Feykir


Feykir - 13.09.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 13.09.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 31/1995 *7ec&*t-: ‘PcU**tc (Ióh&<io*c *7extc: 'Pónti. s4á.HtuHctáA-. gengu af landnorðri og vötn voru mikil fyrir innan einn fjörðinn. Síðan komu þeir í dal einn djúpan og í dalnum undir fjalli einu voru holt nokkur. Þar var byggilegur hvammur og þar í holtinu öðru megin var hluturinn. „Og er vér ætluðum að taka hann skaust hann í annað holtið og svo sem vér sóttum eftir hljóp hann æ undan og nokkur hulda lá ávallt yfir svo að vér náðum eigi og muntu sjálfur fara verða“, sögðu Samsveinamir. 59. Eftir það gerði Ingimundur veislu og bauð til vinum sínum og höfðingjum með miklum ríkidóm og að þeirri veislu kvaddi hann sér hljóðs og mælti: „Ráðabreytni hefi eg ætlað og hygg eg mig fara munu til íslands meir af förlögum og atkvæði rammra hluta en fýsi. Þeim er heimilt er fara vilja með mér en hinum er leyfilegt eftir að vera og jafn- komnir eru hvorirtveggja vorir vinirí'. Mikill rómur varð af máli hans og sögðu mikinn skaða að slíks manns brottferð „en þó er fátt sköpum ríkara“. Urðu og þess margir búnir aó fara með Ingimundi þeir er mikils vom virðir, bæöi bændur og lausir menn. 60. Þenna tíma sem mest sigling til Islands og í það mund fæddi Vigdís bam. Það var sveinn. Sá var vænn mjög. Ingimundur leit á sveininn og mælti: „Sá 58. Ingimundur kvaðst þá brátt skyldi fara og eigi mundu stoða við að spoma. Geiði hann vel við Finna og fóm þeir braut en hann settist um kym að búm sínum og var vel auðigur að fé og góður drengur. Síðan hitti hann konung og sagði honum sína meðferð og fyrirætlan. Konungur kvað sér slíkt eigi á óvart koma ,3var landa sem þú ert muntu sæmdar- maður veróa“. Konungur fékk Ingimundi enn sem fyrr nokkum sæmdarhlut. sveinn hefir hyggilegt augnabragð og skal eigi seilast til nafns. Hann skal heita Þorsteinn og mun eg þess vilnast aö hamingja mun fylgja“. Sveinninn vaiö snemma vænn og gjörvilegur, stillt- ur vel, oiðvís, langsær, vinfastur og hófsmaður um alla hluti. Son áttu þau annan. Sá var borinn að föður sínum og skyldi hann ráða fyrir nafni. „Þessi sveinn er all mikilfenglegur og hefir hvassar sjónir. Hann mun verða, ef hann lifir eigi margra maki og eigi mikill skapdeildarmaður, en tryggur vinum sínum og frændum. Mun eigi nauóur að minnast Jökuls frænda vors sem faðir minn bað mig og skal hann heita Jök- ull“. Hann óx upp og geiöist afreksmaður að vexti og afli. Hann var fálátur, ómjúkur og ódæll, haróúðigur og hraustur um allt. Greifamótið í körfubolta: Tindastóll sigraði Tindastóll bar sigur úr býtum á Greifamótinu í körfubolta sem firam fór á Akureyri um helgina. Tindastóll varð jafn I>ór að stigum, vann tvo leiki og tapaði einum, en sigur í innbyrðisviðureign liðanna færði Tindastóli efcta sætið. Tindastóll vann sigur á Þór í fyrsta leik 83:73 eftir að hafa verið undir 35:48 í leikhléi. Stig Tindastóls skoruðu: Torrey 19, Lárus Dagur 14, Pétur Guð- mundsson 14, Hinrik Gunnars- son 14, Amar Kárason 7, Ómar Sigmarsson 5, Atli Þorbjömsson 5 og Baldur Einarsson 2. Tindastóll tapaði síðan á laugardagsmorgni fyrir Skaga- mönnum, 54:70, eftir að hafa verið þrem stigum undir í hálf- leik 25:28. Eins og tölumar sýna var hitmin léleg í þessum leik. Ómar var stigahæstur í þessum leik, skoraði 21, Láms gerði 11, Thorrey 10, Hinrik 7, Amar 3 og Pétur 2. Tindastóll vann síðan Skalla- grímsliðið seinna um daginn stórt. Þetta var annar leikur Borgarnesliðsins á mjög skömmum tíma og hafði það greinilega sitt að segja, að sögn Páls Kolbeinssonar þjálfara Tindastóls. Lárus Dagur og Baldur Einarsson blómstruðu í þessum leik, Láms skoraði 38 stig og Baldur 18. Pétur Guð- mundsson gerói 14, Ómar Sig- marsson 9, Páll Kolbeinsson 5 og Torrey 4. Páll Kolbeinsson þjálfari var að vonum ánægður með sigur- inn á mótinu. Hann sagði þó sína menn hafa verið nokkuð þunga á mótinu. Tindastólsliðið missti reyndar þrjá leikmenn í meiðli strax í öðmm leik. Þá Hinrik, Arnar og Atla, og munar um minna. Tindastólsliðið hefúr þó sýnt það í æfingaleikjum á þessu hausti að þaó er til alls líklegt í vetur og leikur hraðan og skemmtilegan körfubolta. Á Ieið ljósmyndara Feykis á dögunum varð gamalreyndur Sauðkrækingur, reyndar fæddur Hofsósingur, Guðjón Yngvi Geirmundsson. Guðjón Yngvi hefúr dvalið í Svíríki um sex ára skeið og stundað þar heimilislækningar við heilsugæslustöðina í Vesturósi, sem er borg skammt frá höfuðborginni Stokkhólmi. Yngvi var hér í sumarleyfi ásamt fjölskyldu, konu sinni Höllu Tuleníus og tveimur bömum. Tvíburarnir Anna og Agnes, sem þau hjónin ættleiddu frá Kólumbíu fyrir ári síðan, braggast vel og eru nú orðnir tveggja og hálfs árs. Aðspurður sagðist Yngvi ekki vera á heimleið á næstunni og þau hjónin létu vel af sér í Svíþjóð, þó það væri gaman og nauðsynlegt að koma heim ekki sjaldnar en einu sinni á árí til að heimsækja vini og kunningja. Norðurlandakeppni unglingalandsliða: Sunna stóð sig frábærlega vel Fulltrúar Skagfirðinga og Húnvetninga stóðu sig mjög vel í Norðurlandakeppni ung- lingalandsliða 20 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem fram fór í Mikkeli í Finnlandi í byrjun mánaðarins. Eins og undanfarin ár sendu íslend- ingar og Danir sameiginlegt lið til keppni við hinar Norð- urlandaþjóðirnar. Tólf kepp- endur frá íslandi tóku þátt að þessu sinni. Sunna Gestsdóttir USAH náði lengst íslensku keppend- anna þegar hún hreppti annað sætið í 100 m hlaupi á 12,0 sek. Sunna náði einnig silfurverö- launum í langstökki eftir mikla keppni og setti persónulegt met, stökk 5,85 m. Hún varð síðan fjórða í 200 metra hlaupi eftir enn eitt hörkueinvígið á 25 sek og var aðeins 13/100 ffá fyrsta sætinu. Hinn stórefnilegi Bjöm Mar- geirsson UMSS setti enn eitt Is- landsmetið í sveinaflokki í 1500 metra hlaupi 16 ára og yngri, þegar hann hljóp á 3:59,05 og hreppti sjötta sætið. Hann hljóp einnig mjög vel í 800 metra hlaupinu eða á 1:56,0 og var al- veg vió eigið met í greininni. Góðir áskrifendur! Munið að greióa heimsenda gíróseðla

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.