Feykir


Feykir - 07.06.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 07.06.1995, Blaðsíða 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 7. júní 1995, 22. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! gf Landsbanki Sími 35353 Mi íslands ÆmJKk Bankt allra landsmanna Tólf ára stúlka frá Sauðárkróki: í nýrnaskipti í annað sinn Ásta Kristín ásamt foreldrum sínum. Föðrurnum Guðmundi Ama Iljaltasyni, sem hún þáði nýrað íra en líkami hennar hefúr hafnað, og móðurinni Vilborgu Benediktsdóttur. Ung stúlka ættuð frá Sauðár- króki mun á næstu dögum halda til Bandríkjanna, og gangast undir nýrnaskipti. I>etta er í annað sinn sem Ásta Kristín Árnadóttir þarf að fara í nýrnaskipti, en hún verður 13 ára í næsta mánuði. Nýrnaskiptin fara fram á Barnaspítala Bostonborgar og er reiknað með að þau muni taka í það minnsta tvo mán- uði. Ásta fær nú nýra frá móð- urömmu sinni og nöfnu Steinsdóttur, sem er eitt margra systkina kennd við Hraun á Skaga. Ásta Kristín fór fyrst í nýma- skipti í nóvcmbcr 1984 og fékk þá nýra frá föður sínum. Líkami Ástu Kristínar sýndi fyrstu höfn- un á nýranu árið 1988 og síðan hefur hún orðið fyrir ýmsum sýkingum og átt við nokkra van- heilsu að stríöa, auk þess sem hún hefur ekkert vaxið á þessum tíma. Það hefur því verið tíma- spursmál hvenær hún þyrfti á nýju nýra að halda og nú er stundin komin að mati lækna hennar. Fariö verður utan 22. júní og þá íljótlega ónýta nýrað fjarlægt . Ásta Kristín verður síðan í nýmavél í hálfan mánuð og býr vélin hana undir aó taka við nýja nýranu. Ásta Kristín á þrjú systkini. Brynja sem er fjórum árum yngri en Ásta fékk nýtt nýra árið 1987 og hefúr Brynja lifað eðli- legu lífi og þroskast vel. Ama tvíburasystir Brynju fæddist með heilbrigð nýru sem og Benedikt sem er yngstur í systkinahópn- um. Mögnuð dagskrá á Hofsósi Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir Jónsmessuhátíð 1995, menningarvöku sem verður haldin á Hofsósi um Jónsmessuna eftir hálfan mán- uð. Þetta er í annað sinn sem Hofsósingar halda sína Jóns- messuhátíð. Vel tókst til í fyrra og eftir dagskránni að dæma nú verður margt til skemmt- unar og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ymsa menningarviðburði er að finna í dagskránni svo sem, söng, dans, íþróttir, eyjaferðir, Jónsmessunæturgöngu og fleira. Föstudagskvöldið 23. júní veróur kvöldvaka í Pakkhúsinu. Þar flytur Ámi Bjömsson þjóð- háttafræðingur erindi um Jóns- messuna, Haraldur Bessason flytur pistil um Snorra Þorfinns- son, fyrsta íslendinginn fæddan vestan hafs, Ami Tryggvason fer með þjóðleg gamanmál, Helga Rós Indriðadóttir og Margrét Stefánsdóttir syngja og nafnamir Kristján Stefánsson frá Gilhaga og Kristján B. Snorrason ffá Ar- túnum leika á harmonikku og stjóma fjöldasöng. Að lokinni kvöldvöku verður boðið upp á eyjaferðir og Jónsmessunætur- ganga á dagskrá ef veður leyfir. Á laugardag er á dagskrá fé- lagsmót hestamannafélagsins Svaða á Hofgeróisvelli, knatt- spymuleikur milli Umf. Neista og Magna frá Grenivík og síð- degis verður sungið við Stuðla- bcrgið í Staðarbjargarvík. Fánareið Hestamannafélags- ins Svaða er kl. 16,30 og klukk- an 17,00 hefst söngur Karlakórs- ins Heimis við Staóarbjargavík. Einnig syngur þar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þorkell Jóels- son leikur á hom. Um nónbil koma síðan Heimismenn syngj- andi á hestbaki niður að Pakk- húsinu og þar verða í gangi atriði tengd undirbúningi væntanlegs safhs tengdri sögu Vesturfara. Að kvöldi laugardags verður skemmtun í félagsheimilinu Höfðaborg. Þar fer Árni Tryggvason með gamanmál, Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur, heiðursgestur kvöldsins flytur á- varp, karlakórinn Heimir flytur söngdagskrá og Kristján B. Snorrason leikur á harmonikku og stjómar fjöldasöng. Undir miðnættið hefst síðan dansleikur í Höfóaborg og mun Ártúns- bandið leika fyrir dansi fram eftir nóttu. □ Nýr slökkvibíll á Hvammstanga: Helmingi hrað- skreiðari en sá gamli Sl. laugardag afhenti Héraðs- nefnd V.-Hún. Brunavörnum héraðsins formlega slökkvibif- reið sem flutt var notuð inn frá Þýskalandi. Nýi slökkvibíllinn leysir gamlan bíl af hólmi og má segja að Brunavarnir V.- Hún. séu nú vel tækjum búnar. Undanfarin ár hefur Skúli Guó- bjömsson gegnt starfi slökkviliðs- stjóra. Á sínum tíma var honum afhentur listi frá Brunamálastofn- un yfir helstu atriði sem á vantaði til að slökkviliðið í V.-Hún. gæti leyst sitt hlutverk vel af hendi. Var þama um forgangskröfur að ræða og réðst Skúli strax í að fækka atriðum á listanum eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Nú segir hann að forgangslistinn sé næstum tæmdur. Guðmundur Bergsson hjá Brunamálastofnun hefur aóstoóaö mjög við bifreiðakaupin og fór hann m.a. út til Þýskalands með Þórarni Þorvaldssyni nefndar- manni í héraósnefndinni til að skoða bifreiðina. Gamli slökkvibíllinn var Bcd- ford árgerð 1962, en sá nýi er Iveco Magirus árgerð 1978. Er hann búinn öllum helsta búnaði og er tilkoma hans bylting fyrir slökkviliðið. Nýi bíllinn kemst sennilega nærri tvöfalt hraðar en sá gamli. Einnig tckur hann rúm- lega tvöfalt vatnsmagn á viö þann gamla. EA. Ólafur B. Óskarsson formaður héraðsnefndar afhendir Skúla Guðbjörnssyni slökkviliðsstjóra lykla að bifreiðinni. Kettir að útrýma þröstum „Það verður að fara að gera eitthvað við þessu katta-fargani í bænum. Það voru tvö þrast- arhreiður í garðinum hjá mér í vor, en nú er búið að afrækja þau bæði og greinilegt að kett- irnir í nágrenninu eiga þar sök á“, sagði kona ein í Hlíðar- hverfi, sem hafði samband við blaðið fyrr í vor. Á dögunum hringdi stúlka úr Norður- bænum sömu erinda. Greinilegt er að köttum hefur farið talsvert fjölgandi á Sauð- árkróki undanfarin misseri, enda virðist áhugi á gæludýrum hafa farið vaxandi. Talsverð brögð munu vera að því aö kettir séu bjöllulausir eða þá með mjög litlar bjöllur, sem koma aó litlu gangi sem vöm fyrir fuglana. Gott væri ef katta- eigendur tækju það til athugunar. Oddvitinn Það þarf að koma köttunum fyrir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.