Feykir - 24.05.1995, Qupperneq 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra
24. maí 1995, 20. tölublað 15. árgangur.
Auglýsing í Feyki fer víða!
Það komast allir í Gengið
unglingaklúbb Landsbankans
Sláðu til og komdu í Gengið
Pottþéttur klúbbur!
fM Landsbanki
Sími 35353 Mk íslands
ÆMLÆ Banki allra landsmanna
Góðir gestir voru á ferð á Blönduósi í síðustu viku og fengu íbúar Hnitbjarga, Dvalarheimilis aldr-
aðra að njóta hæfileika þeirra. Þetta var blásarasveit Hjálpræðishersins, er kom við á leið sinni til
Akureyrar, en þar var þess minnst að 100 ár eru liðin frá stofhun Hjálpræðishersins á íslandi.
Meðferðar- og uppeldis-
fulltrúar útskrifaðir
í síðustu viku lauk á Sauðár-
króki grunnnámskeiði fyrir
meðferðar- og uppeldisfull-
trúa, en það hefur staðið frá
haustdögum. Fræðslunefnd fé-
lagsmálaráðuneytisins stóð
fyrir þessu námskeiði í sam-
vinnu við Svæðisstjórn um
málefni fatlaðra og Farskóla
Norðurlands vestra. Þeir voru
33 sem útskrifuðust, allt starfs-
menn sambýla fyrir fatlaða á
svæðinu frá Siglufirði til Vest-
ur-HúnavatnssýsIu.
Að sögn Margrétar Margeirs-
dóttur frá fræðslunefnd félags-
málaráðuneytisins hafa alls verið
útskrifaðir 115 nemendur af
þessum námskeiðum, en þetta
var fyrsta námskeiðið sem hald-
ið hefur verið utan Reykjavíkur.
Til stendur að halda þrjú svona
námskeið næsta vetur, tvö úti á
landi og eitt á höfúðborgarsvæð-
inu. Margrét sagði um nám-
skeiðin að þau gerðu kröfur til
nemenda, væm nokkuó erfið, en
þau skiluðu því að styrkja þátt-
takenduma í starfi og efla á alla
lund. „Allt snýst þetta um að
manneskjan séi fyrirrúmi og
samskiptin við einstaklinginn
séu á þann hátt að honum líði eins
vel og frekast er kostur", sagði
Margrét
Jónína Hjaltadóttir, einn þátt-
takanda á námskeiðinu, sagði að
námið hefói skilað þeim mjög
miklu. Haustið hefði verið erfitt
en síðan hefði þetta lagast. Jón-
ína Iét mjög vel af aðbúnaði
nemenda. Fjölbrautaskólinn léói
bæói kennsluhúsnæði, í bók-
námshúsinu, og síðan fengju
nemendur að borða og dvelja á
heimavistinni. Jónína sagði að
þama hefði fólk gengið inn á
heimavistina að nýju og notið
þess vel. Hún sagðist vonast til
þess að fljótlega gæfist kostur á
framhaldsnámskeiði, en eins og
áður segir var hér um grunnnám-
skeið að ræða.
□
Jeppinn fannst
loksins í snjónum
Það er til marks um hið mikla
fannfergi sem vcrið hefur í
Vesturhópi í vetur, að fyrir
nokkrum dögum kom í leitirn-
ar rússajeppi bóndans í Kistu,
sem hvarf í snjó í stórhríðunum
seinnipart janúar. Hafði jepp-
inn verið undir snjó í rúma
þrjá mánuði þcgar stika sem
rekin var niður í snjóinn við
jcppann kom í Ijós.
Valdimar Eggertsson bóndi í
Kistu var á ferð á jeppa sínum í
vetur, skömmu eftir fyrstu alvöru-
stórhríðina í janúar. Þiónað hafði
og gert blota, síðan fryst þannig
að snjóþekjan hélt jeppanum.
Valdimar uggði þó ekki að sér
þegar hann fór fram af snjóhengju
skammt frá bænum. Snjór hafói
þar lagst óvenjulega og myndast
mikil geil sem jeppinn stakkst
ofan í á endann. Valdmar lenti í
framrúðunni, braut hana og skarst
talsvert í andliti.
„Ég var hálftuskulegur eftir
þetta og lagði ekki í að ná jeppan-
um upp þennan dag. Síðan gerist
það að hann snjóar mikið næstu
nótt og þá var orðið um seinan aö
ná honum upp þannig aö ég brá á
þaö ráð aö reka niður staur við
enda jeppans svo ég fyndi hann í
snjónum aftur', sagði Valdimar.
En það snjóaði meira á
skömmum tíma í vetur en
nokkum óaði fyrir að mundi gera
og svo fór að jeppinn á Kistu
gjörsamlega týndist í snjónum og
fannst eins og áður segir ekki fyrr
en fyrir nokkrum dögum. „Þegar
búið var að moka frá honum og
draga hann aðeins til í holunni, þá
rauk hann í gang og það var ekk-
ert annað en keyra hann heim“,
sagði Valdimar, sem nú hefur
endurheimt aftur sinn gamla Gaz
rússajeppa af ‘69 árgerðinni.
Atvinnulausir færri í
apríl en í mars
Meðalfjöldi atvinnuiausra á
Norðurlandi vestra var í apr-
ílmánuði 295 eða um 5,5% af
áætluðum mannafla, en var
7,1% í mars. Atvinnulausum
hefur fækkað um 74 að með-
altaii milli mánaða. Atvinnu-
leysið minnkar í heild um
20% frá því í mars og um
2% frá aprfl í fyrra, og færri
eru án vinnu á öllum svæð-
um, samkvæmt skýrslu
vinnumáiaskrifstofu félags-
málaráðuneytisins.
Atvinnulausum fækkar um
10 á Siglufirði eða að meðaltali
um 22%, um 8 á Hólmavík eða
49%, um 7 í Lýtingsstaða-
hreppi, um 6 á Hvammstanga,
um 5 á Sauðárkróki, um 4 á
Blönduósi og Ameshreppi, um
3 í Bólstaðahlíðarhreppi og
Fljótahreppi en minna annars
staðar. Um 90 eða 30% at-
vinnulausra eru skráðir á Sauð-
árkróki, 38 eða 13% á Siglu-
firði, 25 eða 8% á Skagaströnd,
21 eða 7% á Blönduósi, 18 eða
6% í Lýtingsstaðahreppi en
minna en 55 atvinnulausra eru
skráðir annars staðar. Ekkert
atvinnuleysi er nú í Þverár-
hreppi.
Atvinnuleysi karla mælist
nú 4,1% en var 6% í mars. At-
vinnuleysi kvenna mælist 7,8%
en var 8,7% í mánuðinum á
undan. Atvinnulausum körlum
hefur fækkað um 59 að meóal-
tali í aprílmánuði en atvinnu-
lausum konum um 15.