Feykir


Feykir - 21.06.1995, Síða 3

Feykir - 21.06.1995, Síða 3
24/1994 FEYKIR 3 Mikið um dýrðir á Hofsósi Það verður mikið um dýrðir á Hofsósi um næstu helgi, en þar verður haldin Jónsmcssuhátíð 1995. Þetta er í annað sinn sem Hofsósingar halda sína menn- ingar- og skcmmtihátíð um Jónsmessuna. Vel tókst til í fyrra og eftir dagskránni að dæma nú ættu flestir að gcta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ymsa menningarviðburði er að finna í dagskránni, svo sem söng, dans, íþróttir, eyjaferðir, Jónsmessunæturgöngu og fleira. Föstudagskvöldið 23. júní verður kvöjdvaka í Pakkhúsinu. Þar flytur Ami Bjömsson, þjóð- háttafræðingur, erindi um Jóns- messuna, Haraldur Bessason flytur pistil um Snorra Þorfinns- son, fyrsta Islendinginn fæddan vestan hafs, Ami Tryggvason fer með gamanmál, Helga Rós Ind- riðadóttir og Margrét Stefánsdótt- ir syngja og nafnarnir Kristján Stefánsson frá Gilhaga og Krist- ján B. Snorrason frá Artúnum leika á harmonikku og stjórna fjöldasöng. A laugardag verður varðskipið Oðinn í heimsókn á Hofsósi. Gestum gefst kostur á að skoða skipið um miðjan daginn og fara síðan í smá siglingu meó því út úr höfninni að Staðarbjargavík. Þar sem fylgst verður með söng Karlakórsins Heimis af sjó, en kórinn syngur í víkinni kl. 17.00. Einnig tekur Sigrún Hjálmtýs- dóttir lagió og Þorkell Jóelsson leikur á hom. Eftir að hafa sungið í Staðarbjargavíkinni bregða Heimismenn sér á hestbak og kveða stemmur. Þar á eftir verður dagskrá á pakkhúsplaninu, dag- skrá tengd undirbúningi væntan- legs Vesturfarasafns. Þar flytja á- vörp Vésteinn Olason formaður nefndar um samskipti Vestur-ís- lendinga og Laurence Johns, for- seti Þjóðræknifélags Islendinga í Vesturheimi. Að kvöldi laugardags verður skemmtun í félagsheimilinu Höfóaborg og ýmislegt til skemmtunar. Systknin frá Víði- lundi leika á hljóðfæri sín, feógarnir Arni Tryggvason og Om Amason verða með sitthvort skemmtiprógrammið, Karlakór- inn Heimir syngur, sem og Sig- rún Hjálmtýsdóttir, og Kristján B. Snorrason leikur á harmonikku og stjórnar fjöldasöng. Undir miónættið hefst síðan dansleikur í Höföaborg og mun Artúnsbandió leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Hugleiðing í gróandanum „Nokkrír skussar í röðum fjáreigenda virðast leggja sig alla fram að koma óorði á sauðkindina.....“ Það setur skemmtilegan blæ á bæjarlífið vor hvert þegar ung- lingavinnan hefst í bænum. Það er gaman að sjá unglingana í hópum við hin margvíslegu störf, sem öll miða að því aó fegra það umhverfi sem við lif- um og hræmmst í. Og nú þegar liðin er aðeins ein vika frá því að Vinnuskólinn tók til starfa, er eins og bærinn hafi klæðst spari- fötum. Búið er að hreinsa burt ó- trúlegasta magn af msli. Já, þau eru oróin mörg bílhlössin af draslinu sem þetta unga verka- fólk hefur tínt saman á stuttum tíma. Það hvarfiar stundum að manni hvort cnginn lagi til eða tíni upp msl nema unglingamir í bæjarvinnunni. Auk þessa er búið að planta út miklu magni sumarblóma víðs vegar um bæ- inn, og það er gaman að vita til þess að öll eru þau ræktuð í gróðrarstöð bæjarins. Það var mikió framfaraspor stigið þegar ráðinn var garð- yrkjuffæðingur til bæjarins. Þess má sjá glögg merki á mörgum sviðum er lúta að umhverfismál- um og fegmn bæjarins. Kemur þá fyrst upp í hugann Sauðárgil- iö, en þar hefur verið unnið mik- ið og gott starf undanfarin ár. Þessari perlu í bæjarlandinu ber að hlúa vel að og vanda þar vel til verka. Ekki síst með tilliti til þess að þarna eru sögulegar minjar, sem þarf að varðveita. Á ég þar við gömlu sundlaugina og rústimar af Sauðárkróksrétt. Ég tel að fela eigi garóyrkjufræðingi bæjarins, ásamt landslagsarkitekt, að gera skipulag að öllu gilinu, með tilliti til varðveislu og end- urgerðar þessara minja. Fyrstu plöntur munu hafa ver- ið gróðursettar í Sauðárgil 1951. Fljótlega upp úr því varð þaó ár- visst að böm og unglingar störf- uðu við gróðursetningu trjá- plantna í landi Sauðárkróks. Þessi starfsemi hcfur stóraukist hin seinni ár og verið plantað út á bilinu 10-15 þúsund skógarplöntum árlega undanfarin ár. Nú má sjá að upp er að vaxa vísir að skógi út alla Skógarhlíð, allt að golfvelli. Þó svo að skil- yrði til skógræktar séu hér nokk- uð erfið getum við þó glaðst yfir þeim árangri sem náðst hefur. En þó ber nokkum skugga á, því ekki hefúr okkur tekist enn þá að koma í veg fyrir lausagöngu sauðfjár í bæjarlandinu, og verð- ur umtalsvert tjón á hverju ári á trjáplöntum og öórum gróðri, sem reynt er að koma upp með mikilli fyrirhöfn. Sárt er til þess að vita að hér virðist sem sömu aóilunum líðist þaó ár eftir ár að láta fé sitt ganga laust í bæjar- landinu. Leyfi til að hafa sauðfé á Sauðárkróki er, eins og annars staðar, háð því skilyrði að féð sé í tryggri vörslu og valdi ekki öðr- um tjóni eða ónæði. Aldrei hefur þó komið til þess að nokkur hafi verið sviptur leyfi til sauðfjár- halds, þrátt íyrir itrekuó brot. Búfjárhald í þéttbýli er hið besta mál og getur verið fleirum en eigendum til yndis og'ánægju, ef farið er eftir þeim reglum sem um það gilda. Vissulega hafa verið brotalamir á eftirliti af hálfu bæjarins með þessum bú- skap, en þaó leysir sauðfjáreig- endur ekki undan þeirri skyldu að hafa fé sitt í tryggri vörslu. Það sem af er þessu ári hefur þetta ástand verið síst betra en undanfarin ár. Um tíma í vetur gekk fé t.d. í Skógarhlíðinni, þó að ótrúlegt sé. Nú í vor hefur fé verið í Sauóárgili, Grænuklauf, í- þróttavellinum, golfvellinum og kirkjugarðinum. Hér er ekki ver- iö aó amast við einni og einni kind, sem sloppið hefur úr vörslu, heldur er hér um að ræða 5-101ambær. Ég gerði mér þaó til gamans að setja nióur um 200 sumar- blóm um daginn uppi á golfvelli. Ég kom svo að vitja þessara fóst- urbama daginn eftir. En engin sá ég blómin, öll vom þau uppétin og beðin sundurtröðkuð. Þannig heíúr líka farið fyrir miklum tjölda skógarplantna undanfarin ár hjá okkur á golfvellinum. Þetta er ekki síst ömurlegt fyrir þá ung- linga sem hjá okkur starfa og vinna við gróðursetningu ár hverL Að lokum þetta. Það sjá allir að nokkrir skussar í röóum fjár- eigenda virðast leggja sig alla fram í því að koma óorði á sauð- kindina og alla þá sem sauðfé eiga á Sauðárkróki. Sigurjón Gestsson. Landgræðsla ríkisins: Kannar beitilönd Sá orðrómur hefur verið á kreiki að vegna ofbeitar hrossa í heimalöndunt væru einstakar jarðir í Skagafirði undir smásjá Landgræðsl- unnar. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir að þetta sé ekki rétt. Þessi mis- skilningur stafi líklega af því að nú sé að hefjast könnun á hrossahögum í landinu og gerð gróðurmats á þeim. Þessi könnun beinist engan veginn að Skagafirði sérstaklega og sé framkvæmd um allt land. I tilkynningu frá Land- græðslunni segir aö Jóhann Magnússon, starfsmaður stofú- unarinnar, muni á næstu vikum ferðast um landið og kanna ásand hrossahaga í heimalönd- um bænda. Landgræðslan stendur að þessu verkefni í samráði við búnaðarsambönd, Félag hrossabænda, Landssam- band hestamannafélaga, Bændasamtök Islands, Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins og ýmsa aðra aðila. Markmið verkefnisins er að fá heildaryfirlit um fjölda beit- arhólfa þar sem hrossabeit hef- ur ekki verið í samræmi við landgæði. Að lokinni könnun verða ekki birt nöfn þeirra jarða þar sem um vandamál er að ræða, en hlutaðeigandi aðil- ar munu í framhaldi af könnun- inni heimsækja viðkomandi landeigendur til ráðgjafar um leiðir til að koma í veg fyrir ofnýtingu lands. barbecooK ýÍJM-ftÍ'OHtpuÍÍHH pylsur á grillið Kynning við Skagfirðingabúð fimmtudaginn 22.6. kl. 16 -18. SJÁUMST

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.