Feykir


Feykir - 26.04.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 26.04.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 16/1995 Um daginn og veginn Sæluvikan og aðdragandi byggingar Miðgarðs Þaó líöur að Sæluviku. Hún er eldri en elstu menn muna og hefur staöió af sér öll veður um árin, þótt á ýmsu hafi gengið á stundum. Sæluvikan er einn meiðurinn í hinu afar litskrúðuga skemmtanalífi héraðsins, þessa víólenda fagra héraðs með fjallahringinn umhverfis, svo fagurlega gerðan sem raun ber vitni og okkur er svo tamt að virða og lofa, eðlilega. Fjalla- hringurinn umlykur fjörðinn, byggðina á þrjá vegu, sem gæfu- skeifa, með opió út til hafsins, gullkistunnar, sem gerir okkur kleift aö una hér við ysta haf við auðsæld og velmegun. Hvergi betra að vera, sagði maðurinn. I fomöld draup smjör af hverju strái, svo kann að vera, bara ef við berum gæfu til að meta landið og virða, en þar á hefur orðið smávægilegur mis- brestur á þessum síðustu tímum í sambandi við ofurhugann sem við höfum fengið á allri Evrópu- dýrðinni. Fjarlægðin gerir fjöllin blá.... Lengi framan af árum var Sæluvikan eingöngu á Sauðár- króki, þessari stórborg á skag- firskan mælikvarða, sem við lítum á sem höfuðborg héraðs- ins, sem hún vissulega er. Síðustu árin hefur þó einnig verið Sæluvikuskemmtun í Miðgarði á vegum karlakórsins Heimis. Þaö er vel til fúndið, því þrátt fyrir allar framfarimar á Krókn- um, hefur þeim þar á bæ ekki ennþá tekist að byggja félags- heimili, sem hæfir þessum stóra stað, sem borgin er orðin. Vissu- lega stendur það til bóta, og þar mun rísa háreist höll, hús sem ber af öðmm og gnæfir yfir flest öll fjöll. Við búum hins vegar þegar svo vel hér fram í firðinum að eiga hiö myndarlegasta félags- heimili í Varmahlíð. Seylhrepp- ingar tóku á honum stóra sínum og byggðu það í hjáverkum í hjarta héraðsins. Heitir það Miðgarður eins og allir vita, og hefur löngu slitið bamsskónum og reynst sannur máttarstólpi í skemmtanalífinu. Vissulega var það ekki átaka- laust að koma upp svo stóm félags- heimili á sínum tíma. Mörg urðu orðin áður en athafnir hófust. Fundimir margir og allar ræð- umar, því sitt sýndist hverjum, eins og oft er, þegar mikið er í ráðist. Margt er í minningunni, en einkum standa í mínum huga þrjú atriði í sambandi við að- draganda byggingarinnar og allar ræðumar. Fyrst skal ífægan telja Harald Jónasson bónda á Völlum í Hólmi yfirvald okkar Seylhreppinga um langa tíð. Bæði var hann hrepp- stjóri og oddviti, að öllu öðru ótöldu. Framsýnn maður sem fór ekki í grafgötur með skoðanir sínar og reyndist þessu sveitar- félagi vel. Byggjum skólann fyrir gróðann Jafnhiiða umræðunni um félagsheimilið vom skólamálin ofarlega á dagskrá, og höfðu um- ræður um báðar þessar bygg- ingar og framkvæmdir staöið jafnvel áratugum saman áður en framkvæmdir hófust. Haraldur á Völlum átti mörg orð um það, að okkur bæri fyrst að byggja skólann, það stæði okkur nær en félagsheimilisbygging. Annað minnisatriðið í þessu sambandi hljóðar svo: „Við skulum byrja á því að byggja félagsheimilið og byggja svo skólann fyrir tekjumar af félags- heimilinu'1. Nú er löngu gleymt hver sagði þessi orð. Þriója minnisatriðið er frá honum Siguipáli Amasyni komið. Hann var þá garðyrkjubóndi í Lundi og kaupfélagið okkar hér í framfirðinum. Honum þótti allir vegir færir sem og var. Hann stóð í iylkingarbrjósti þcirra sem vildu hefja framkvæmdir og án hans atbeina hefði e.t.v. orðið cnnþá meiri dráttur á fram- kvæmdum. Hann átti mörg orð í sambandi við þessa byggingu og sagói: „Við skulum bara byrja að byggja. Peningarnir koma. Aldrei hef ég átt krónu þcgar ég hef ráóist í framkvæmdir, en þctta hefur bjargast samt“. Og það var hafist handa. Fyrst var að afla teikninga. Þegar þær lágu á borðinu hraus mörgum hugur við stærðinni. Það varð að skera af bákninu en hvernig? Átti að minnka húsið, og þá hvom endann að sneiða af? Þá fékk einhver alveg bráðsnjalla hugdettu. „Skemm burtu miðj- una“, sagði hann. Og það var gert. Miðskipið var skert um eina 10 metra, muni ég rétt, og þannig stendur þetta virðulega hús í dag og mun standa um ókornin ár, 10 metmm styttra en það átti að vera. Salurinn því svona myndarlega breiður og alveg nógu langur samt, nema hvað? Þykir þó bráðgaman í Miðgarði Ymsum var tamt að líta hýrt til nágrannanna á þessum tíma. Vildu þeir ekki leggja fé í púkk- ið? Þeir vom tregir. Að lokum komu þó Blöndhlíðingar með myndarlegan hlut í byggingunni. Sama gerði Ungmennafélagið Æskan í Staðarhreppi. Eg trúi að þessir aðilar eigi nær fimmta hlutann í Miðgarði. Tregari urðu Lýtingar, og fór svo að þeir byggðu bara sitt eigiö félags- heimili, Árgarð. Þeir eru svo ríkir Lýtingar. Þeim þykir þó alveg bráðgaman að skemmta sér í Miðgarði. Þá má ekki gleyma karla- kómum Heimi sem tók góðan hlut í dæminu, ásamt Umf. Fram og Kvenfélagi Seyluhrepps, ásamt Seyluhreppi, sem alltaf myndi koma til með að eiga stærstan hlutann í ævintýrinu. Og húsið reis af grunni eins og ekkert væri og stendur tignarlega upp á melnum eins og allir sjá. Síðar kom svo skólahúsið á mel- inn, svo menntun og skemmtun haldast í hendur cins og ham- ingjusöm ungmenni sem eru á sinni fyrstu ævintýragöngu þroskaáranna. Það hafa margir tekið sporið í Miðgarði. Og þarf ekki Sælu- viku til. Á jólunum er líka dans- að. E.t.v. hefur þó verið um afturför að ræða í þeim cfnum, a.m.k. var oft dansað í gamla Varmahlíðarhúsinu, Hótelinu, fyrir daga Miðgarðs. Mér er nær að halda að Skagfiróingar hafi veriö meiri skemmtanafiklar hér áður fyrr heldur en nú er. Það þótti ekki mikið að dansa cin 4-5 kvöld á Sæluvikunni, og oftast var húsfyllir, að vísu var Bifröst ekki stór. Um jólin voru dans- lcikir víóa um héraðið, svo til á hverju kvöldi, allt frá öðmm degi jóla og til þrettánda. Sum kvöld- in dansað á tveimur stöðum í einu og vel mætt á báðum, í Bif- röst og Varmahlíð. Um nokkurt skeið var áramótadansleikur í Varmahlíð, boðsball, sem strák- amir í Seyluhreppi stóðu fyrir, og þá var nú ekki slegið af geim- inu. Sporlétt heim að Löngumýri Það var nú líka svolítið líf- legra héma í sveitinni á þessum mcktarámm, þcgar kvennaskól- inn var starfræktur að Löngu- mýri. Þangað kom á hverju hausti flokkur fríðra meyja og dvöldu vetrarlangt í hjarta hér- aósins við nám og leiki. Það vom góðir tímar. Margar þeirra áttu ekki afturkvæmt til æsku- stöðva. Um það sáu ungherramir í Skagafirði. Þeim varð sporlétt heim að Löngumýri og hvem skyldi undra það. Og margar þeirra litu hýrt þessa gjörvulegu sveina og bundust þeini ævi- tryggðum, svo að nú em þessar glæsilegu stúlkur svo til á öómm hvorum bæ vítt og breitt um héraðið í bæ og byggð. Hinar myndarlegustu húsmæður. Allt þetta eigum við braut- ryöjandanum að þakka, hinni framsýnu atgerviskonu, Ingi- björgu Jóhannsdóttur frá Löngu- mýri. Skólastjóranum sem af manngæsku sinni og kærleika til samfélags og æskustöðva, stofn- aði og starfrækti kvennaskólann að Löngumýri um mörg ár á óóali forfeóra sinna. Þessa er okkur skylt að minnast og þakka að verðleikum. Hún gerði vel við sinn föður- garð og héraðið okkar. Henni ber heiður og sæmd og hafi hún alla tíð virðingu okkar og þakklæti fyrir vel unnin störf og hug- sjónaeldinn, sem hún bar og ber í hjarta sínu til framdráttar okkar fagra héraði sem við lifum og hrærumst í og viljum hvergi annars staðar vera. Gunnar Gunnarsson. Frá Varmahlíð. Félagsheimilið Miðgarður er efst og lengst til vinstri. Stórtónleikar í Miðgarði Laugardaginn 29. apríl kl. 20,30. Karlakórinn Heimir Söngstjóri: Stefán R. Gíslason. Undirleikarar: Thomas Higgerson, Jón St. Gíslason og Friörik Halldórsson. Rökkurkórinn Stjórnandi: Sveinn Árnason. Undirleikari: Thomas Higgerson. Stala-kórinn (Kór Landsvirkjunar) Söngstjóri: Páll Helgason. Undirleikari Kolbrún Sæmundsdóttir. Samkórinn Björk Söngstjóri: Sólveig S. Einarsdóttir. Undirleikari: Miklos Dalmay. Einnig koma fram meö kórnum fjölmargir söngvarar með einsöng, tvísöng og þrísöng. Að loknum tónleikum sér Hljómsveit Geirmundar um fjörið í syngjandi sveiflu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.