við hverju ætti að búast og sannarlega var gaman að kynnast svo græskulausri gleði. Vel var veitt í mat og drykk og sungið alla nóttina. Heimis- menn vom þama fjölmargir og raddimar brýndar svo undir tók. Samskonar stemmningu áttum við eftir að upplifa í fleiri veislum síðar. - Þegar koma að sjö- tugsaMæli mínu ákvað ég að gera það á eins skagfirskan hátt og mér var unnL Af- mælisdaginn bar upp á annan dag páska, ég messaði á Ríp og fékk stóra blóma- körfu frá söfhuðinum með mér heim. Gestkvæmt var og sungið fram undir klukkan fimm um morguninn. Tæplega 150 manns skrifúðu í gestabók. Þó var svo mikil ófærð að aðeins ein hjón komu alla leið austan úr Þingeyjarsýslum. Það voru Halla Loftsdóttir og Völundur Her- móðsson í Alftanesi sem við höfðum lengi haft mikil og góð samskipti við. Völundur tók páskamessu í Neskirkju upp á myndband áður en hann hélt vest- ur, séra Kristján Valur talaði til okkar úr stólnum og sendi kveðju frá Þingeying- um. Karlakórinn Heimir Við höfðum ekki lengið búið á Hólum er Þorvaldur Oskarsson á Sleitustöðum kom að máli við mig og hvatti mig til að ganga í Karlakórinn Heimi. Þorvaldur er formaður kórsins og er það enn, heldur vel utan um starfsemi hans. Það varð úr að ég byrjaði að mæta á æfingar snemma árs 1987 og stundaði þær eftirleiðis eftir megni. Eg var þá eini Hólamaðurinn í kómum, ók út aö vegamótum og sat síð- an í bíl með Þorvaldi og Sigurði hrepp- stjóra í Miðgarð þar sem æfingar fóru fram. Seinni vetuma voru flefri af Hóla- stað í kómum og skiptust menn á að aka tvisvar í viku allan veturinn, rúmlega fjörutíu kílómetra hvora leið. Mér var strax vísað í fyrsta bassa. Ýmsir þekktu manninn, en Guðmann Tóbíasson verslunarstjóri í Varmahlíð, spurði félaga sína hver þetta væri. Hann fékk það svar að þama væri kominn vígslubiskupinn á Hólum. Þá varð Guð- manni að orði: „Nú er þetta vígslubiskup- inn - og kemur í leðurjakka“. Félagar í Heimi voru allt að sextíu, á öllum aldri og víðs vegar að úr Skaga- firði. Margir áttu um langan veg að fara, s.s. Hjaltdælingar og Hofsósingar, elleg- ar bændur lengst ffarnan úr Lýtingsstaða- hreppi. Félagsandinn var góóur og gam- an að koma í þennan glaðværa hóp. Söngstjóri var Stefán R. Gíslason tónlist- arkennari og organisti í Varmahlíð. Hann er mikið ljúfmenni, glaður í bragði en þó ákveðinn og hélt hópnum vel saman. Stefán var fljótur að svara fyrir sig, ævin- lega í léttum dúr en þó með myndugleika svo að menn hlýddu honum orðalaust. Það er nauðsynlegt til að söngstjóri geti náð árangri með sína menn. A hverju vori er farið í söngferóalag. Konur kórfélaganna fara yfirleitt með mönnum sínum og þetta verða hinar bestu skemmtiferðir. Oftast eru þetta inn- anlandsferðir og hefur þegar verið minnst á þá fýrstu, sem við fórum, er ég var sett- ur biskup Islands. Undir lok þeirrar ferð- ar hélt Skagfirska söngsveitin norðan- mönnum veislu í Reykjavík. Þar fýsti marga að sjá hinn nýja biskup. Einn veislugesta hafði engar vöflur á, heldur gekk rakleitt að stórum og myndarlegum Heimisfélaga, Guðmanni í Varmahlíð, og spurði: „Ert þú biskupinn?“ Guðmann er virðulegur maður og líklega verið bisk- upslegastur allra. Tvær utanlandsferðir fórum við með Heimi, vorið 1988 og aftur snemma sum- ars 1991. Fyrri feiðin var til Israels og Eg- yptalands, hin síðari um Norðurlönd. Þetta voru skemmtilegar feróir sem ástæóa er til að segja nokkuð M.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.