Feykir


Feykir - 22.02.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 22.02.1995, Blaðsíða 5
8/1995 FEYKIR5 „Árið hefur verið, lof sé guði, hagstætt u 13. janúar sl. voru 100 ár liðin frá vígslu gömlu kirkjunnar á Blönduósi. I Húnvetningi, ársriti Hún- vetningafélagins, nýjasta heíti, er að finna skemmti- lega grein eftir Jón Torfa- son sagnífæðing ffá Torfa- læk, þar sem hann segir byggingarsögu gömlu kirkjunnar á Blönduósi. Feykir tekur sér hér það bessaleyfi að birta smá- glefsu úr þessum ffásögu- þætti úr Húnvetningi. Vissulega eru Húnvetningar þrætugjamir ef góð færi gefast, en þeir geta líka tekið höndum saman ef þeir vilja. Bygging kirkjunnar á Blönduósi er ágætt dæmi um það, því henni var að mestu lokið á tæpu ári. Strax og landshöfðingjaleyfið var fengið var hafist handa með að útvega efnivið frá Danmörku og vildi svo vel til að Jóhann kaupmaður Möller var að búa sig til siglingar um veturinn. Mun hann hafa séð um efnisútvegun að mestu ásamt Pétri Sæmundsen og gáfu þeir reyndar báðir kirkjunni stórgjafir og lánuðu henni fyrir eíhiskosm- aði. Þeir völdu einnig lóðarstæð- ið undir brekkunni. I sóknarnefnd voru þegar kirkjan var byggð, Pétur Sæ- mundsen og Kristján Halldórs- son á Blönduósi og Guðmundur Guðmundsson á Torfalæk, sem vildi árið áður gefa mikið fé ef kirkjan yrði áfram á Hjaltabakka. Kirkjusmiður frá Sauðárkróki Nú var ráðinn yfirsmiður að byggingunni, Þorsteinn Sigurðs- son frá Sauðárkróki, og útvegað 1000 króna lán úr landssjóði til 28 ára. Þá var slík lántaka flókn- ari en nú á dögum því sóknar- nefndin varð að fá sér umboðs- mann í Reykjavík. Sigurður Kristjánsson bóksali tók að sér að sækja peningana og koma þeim norður. Lánið var til 28 ára með 6% vöxtum. Þeir Pétur Sæ- mundsen, Jóhann Möller, Krist- ján Halldórsson á Blönduósi, Bjöm Kristófersson í Holti og Guðmundur Guðmundsson á Torfalæk gengu í ábyrgð fyrir endurgreiðslu skuldarinnar. Framkvæmdir hóíúst svo um sumarið með því að grunnur var grafinn niður á fasta möl og hlaðinn grundvöllur undir húsið. Til hleðslunnar var fenginn steinsmiðurinn Albert Jónsson, Eyfirðingur að uppruna. Hann var skráður heimilisfastur á Blönduósi næstu tvö árin og hef- ur líklega haft lítið að gera við steinhögg því Blönduósingar héldu lengi enn áfram að byggja sér hús úr torfi og timbri. Þegar grundvöllurinn var til- búinn mætti Þorsteinn smiður með sína menn. Þorsteinn var Skagfirðingur í ættir fram. Hann nam smíðar í Kaupmannahöfn en settist að á Sauðárkróki 1882 og bjó þar um aldarfjórðungs skeið. Þorsteinn hafði mikil um- svif við smíðar um tíma, byggði bæði hús og brýr og rak trésmíða- verkstæði. Hann þótti hygginn verkstjóri og góður smiður. A efri árum fór hann til Vestur- heims og bar þar beinin. Þorsteinn hafði með sér ann- an Skagfirðing, Eirík Jónsson. Eiríkur lærði hjá Þorsteini og þótti bæði mikilvirkur og vand- virkur. Hann bjó á föðurleifð sinni í Djúpadal í Blönduhlíð til dauðadags 1948. Þriöji smiður- inn var Hjálmar Gíslason sem þá var um tvítugt, fæddur á Æsu- stöðum en bjó lengi á Sauðár- króki og síðar á Húsavík þar sem hann andaðist 1959, ágætur smiður og söngmaður. Unnið fram á aðfangadag Aðrir sem unnu að smíðinni vom Guðmundur Pétur Bjöms- son frá Brandsstöðum, fæddur 1870, og giftist dóttur Áma Gísla- sonar verts á Sauðáikróki en fór síðar til Ameríku. Þá var Friðrik Magnússon frá Stóru-Borg sem síðar bjó á Bjarghúsum, kvæntur Ingibjörgu Vigfúsdóttur frá Fallandastöðum. Loks voru tveir Blönduósingar, þeir Kristján Halldórsson veitingamaður á Blönduósi, sem lengi setti sinn svip á kauptúnið, og Benedikt Pétursson, afi Jóns Eyþórssonar veðurfræðings, en hann annaðist alla jámsmíði við kirkjuna. Þetta ár var ágætt árferði. Séra Bjami í Steinnesi segir í dagbók sinni um árið 1894: „Arið hefur verið - lof sé guði - hagstætt. Svo ákjósanleg sumar- og haust- tíð, sem best mátti verða. Hey- skapur ágætur, en fjénaðarhöld eigi góð. Drapst víða mjög úr pesti. Næstl. vetur ffá nýári góð- ur eins og fyrr hefur getið verið, og það sem af er vetri besta tíð“. Smíði við bol kirkjunnar hófst á laugardegi, þann 8. september 1984. Var unnið alla daga nema sunnudaga og féllu fáir dagar úr enda tíðin góð. Unnið var alveg fram á aðfangadag jóla en þá fóru flestir heim. Þeir Kristján Halldórsson og Friðrik brugðu sér samt í kirkjuna á þriðja í jól- um til að ganga frá einhverju lauslegu. Af vinnuskýrslum smiðanna má ráða að til aó koma húsinu upp hafi farió tæplega 500 vinnudagar. Er þá ekki reiknað með jámsmíðavinnu, málningu og grunnmúrhleðslu en samt er hér rösklega aó verkið verið. Byggingin var að mestu snið- in eftir Sauðárkrókskirkju, sem Þorsteinn hafði smíðað á sínum tíma og Undirfellskirkju sem reist var árið áður en brann 1913. Miðkirkjan var þó hálfri alin mjórri en sú á Undirfelli, var og einni alin styttri og nokkru færri bekkir fyrir kirkjugesti. Einnig var klæöningu háttað á annan veg. Kirkjunni skal ekki lýst hér frekar enda stendur hún enn. Þess ber að geta að kaup- mennimir stóðu við fyrirheit sín frá því á sóknarfúndunum 1893, að gefa ofn í kirkjuna. Blönduós- kirkja var þar með fyrsta kirkjan í prófastsdæminu sem var búin ofni en á því var mikil nauðsyn í vetrarkuldum. Séra Bjami Páls- son getur þess í eitt skipti í dag- bók sinni að ofúinn ylli óþæg- indum, í febrúar 1898: „Ofninn fyllti kirkjuna af reyk svo ekki var messandi í henni“. Gamla kirkjan á Blönduósi. Mynd/Sigurður Kr. Jónsson. í " Ertu í sambandi við þína heimabyggð? yiltu íylgjast með því sem er að gerast á Norðurlandi vestra? gýrð þú eða einhver náinn vinur þinn fjarri heimabyggð? Askrift að Feyki tryggir að engar stærri fregnir fari fram hjá þér, og samband þitt við heimahagana helst Feykir óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Sími (95)35757 Ferskt fréttablað ! Augljós auglýsingamiðill!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.