Feykir


Feykir - 15.02.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 15.02.1995, Blaðsíða 8
Auglýsing í Feyki fer víða! Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! m Landsbanki Sími 35353^4 íslands Banki allra landsmanna Góð aðsókn var að skíðasvæðum í veðurblíðunni um síðustu helgi. Á skíðasvæði Tindastóls við Heiði í Gönguskörðum kom um 150 manns á sunnudag og talsverð biðröð var við lyftuna. Skíðaáhugafólk á Sauðárkróki hefur mikinn hug á að koma upp nýju skíðasvæði, skammt frá svokölluðum Lambárbotnum í Tindastóli. Þar er góður skíðasnjór alla jafnan írá því í október og fram á vor, og snjóalög mun tryggari en við Heiði. Þetta var þriðja helgin sem lyftan er opin í vetur og skíðamenn vonast til að færið endist. Flugbjörgunarmenn leita hrossa Fyrir helgina var óskað eftir að- stoð Flugbjörgunarsveitar- manna í Varmahlíð og þeir beðnir að grennslast eftir hross- um sem höfðu horfið úr stóði er verið hefiir í hagabeit á Skata- stöðum í Austurdal í vetur. Fjórtán hross höfðu horfið úr hópnum, tvö þeirra fundust á bæjarrölti í Lýtingsstaðahreppi en hin 12 voru komin lengst fram í Austurdal, um 12 kíló- metra fram fyrir Skatastaði til móts við Hildarscl. Böðvar Finnbogason var annar tveggja vélsleðamanna úr Flug- björgunarsveitinni sem fór ffameft- ir og fann hrossin. Böðvar sagði að hrossin hlyti að hafa spennt undan veðri þama frameftir því hagi væri þokkalegur á Skatastöðum, þar væri ekki mikill snjór og það væri eins og minni snjór væri eftir því sem framar drægi í Austurdalinn. ,Jú mig grunar að hrossin hafi spennt þama fram eftir í veðrinu mikla um miðjan janúar. Annars er ekki gott að gera sér grein fyrir því hvað þau voru búin að vera þama lengi. Það sáust engin merki þess aö þau væm nýkomin þama fram eftifsagði Böðvar. Hrossanna á Skatastöðum hafði ekki verið vitjað frá því um áramót þegar það uppgötvaðist í síðastu viku að hluti þeirra væri horfin. Atvinnuleysi jókst mikið í síðasta mánuði „Þetta er verkefni fyrir Alþingi" segir rafveitustjórinn á Hvammstanga um aðbúnað útigönguhrossa ,,Fólk þorir ekki að segja neitt til að styggja ekki nágrannana. Það eru sumir ræflar sem alls ekki sinna um hross sín en það er þó sem betur fer ekki algengt. Eg var að gera við raflínu 20. janúar og kom að hrossahópi, sem ég veit reyndar að hefur verið geftð. Ein hryssan var með klakahnullung hangandi niður úr snoppunni. Það gerist þegar þessi grey eru að snapa eftir æti. Klakinn hefur verið upp undir kfló að þyngd og það var farið að blæða úr snoppunni undan honum“, sagði Sverrir Hjafta- son rafveitustjóri á Hvamms- tanga í DV í síðustu viku. Sverrir segir hreinlega ofbjóða sér meðfeiðin á útigangshrossum. Þess vegna hafði hann samband við Samband dýravemdunarfé- laga. „Maður horfir upp á þessi grey um allt þar sem algjör hag- lpysa er og hvergi stingandi strá. Eg hef farið hér víða um á vélsleða og séð þetta ástand með eigin augum. Það sem mér blöskr- ar mest er að sjá að það er engin beit en samt em hross enn í lausa- göngu. Menn geta spurt sig hver aðstaðan sé til að skýla og gefa hrossum eftir að skollið er á vit- laust veður. Svarið við því er ein- falt, aðstaðan til þess er engin. Þetta hlýtur að vera verkefni fyrir Alþingi að taka á“, segir Sverrir. Lögum samkvæmt er skylt að hafa skjól fyrir hross, en ekki skylt að Vélarbilunar varð vart í Drangey togara Skagfirðings þar sem skipið landaði físki í gáma í Vestmanneyjahöfn sl. föstudagskvöld. Vélin missti þá niður olíuþrýsting og í ljós hefúr komið að bilunin er mik- il, þar sem sveifarásinn er mik- ið skemmdur á þremur höfúð- legum. Um orsakir bilunarinn- ar er ekki vitað, en fremur tíð- ar bilanir hafa átt sér stað á vél hafa hús fyrir þau. Orðrómur hefur verið á kreiki um mikið hirðuleysi á hrossum í svokölluðu Hindisvíkurbúi á Vatnsnesi og gmnur leikið á að mörg hross hafi drepist af þeim 80 sem þar eru i útigangi. Skafti bóndi á Tjöm sem hefur umsjón með hrossunum, sagði þetta al- gjörar tröllasögur sem einhvem- veginn hefðu komist á kreik. Hrossin hefði reyndar hrakið und- an veðrinu og því ekki verið heimavið strax eftir veðrið, en þeim hefði síðan verið smalað saman og þá komið í Ijóst að ekk- ert þeirra hefði týnt tölunni. Drangeyjar undanfarin ár. Skipið var dregið frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur af varðskipinu Ægi á mánudag og þar mun viðgerð fara fram. Reiknað er með að hún muni taka um 10 daga. ,Jú vissulega em menn að íhuga möguleika á end- umýjun og þetta er orðið 21 árs gamalt skip“, segir Gísli Svan út- gerðarstjóri Skagfirðings, en haft var eftir Einari Svanssyni fram- Atvinnuleysi jókst mjög mikið á Sauðárkróki, Siglufirði og Skagaströnd í síðasta mánuði, en minna á öðrum stöðum. Á Siglufirði bitnar atvinnuleysið mjög á konum, þar eru 83 konur af 108 sem eru á at- vinnuleysisskrá. Ástæða at- vinnuleysis á þessum stöðum er lægð í fiskiðnaðinum, gæftaleysi og minnkandi sjáv- arafli, til að mynda er rækju- veiði oft lítil í janúar, og tengj- ast því atvinnuleysistölur frá Skagaströnd og Siglufirði. Á Sauðárkróki gætir langmest uppsagna hjá Fiskiðju. Atvinnulausir á Sauðárkróki í síðasta mánuði vom 99 og hafði fjölgað um 37 frá desember, á kvæmdastjóra Skagfiröings ný- lega að til greina kæmi að úrelda Drangeyna ef biðist betra skip sem væri að fara í úreldingu. „Vió emm alltaf að skoða þessa möguleika“, sagði Gísli Svan. Veiðar hafa gengið þokka- lega hjá Hegranesinu nú að und- anfömu og landar það í dag á Króknum, líklega tæplega 100 tonnum, en skipið var komið meó um 85 tonn í fyrradag. Siglufirði haföi atvinnuleysið tvöfaldast milli mánaða úr 54 í 108, á Skagaströnd einnig úr 37 í 74. Sama þróun var í kauptúnun- um við Steingrímsfjörð er byggja á rækjunni, á Hólmavík var 21 atvinnulaus í janúar og 16 á Drangsnesi. Á Blönduósi brá hinsvegar þannig við að færri voru at- vinnulausir í janúar en í desem- ber, 52 í stað 55 lyrir áramótin. Á Hvammstanga voru 22 á skrá og fjölgaði um 6, í Lýtings- staóahreppi einnig 22 og fjölgaði um 5, í Seyluhreppi 11 og hafði fjölgað um 3 frá mánuðinum á undan, en á öðmm stöóum vom atvinnuleysistölur svipaðar milli mánaða. Oddvitinn Ég vildi ég væri sofnaður, vaknaður aftur, og farinn að borða þorramatinn. Alvarleg bilun í Drangey Gæóaframköllun BóggœiúÐ BKYMiIARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.