Feykir


Feykir - 04.05.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 04.05.1994, Blaðsíða 1
4. maí 1994, 17. tölublað 14. árgangur. Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra rafSjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUK MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Gagna aflað varðandi umferð á Króknum: Umferðin mun meiri en menn ætluðu Þessa dagana er unnið að taln- ingu bfla við nokkur gatnamót á Sauðárkróki á ákveðnum tím- um dagsins, bæði þegar um- ferðarþungi er hvað mestur og einnig á þeim tímum sem ætla má að umferð sé í lágmarki. Að sögn Guðmundar Ragnarsson- ar byggingarfulltrúa er þetta gert í tengslum við endurskoð- un á aðalskipulagi bæjarins. „Það liggja ekki fyrir neinar handbærar upplýsingar um umferðarþunga á gatnakerfi bæjarins og með öflun þessara upplýsinga, verðum við vonandi einhvers vísari um hvort hönn- un umferðarkerfisins á sínum tíma hefur staðist tímans tönn í þeim skilningi, að það fiytji þá umferð þokkalega ennþá sem ætlast var til af því í upphafi, og þá væntanlega hverjar breyt- ingar helstar þurfi að gera á gatnakerflnu". Nióurstöður talna liggja ekki fyrir en ljóst er af einstökum taln- ingum að umferðin er mun meiri en fólk almennt gerir sér grein fyr- ir. Sem dæmi má nefna að um gatnamót Skagfirðingabrautar og Skólastígs, gatnamótin gegnt Búnaðarbankahúsinu, fóru milli klukkan tvö og þrjú sl. miðviku- dag tæplega 500 bílar. Þetta er á þeim tíma dagsins sem ætla má að umferðin sé hvað minnsL Á sömu gatnamótum fóru á hálftíma um hádegið tæplega 400 bílar. Um- ferðarþungi er þó mun meiri um gatnamótin við skólahverfið. Töl- ur þar um liggja ekki fyrir, en sýnt er eftir þessum tölum að dæma að ómögulegt er að giska á þann fjölda bíla sem fer um þau gatna- mót, allra síst á mestu álagstímum dagins. Talsvert hefur verið rætt um umferðarmál í bænum undanfar- ið. Foreldra- og kennarafélag gagnfræðaskólans gekkst fyrir fundi varðandi lausn á umferðar- vanda um skólahverfið í síðustu viku, en lengi hefur verið fjallað um það mál í bæjarkerfinu og ýmsar hugmyndir verið á lofti varðandi lausn á því. Að sögn Guðmundar Ragnarssonar bygg- ingarfulltrúa er samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja ekki gert ráð fyrir færslu á þeirri umferð sem nú er um skólahverfið. Fyrir- liggjandi áætlun gerir ráð fyrir verulegri hækkun götunnar, og undirgöngum milli skólamann- virkjanna fyrir gangandi umferð. Guðmundur segir að þrátt fyrir þrýsing og áskoranir um að kom- ið verði fyrir umferðarljósum við gatnamótin, verði það trúlega ekki gert. Hann segir menn horíi frek- ar til þess aö hringtorg leysi þann vanda sem þama er með flutning umferðar á álagstímum og ágætis rcynsla væri af hringtorgum við svipaðar aðstæður og þama eru. i í**** JL Það var fallegt um að litast í Fljótum sl. sunnudag, snjóhvít fannbreiða y lir öllu, eins og sjá má á myndinni sem tekin er fram Flókadalinn. Fljótamenn segja snjódýptina nú þó mun minni en hafí verið á sama tíma vorið 1989, en snjórinn sé þéttari nú og jafnari yfir en þá var. Fiskiðjan á Sauðárkróki bregst við kvótasamdrætti: Stefnt að nýjung í fullvinnslu seinna á árinu, er veitir 10 störf Hjá Fiskiðjunni á Sauðárkróki eru á döfinni nýjungar varð- andi fullvinnslu og úrvinnslu sjávarafurða. Forráðamenn fyr- irtækisins sjá þessa leið helsta til að vega upp á móti aflasam- drætti, sem enn verður fyrirsjá- anlega til staðar á þessu ári. Til stendur að Fiskiðjan setji upp vinnslulínu til að brauða físk- bita síðar á árinu. Þetta kom fram á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga á dögunum. Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri sagði við það tækifæri að ef vel tækist til væri gert ráð fyrir 10 nýjum störfum við þessa úr- vinnslu aflans. Þá kom einnig fram í máli Þórólfs að áfram yrði unnið að eflingu kjötvinnslu KS Ovænt framboð á Blönduósi Aukið líf hefur færst í kosningabaráttuna á Blönduósi eftir að nýtt framboð kom fram í bænum, svokallaður l'-lisii framfara sinn- aðra. Voru frambjóðendur og stuðningsfólk þess lista að safha stuðningmönnum síðustu dægrin áður en framboðsfrestur rann út og náðu að ganga frá honum í tæka tíð. Jón Hannesson framkvæmdastjóri sem skip- ar þriðja sæti listans, segir framboðið tilkomið vegna megnrar óánægju með uppröðun á aðra lista í bænum. ,Jrólkið í efstu sætunum á þessum listum eru eiginlega allt opinberir starfsmenn og hefur að auki lítið komið nálægt bæjarmálefn- um, svo sem afskiptum af atvinnumálum í bæn- um. Það veitir svo sannarlega ekki af að taka á þeim málum núna og því vildum vió endilega blanda okkur í baráttuna", segir Jón. Sjö efstu sæti F-listans skipa: 1. Sturla Þórð- arson tannlæknir, 2. Sigrún Sophaníasdóttir skrif- stofumaður, 3. Jón Hannesson framkvæmda- stjóri, 4. Sigurður Ingþórsson verslunarmaður, 5. Bjami Jónsson pípulagningarmeistari, 6. Jón Daníel Jónsson deildarstjóri, 7. Valdís Þórðar- dóttir nuddfræðingur. og nú sé kannað að koma reykt- um laxi og öðrum fiski á markað, í samvinnu við Islenskar sjávaraf- urðir hf. „Efla ber þann vísi að rann- sóknarstofu sem KS og FISK starfrækja. Við höfum áhuga á að ná samningum við bæjaryfirvöld og Háskóla Islands um að gera Sauóárkrók að miðstöð sam- starfsverkefna arvinnulífsins og Háskólans á sviði matvæla- vinnslu", sagói Þórólfur kaupfé- lagsstjóri, en undirbúningur fyrir þessa framtíðarsýn er þegar haf- inn af hálfu kaupfélagsins með stofhun starfshóps, sem vinnur m.a. að því að komið verði á kennslu á framhaldsskólastigi í matvælavinnslu og sameiginlegri rannsóknaraðstöðu skóla og at- vinnulífs á þessu sviði. Aöalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æ& bílaverkstæöi sími: 95-35141 Sæmundargato Ib 550 Saudárkrókur Fax: 36140 Bílaviögeróir • Hjólbaröaverkstæöi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.