Feykir


Feykir - 26.04.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 26.04.1995, Blaðsíða 5
16/1995 FEYKIR5 „Hinn góði félagsandi, söngurinn og ákveðinn léttleiki tilverunnar Hestamannafélagið Stígandi í Skagafirði fagnar nú hálfr- ar aldar afmæli. Síðasta vetrardag dreif að mikið fjöl- menni í Félagsheimilið Miðgarð þar sem afmælishátíðin fór fram. Það var einmitt á síðasta vetrardag árið 1945 sem nokkrir áhugasamir hestamenn í framanverðum Skagafírði komu saman í Hótel Varmahlíð og stofnuðu hestamannafélag. Það munu hafa verið þeir snillingarnir Sigurjón Jónasson (Dúddi) heitinn á Skörðugili og Sig- urður Óskarsson í Krossanesi sem vöktu fyrst máls á því að stofna félagið. Frá þessu segir og ýmsu öðru í 50 ára sögu Stíganda, sem nýlega kom út í myndarlegri afmæl- isbók. Bókin heitir Stígandi 50 ára og ber undirtitilinn Frá Vallabökkum tif Vindheima. Fjöldi manns rita í bókina og hana prýða margar skemmtilegar myndir. Ritstjórn annaðist Sigríður Sigurðardóttir safnvörður í Glaumbæ og það er Bókaútgáfan á Hofi sem gefúr bókina út. ,AHt frá því að ég fyrst fór aó kynnast félagsstarfi hér í héraði hefur mér virst Hesta- mannafélagið Stígandi njóta virðingar og vinsælda í hugum héraðsbúa og starfsemin verið samofin menningu og daglegu lífi fólks. Eg hef sannfærst um þaö betur og betur að hesta- mannafélagið og sá andi sem þar svífur yfir vötnum. hinn góði félagsandi, söngurinn og ákveðinn léttleiki tilverunnar á sinn þátt í því að gera Skaga- ljöróinn og mannlífið þar svo- lítið frábrugðið öðrum héruð- um í landinu", segir Páll Dag- bjartsson núverandi formaður Stíganda m.a. í ávarpi sínu í af- mælisritinu. „Hann var 10 ámm yngri en ég. Eg var þá á ferð úti í Glaumbæ og sé lítinn strák á stórum, dökkgráum hesti. Eg stoppaði og spurði hver hann væri og hvur ætti hestinn. „Eg er að temja fyrir prestinn", sagði sá stutti,“, segir Siggi í Krossanesi um það þegar hann sá lélaga sinn Dúdda á Skörðu- gili fyrst. Nokkur átök um nafnið Hestamenn á Króknum voru nýbúnir að stofna félag, Léttfeta, sem Siggi og Dúddi höfðu mikinn hug á. Einu sinni þegar Siggi kom í Skörðugil segir hann vió Dúdda upp úr eins manns hljóði: „Eigum við ekki að stofna hestamannafé- lag“? Dúddi hélt það nú. Þetta var í apríl 1945 og ekki datt þeim í hug aó hvika frá svo ljómandi góðri hugmynd. „Viö ákváðum þama strax að stofna félagið síðasta vetrar- dag og auglýsa það vel“, sagði Dúddi. Þeir undirbjuggu þetta dálítið. Lögin sömdu þeir úti í Glaumbæ og höfðu aðallega eigið hyggjuvit við það, sögðu þeir og glottu báðir. Atján manns mættu á fund á hótelinu í Varmahlíó. Dúddi var fundar- stjóri. Mörgum fannst það hreinasta heimska að vera að stofna annað félag, samt gengu allir fundarmenn í það. Nokkur átök uröu út af nafninu, en þegar út í alvöruna var komió voru menn sammála um að nefna það Hestamannafélagið Stíganda eftir gæðingi Jóns Péturssonar frá Eyhildarholti sem frægur var í Skagafirði og víðar. Uppástungu að því nafni átti Bjöm Jónsson í Glaumbæ. Aldrei vont veður á Vallabökkum Það var ákveðið á fyrsta fundi að halda kappreiðar um sumarið og menn sendir út af örkinni að leita að velli. Valla- bakkamir þóttu bestir. Harald- ur tók því vel að lána landið. Það var náttúrlega ekkert hús, en til var stórt „sýslutjald'*. „Við fengum það lánað og tjölduðum á laugardagskvöld- inu. Skipt var verkum og mér er minnisstætt, að meðal ann- ars, scm ég átti aö gera, var að ábyrgjast veðrió og ég get svarið að þaó kom aldrei fyrir að það væri vont veður á Valla- bökkum", sagði Dúddi. Greinilegt er við yfirlestur bókarinnar að mikið og merki- legt starf hefur verið unnið á þeim 50 árum sem Stígandi hefur starfað og félagið fylgt vel eftir þeim framförum sem verið hafa í hestamennskunni. Yfirgripsmesta efni bókarinnar fjallar þó um þann mikla ljóma sem sveipaður er í minning- unni um mótin á Vallabökk- um, en einnig er vikið að hinni miklu uppbyggingu sem átt hefúr sér staö á Vindheimamel- um. Það svæði var tekið í notk- un 1967 og er í dag einn glæsi- legasti leikvangur landsins til hestamóta og hestasýninga. Halldór Benediktsson frá Fjalli ræsir keppendur á Vallabökkunum 1961. Næstur er Ólafúr Sigur- björnsson Grófargili á Sokka, sem vann 350 m sprettfærið árið áður. Elín Jóhannesdóttir Völlum er á brúnum hesti. Ljósmynd Stefán Pedersen. „Við inngönguhlið til skeið- vallarins er mikill troðningur. Mergð bíla og myndarlegar riddarasveitir koma stöðugt í hlað og allir þurfa að hraða sér á völlinn. Skemmtinefndar- mennimir í hliðinu hafa því nóg að gera og hafa raunar haft það frá því á fimmtudaginn því alla stund síðan hefur verið unnið að undirbúningi sam- komunnar. Þeir em ekki lausir af verðinum fyrr en á þriðju- dagsnótt, því að sá hluti mánu- dagsins, sem ekki er nauðsyn- legt að nota til hvíldar, fer í að gera hreint „samkomuhúsið“. Sá munur mikill og góður Við hliðið sýnist mér mest bera á Markúsi á Reykjarhóli. Hann gegnir þar sjáanlega eins konar sankti Péturs hlutverki. Sá er þó munur þeirra Markús- ar og Péturs, að sá síðar nefndi er sagður gjam á að gera sér mannamun, en Markús tekur öllum jafnt og hleypir hverjum þeim inn í „sæluríkið“ sem þangað vill komast. Er sá mun- ur bæði mikill og góður“, segir Magnús H. Gíslason í stemmn- ingslýsingu frá Vallabökkun- um, en hann var mörg ár vall- arstjóri á Bökkunum. Auk þeirra sem þegar er getið rita í afmælisbókina: Ingimar Ingimarsson, Benedikt Benediktsson, Jómnn Sigurð- ardóttir, Sigfús Steindórsson, Pétur Pétursson, Gunnar Thor- steinsson, Grétar Geirsson, Þor- valdur Ámason, Bjöm Sveins- son, Jóhann Þorsteinsson, Jónína Hjaltadóttir og Jóhann Guðmunds- son frá Stapa. Ofáa pistlana í bók- ina skrifar svo ritstjórinn Sigríður Sigurðardóttir. Stígandabókin hefur að geyma skemmtilegar lýsingar og er eflaust mikill fengur hverjum áhugamanni um hestamennsku. Skorin bíldekk, hentug í mottur undir hross, fást hjá -■-***■'11^*'** Bjama Aðalgötu 22 Sauóárkróki sími 35124. Gjafagrindur fyrir sauðfé W0 Höfum á boðstólum gjafagrindur fyrir sauðfé. Grindurnar eru í fjórum hlutum, sem mynda ramma utan um rúlluna. Tvær hliðar rammans standa á jörðinni en hinar tvær, gaflarnir, eru á hjólum í rásum. Þær ganga saman þegar rúllan minnkar og féð þrýstir á. Grindurnar eru heitgalvaniseraðar en það margfaldar endinguna. Umsögn úr búvélaprófun frá Bútæknideild RALA: „Tuttugu ær komust að grindinni í einu og virtust þær ná að éta heyið með góðu móti án þess að nokkur umtalsverður slæðingur væri í kringum grindina og sáralítið hey var eftir í henni". Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála. • Vara sem stöðugt er verið að þróa. • Orðin enn betri en hún var. VÍRHET j Borgarbraut 74, Borgarnes, sími 93-71000, fax 93-71819

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.