Feykir


Feykir - 20.12.1995, Qupperneq 7

Feykir - 20.12.1995, Qupperneq 7
45/1995 FEYKIR7 fella þau. Svo sneri ég mér til Gunnars Guðmundssonar sem var þá með Frigg í Sandgerði eða Keflavík en hann var Strandamaður. Eg talaói við hann í síma og sagði honum að það væri mokfiskur hérna en ég hefði ekki neitt til neins nema hend- urnar. Eg bað hann um að senda mér einhverjar kúlur svo að ég kæmist af stað. En þetta dugði ekki til því að þeg- ar við vorum búnir að fella netin og koma þeim í sjóinn fékkst ekki eitt einasta bein. Gangan var búin. Þetta stóð svo stutt yfir. En næsta vor gekk þetta heldur betur því að þá fengum við ágætis afla, reyndar alveg ljómandi veiði, allt upp í það að fara þrisvar sinnum út sama daginn til að vitja um eina lögn sem var þá að vísu orðin þriggja nátta það elsta. Svo að þá var mikill fiskur héma. Beiturskúrinn brennur Eftir þetta var netaveiðin aðaluppistaðan í aflanum. Margir voru svo á færum á sumrin en við vorum aldrei mikið á færum heldur rerum meira með línu. Við kunnum bara betur við línuna. Viö vor- um með alls konar vinnukraft við að beita og stokka upp lín- una, krakka og konur. Aðal- heiður stjómaði því á tímabili. Hún lét krakkana áreiðanlega ekki hafa of lítið fyrir. Ég held frekar að hún hafi stundum veriö of rausnarleg. Það var ekkert verið að spekúlera í því þó að það kæmu dauðir tímar inn á milli. Aðalatriðið var að öllum liði vel í kringum þetta. Svo urðum við fyrir áfalli stuttu seinna þegar það kvikn- aði í beituskúrunum okkar. Þar misstum við mest af net- unum okkar. Við fengum ekki að byggja skúrinn upp aftur á sama stað, heldur fengum við fyrir mestu náð að setja upp skúr út á móti Hótel Villa Nova. Þá var stutt í bjórinn. En þetta var ágætur skúr. En þaó endaði með því að við urðum að selja skúrinn út í sveit. Ég fékk hvergi lóð á Sauðárkróki því að hann var orðinn svo fínn bær. Það var engin lóð fyrir beituskúr. Þó var þetta ljómandi fallegur beituskúr, járnklæddur að utan. Þannig var endirinn á þessu ævintýri. Báturinn var orðinn gamall og svo féll gamli maðurinn frá eins og gengur í lífinu. Guðsþjónustur um jól og áramót Séra Árni Sigurðsson Þingeyraprestakall: Blönduóskirkja aðfangadagur aftansöngur kl. 18 Þingeyrakirkja aðfangadagur miðnæturmessa kl. 23 Undirfellskirkja jóladagur hátíðarmessa kl. 14 Blönduóskirkja 2. jólad. bama- og skímarmessa kl. 13,30 Héraðssjúkrahúsið 2. jóladagur hátíðarmessa kl. 15 Blönduóskirkja gamlársdagur aftansöngur kl. 18 Séra Hjálmar Jónsson Sauðárkróksprestakall: Sauðárkrókskirkja aðfangadagur aftansöngur kl. 18 Sauðárkrókskirkja aðfangadagur miðnæturmessa kl. 23,30 Sauðárkrókskirkja jóladagur hátíðarmessa kl. 14 Sauðárkrókskirkja 2. jóladagur skímarmessa kl. 11 Sjúkrahús Skagfirðinga 2. jóladagur hátíðarmessa kl. 16 Hvammskirkja 2. jóladagur hátíðarmessa kl. 18 Sauðárkrókskirkja gamlársdagur aftansöngur kl. 18 Sauðárkrókskirkja nýársdagur hátíðarmessa kl. 17. Séra Dalla Þórðardóttir Miklabæjarprestakall: Miklabæjarkirkja jóladag hátíðarguðsþjónusta kl. 13,30 Hofstaðakirkja jóladag hátíðarguðsþjónusta kl. 15 Silfrastaðakirkja 2. jóladag hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Flugumýrarkirkja 2. í jólum hátíðarguðsþjónusta kl. 17 Séra Kristján Björnsson Breiðabólstaðarprestakall: Hvammstangakirkja aðfangadag aftansöngur kl. 18 Hvammstangakirkja jólanótt hátíðarguðsþjónusta kl. 23,30 Sjúkrah. Hvammst. 2. jóladag hátíðarguðsþjónusta kl. 11 Vesturhópshólakirkja 2. jóladag hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Tjamarkirkja 2. jóladag hátíðarguðsþjónusta kl. 16,30 Hvammstangakirkja gamlársdag aftansöngur kl. 18 Breiðabólstaðarkirkja nýársd. hátíðarguðsþjónusta kl. 16 Séra Ólafur Hallgrímsson Mælifellsprestakall: Mælifellskirkja jóladagur hátíðarmessa kl. 14 ( fyrir Reykja- og Mælifellssóknir) Goðdalakirkja 2. jóladag hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Reykjakirkja gamlársdag áramótamessa kl. 14 (fyrir allt prestakallið) Séra Egill Hallgrímsson Skagastrandarprestakall: Hólaneskirkja aðfangadag hátíðarguðsþjónusta kl. 23,00 Hofskirkja jóladag hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Höskuldsstaðakirkja jóladag hátíðarguðsþjónusta kl. 16 Hólaneskirkja 2. jóladag fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 Hópur bama sýnir helgileik. Hólaneskirkja gamlársdag áramótamessa kl. 17 Séra Stína Gísladóttir Bólstaðahlíðarprestakall: Auðkúlukirkja jóladag hátíðarmessa kl. 14 Bólstaðahlíðarkirkja 2. jóladag hátíðarmessa kl. 14 Holtastaðakirkja gamlársdagur áramótamessa kl. 14 Svínavatnskirkja nýársdag áramótamessa kl. 14 Bragi J. Ingibergsson Siglufjarðarprestakall: Siglufjarðarkirkja aðfangadag aftansöngur kl. 18 Siglufjarðarkirkja jóladag hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Sjúkrahús Siglufjarðar jóladag hátíðarmessa kl. 15,15 Siglufjarðarkirkja gamlársdag aftansöngur kl. 18 Siglufjarðarkirkja nýársdag hátíðarmessa kl. 14 Fluttir verða hátíðarsöngvar séra Bjama Þorsteinssonar, kirkjukór Siglufjarðar og barnakór kirkjunnar syngja, organisti og kórstjóri er Antonía Hevesi. Aðra tónlist flytja sönghópurinn Fimmund, Sigurður Hlöðversson, Margrét Dóra Amadóttir, Hlöðver Sigurðsson o.fl. Séra Gísli Gunnarsson Glaumbæjarsókn: Glaumbæjarkirkja aðfangadag aftansöngur kl. 21,30 Víðimýrarkirkja jóladag hátíðarmessa kl. 13 Barðskirkja jóladag hátíðarmessa kl. 16 Reynistaðarkirkja 2. jóladag hátíðarmessa kl. 14 Glaumbæjarkirkja gamlársdag áramótamessa kl. 14 Séra Kristján Valur Ingólfsson rektor Skálholtsskóla, Hóla- og Viðvíkursókn: Hóladómkirkja aðfangadagskvöld aftansöngur kl. 22,00 Viðvíkurkirkja hátíðarmessa jóladag kl. 11, organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. Hóladómkirkjajóladagurhátíðarmessakl. 14.00, organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. Rípurkirkja hátíðarmessa 2. jóladag kl. 14, organisti Rögnvaldur Valbergsson. Hóladómkirkja gamlársdag hátíðarmessa kl. 16, organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. Séra Sigurpáll Óskarsson Hofsósprestakall: Hofsóskirkja aðfangadagur aftansöngur kl. 18 Fellskirkja jóladagur hátíðarmessa kl. 13 Hofskirkja jóladagur hátíðarmessa kl. 15 Hofsóskirkja nýársdagur hátíðarmessa kl. 14. Séra Ágúst Sigurðsson Prestbakkaprestakall: Prestbakkakirkja aðfangadagur aftansöngur kl. 17 Staðarkirkja aðfangadagskvöld aftansöngur kl. 22 Ósbakseyrarkirkja jóladagur hátíðarmessa kl. 14. KARLAKORINN HEIMIR ✓ Oskum öllum Skagfirðingum og öðrum velunnurum Gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs þökkum frábœrar viðtökur og undirtektir á tónleikum kórsins á árinu sem er að líða. Einnig þœr góðu móttökur sem nýi géilsadiskurinn okkar, Dísir vorsins, hefur fengið. Við minnum á Þrettándafagnað Heimis í Miðgarði laugardaginn 6. janúar kl. 21. Þar sem verður söngur, gamanmál og hljóðfœraleikur. Hljómsveit Geirmundar leikur að lokinni skemmtun kórsins. Heimisfélagar.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.