Feykir - 13.09.1995, Blaðsíða 5
31/1995 FEYKIR5
Jón Gunnlaugsson bóndi í
Stóru-Gröf er hér búinn að
fanga tvær hyrntar.
Fjöldi fólks og fjár í Staðarrétt
Varasöm
gatnamót
í sumar var akvegurinn frá
Sæmundarhlíð að Sjúkrahúsi
Skagfirðinga, svokallaður
Spítalastígur, færður til suð-
urs, samhliða því að fram-
kvæmdir hófust við frágang
lóðar bóknámshússins. Fóiki
hefur að undanförnu orðið
nokkuð tíðrætt um nýju
gatnamótin að spítalanum og
það virðist síður en svo ríkja
ánægja með útfærsluna á
þeim. Feyki hafa borist fregn-
ir af því að nú þegar hafi í
nokkur skipti legið við
árekstri þarna, en talsverður
halli er til beggja átta af
gatnamótunum og torveldar
það að sjálfsögðu útsýni
þeirra sem um þau fara.
Fólk hefur áhyggjur af því
að óffemdarástand muni skap-
ast þama strax í haust þegar fer
að frysta og snjóa. Fyrirsjáan-
legt er að snjóþungt verði á
gatnamótunum. Frákast mun
skapast af bóknámshúsinu og
Gatnamót Spítalastígs og Sæmundarhlíðar, sem margir óttast að verði ógreið yfirferðar.
lóð þess í norðanátt og rétt
sunnan spítalastígsins er síðan
hæð sem snjórinn mun hlaðast
aó og fylla yfir veginn.
Umferðarnefnd hefur að
undanförnu fjallað um þetta
vandamál sem upp er komið og
helstu hugmyndir þar felast í
því að lækka veginn á sjálfum
gatnamótunum. Það leysir
vandamálið að hluta, þ.e. hæð-
armismunurinn verður minni,
útsýni lagast og gatnamótin
verða greiðari í hálku. Hæó lóð-
ar bóknámshússins mun þó
áfram valda skertu útsýni til
norðurs og austurs og snjógildr-
an veröur til staðar áfram.
Þess má geta að um bráða-
birgðatengingu er að ræöa milli
Spítalastígar og Sauðárhlíðar.
Sauðárhlíðin á að færast til vest-
urs, samkvæmt þeim hugmynd-
um sem fyrir liggja um ffamtíð-
arlausn umferðarmála í gegnum
skólahverfíð. Sú ffamkvæmd er
hinsvegar það kostnaðarsöm að
bæjaryfirvöld hafa ekki teyst sér
í hana enn sem komið er.
Vel viðraói á gangnamenn
Noróvestanlands í síðustu
viku en fyrstu fjárréttir
haustins fór fram um helg-
ina. A laugardag var m.a.
réttaó í Auðkúlurétt í A.-
Hún., Hrútatungurétt og
Miófjaróarrétt í V.-Hún. og
Skaróarétt í Gönguskörð-
um fyrir ofan Sauóárkrók.
A sunnudag var síðan rétt-
aó í Staóanétt hjá Reynistaó.
Tíðindamaður Feykis brá sér
í Staðarrétt til að fylgjast með
réttarstörfum. Þar var margt
fólk og fé samankomið og nóg
að gera hjá bændum og búaliði
við að draga í dilkana. I spjalli
við bændur kom fram að dilkar
væru í minna lagi að þessu sinni
og greinlegt að færra fer í O-
flokkinn í haust en undanfarin
haust. Eftir því sem Feykir
kemst næst mun þessi vera
reyndin Norðanlands nú í haust.
Meóal þeirra er blaðamaður
hitti í Staðarrétt var Þorbjörg
Agústsdóttir formaður Fjár-
eigendafélags Sauðárkróks. A'ð
gefnu tilefni var hún spurð,
hvort einhver rollubænda
áKróknum væri áberandi kæru-
lausari um skepnur sínar en
annar. Obba kvað svo ekki vera.
„Það þarf bara alltaf aó finna
einvern blóraböggul“, sagði
hún.
Þess má geta að á síðasta
fundi jarðeigna- og búfjár-
nefndar var samþykkt áskorun,
þar sem því er beint til bæjar-
yfírvalda að þeir búfjáreigendur
sem sífellt gerast brotlegir með
lausagöngu búfjár á Sauðár-
króki, verði sviftir leyfinu.
Þessi unga heimasæta úr Staðarhreppnum dró hvergi af
sér.
Skyldi Egill í Tungu vera að lauma hér einni nýkveðinni að
Bjössa Asgríms.
Réttarstörf gengu vei í blíðskaparveðri í Staðrrétt sl. sunnudag.
Obba frá Kálfárdal, Þorbjörg
Agústsdóttir, formaður fjár-
eigendafélags Sauðárkróks
með vænan tvílembing milli
fóta.
Auglýsið
íFeyki