Feykir


Feykir - 04.05.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 04.05.1994, Blaðsíða 8
4. aprfl 1994,17. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Þessir ungu menn á Króknum voru mættir út í vorbiíðuna fyrir helgina með þetta heimasmíðaða farartæki. Sjálfkjörið í hrepps- nefnd Hofshrepps Vitað að iistar munu birtast í Skarðshreppi Einn sameiginlegur listi kom fram fyrir hreppsnefhdarkosn- ingarnar í Hofshreppi í Skaga- fírði og er því sjálfkjörið í hreppnum. Iætta var eini list- inn sem fram kom í sveita- hreppum í Skagafirði fyrir kosnngarnar 28. maí og verða því óhlutbundnar kcsningar þann dag alls staðar í héraðinu nema á Hofsósi og á Sauðár- króki að sjálfsögðu, þar sem fram komu fímm listar. Skarðshreppur sótti hinsvegar um festun kosninga til 11. júní vegna sauðburðar, og er vitað til að þar verða lagðir fram einn e<ta fleiri listar. Undanfar- in ár hafa tveir listar verið þar í boði, og væntanlega mun styrinn standa þar sem fyrr milli þeirra sem eru hlynntir og andvígir sameiningu við Sauð- árkrók. Listinn á Hofsósi ber bókstaf- inn H, sem stendur fyrir Hofs- hrepp. I næstu hreppsnefnd á Hofsósi verða Anna Steingríms- dóttir húsfreyja Þúfum, Bjöm Þór Haraldsson gæðastjóri Hofsósi, Jóhannes Sigmundsson bóndi Brekkukoti, Elínborg Hilmars- dóttir húsfreyja Hrauni og Fríða Eyjólfsdóttir kennari Hofsósi. Varamenn þeirra verða: Bjami Þórisson bóndi Mannskaðahóli, Vilhjálmur Svansson dýralæknir Hofsósi, Valgeir Þorvaldsson ferðaþjónustubóndi Vatni, Finnur Sigurbjömsson stýrimaður Hofs- ósi og Jón Guðmundsson sveitar- stjóri er í heiðurssæti listans. Þaðem Anna Steingrímsdótt- ir, Bjöm Þór Haraldsson og Jó- hannes Sigmundsson sem halda áfram af núverandi hreppsnefnd- íinnönnum. Þeir Stefán Gestsson og Jón Guðmundsson létu af störfúm að eigin ósk. Það var sér- stök uppstillingamefnd sem vann að uppröðun H-listans og var hún skipuð á almennum hreppsfundi á fyrsta sunnudegi í sumri. Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! ím Landsbanki Sími 35353 #i úiands MtLMk Banki allra landsmanna Pétur leiðir B-listann Skagstrendingur hf: 285 milljóna tap á síðasta ári Tap á rekstri útgerðarfélagsins Skagstrendings á síðasta ári var 258 milljónir. Má rekja það til ýmissa ástæðna, gengistaps um- fram verðbreytingar innan- lands nam t.d. rúmum 200 milljónum, fjármagnskostnað- ur jókst um 62 milljónir milli ára, sem helgast aðallega af því að langtímaskuldir félagsins hækkuðu um einn milljarð á árinu. Astæður aukinna skulda eru kaupin á nýja Arnari, sem gerð voru í lok árs 1992, og kaup fyrirtækisins á framtíðar veiðiheimildum. Hagnaður varð af rekstri Skag- strendings fyrir afskriftir, fjár- magnskostnað og óreglulega liði um 76 milljónir. Heildartekjur fé- lagsins jukust um 47%, urðu 32 milljónir umfram milljarð. Afli togaranna Orvars og Amars varð í heild 7.714 tonn, cða að meðal- tali 14,3 tonn á úthaldsdag hjá Amari og 10,7 tonn hjá Örvari. A aðalfundi Skagstrendings sl. laug- ardag var ákveðið að ekki yrði greiddur arður til hlutafa á þessu ári. I áætlunum fyrir þctta ár er gert ráð fyrir að reksturinn verði í jám- um og bendir útkoman fyrstu mánuði ársins til þess. Ef forsend- ur áætlunar rætast má svo búast við hagnaði á rekstri Skagstrend- ings á næsta ári. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var í árslok 16% og hafði lækkað úr 28% árið áður. Vcltufjárhlutfall hafði hinsvegar hækkað í 1,75 úr 1,68. Afskriftir námu 22% af rekstrinum, gengistap var 201 milljón og sölutap 32 milljónir. Rekstrargjöld námu alls 831 milljón. Pétur Arnar Pétursson forseti bæjarstjórnar á Blönduósi er sá eini af núverandi bæjar- stjórnarmönnum þar, sem er í líklegu sæti á framboðslista til að hljóta kosningu í næstu bæjarstjórn. Pétur skipar efsta sæti b-lista vinstri manna og óháðra sem birtur var fyrir helgina. Skipan í önnur sæti listans cr eftirfarandi: 2. Gestur Þórarins- son hitaveitustjóri, 3. Arsæll Guðmundsson kennari, 4. Gunnar Richardsson fulltrúi, 5. Elín Jónsdóttir verkakona, 6. Hilmar Kristjánsson fram- kvæmdastjóri, 7. Auður Hauks- dóttir verslunarmaður, 8. Páll Ingþór Kristinsson húsasmíða- meistari, 9. Eydis Ama Eiríks- dóttir verslunarmaóur, 10. Guð- ntundur Ingþórsson útgerðar- stjóri, 11. Ragney Guðbjarts- dóttir hárgreiðslusveinn, 12. Hulda Bima Frímannsdóttir sjúkraliði, 13. Páll Svavarsson mjólkurbússtjóri, 14. Vilhjálm- ur Pálmason múrarameistari. Rútan til Hvammstanga Að undanförnu hefur Norð- urleiðarrútan komið við á Hvammstanga á leið sinni til Reykjavíkur og Akureyrar. Fyrir vikið eru samgöngur með rútunni orðnar enn auð- veldari en fyrr fyrir íbúa staðarins. Tímamunurinn á því að fara niður á Hvammstanga eða að stoppa við Noróurbraut eins og gert hefur verið á undanfömum árum er að sögn bílstjóra sem fréttaritari ræddi við u.þ.b. tíu mínútur, og sagði hann að þessi breyting hefði átt að gerast fyr- ir mörgum árum. Er þetta sér- staklega mikilvægt fyrir Hvammstanga þar sem þctta cr eini möguleikinn til almcnn- ingssamgangna sem starfræktur er allt árið og engar flugsam- göngur em við staðinn. Nú þurfa farþegar sem ætla til Hvammstanga ekki lengur að vera hræddir um að verða strandaglópar á Noróurbraut ef illa gengur að finna einhvem til að sækja sig þangað á rútuna eins og komið gat fyrir áður. EA. Oddvitinn Mér sýnist þá vanta odd- vita á Hofsósi. Gæðaframköllun bókaboð BKYTTdCAFtS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.